Lax eða sjóbirtingur? Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2018 10:00 Lax eða sjóbirtingur? Mynd: Auðunn Guðmundsson Veiðimenn geta stundum verið ósammála um ótrúlegustu hluti er tengjast veiði en eitt mál getur þó verið torveldara að leysa en hin. Það má líklega lengi deila um hvort laxinn taki betur þessa flugu eða hina, er þessi stöng best, svona taum á að nota og svo framvegis en veiðimenn geta oft deilt vinalega innbyrðis um margt em tengist veiði. Flest af þessum málum eru huglæg, þ.e.a.s. mín upplifun af gæðum flugu, stangar eða af einhverju öðru er ekki réttari en annars veiðimanns með aðra flugu og aðra stöng. Ef veiðimenn gæti byrjað á því að hætta að rífast um dótið sem er notað og bara notað það veiðidót sem þeir vilja getum við fyrst beitt okkur í málinu sem skiptir máli.Er þetta lax eða sjóbirtingur?Facebooksíðan Veiðidellan er frábær vettvangur fyrir veiðiumræður og hvet ég alla nýja veiðimenn til að gerast meðlimur því þarna má fá ráð frá mörgum veiðimönnum um allt sem tengist veiði. Inná þessari skemmtilegu síðu er líka stundum tekist á og núna og hvort mynd sem fylgir þessari frétt sé af sjóbirting eða laxi. Undirritaður er í laxaliðinu. Af hverju? Af því að þetta ER lax! Tvennt sem greinir þessa fiska að. Augun á laxi er samsíða aftasta punkti á munnviku eða svo gott sem en á sjóbirting eru augun framar nær trjónunni og þetta er mjög augljóst liggji þessir fiskar hlið við hlíð. Síðan er það sporðurinn. Lax er með "v" inní sporðinn en sjóbirtingur ekki. Svo er það doppumálið en það er misjafnt milli einstaklinga hversu margar doppur hver þeirra hefur. Þá er það bara spurning, hvað heldur þú að þetta sé? Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Frostastaðavatn komið í Veiðikortið Veiði VSK á veiðileyfi? Veiði
Veiðimenn geta stundum verið ósammála um ótrúlegustu hluti er tengjast veiði en eitt mál getur þó verið torveldara að leysa en hin. Það má líklega lengi deila um hvort laxinn taki betur þessa flugu eða hina, er þessi stöng best, svona taum á að nota og svo framvegis en veiðimenn geta oft deilt vinalega innbyrðis um margt em tengist veiði. Flest af þessum málum eru huglæg, þ.e.a.s. mín upplifun af gæðum flugu, stangar eða af einhverju öðru er ekki réttari en annars veiðimanns með aðra flugu og aðra stöng. Ef veiðimenn gæti byrjað á því að hætta að rífast um dótið sem er notað og bara notað það veiðidót sem þeir vilja getum við fyrst beitt okkur í málinu sem skiptir máli.Er þetta lax eða sjóbirtingur?Facebooksíðan Veiðidellan er frábær vettvangur fyrir veiðiumræður og hvet ég alla nýja veiðimenn til að gerast meðlimur því þarna má fá ráð frá mörgum veiðimönnum um allt sem tengist veiði. Inná þessari skemmtilegu síðu er líka stundum tekist á og núna og hvort mynd sem fylgir þessari frétt sé af sjóbirting eða laxi. Undirritaður er í laxaliðinu. Af hverju? Af því að þetta ER lax! Tvennt sem greinir þessa fiska að. Augun á laxi er samsíða aftasta punkti á munnviku eða svo gott sem en á sjóbirting eru augun framar nær trjónunni og þetta er mjög augljóst liggji þessir fiskar hlið við hlíð. Síðan er það sporðurinn. Lax er með "v" inní sporðinn en sjóbirtingur ekki. Svo er það doppumálið en það er misjafnt milli einstaklinga hversu margar doppur hver þeirra hefur. Þá er það bara spurning, hvað heldur þú að þetta sé?
Mest lesið Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Líflegt í vötnunum Veiði Sjóbirtingsveiðin fer vel af stað Veiði Varmá kemur sterk inn í vorhlýindum Veiði Vorveiðinni lokið í Laxá í Kjós Veiði 103 sm lax úr Ytri Rangá Veiði Síðasta rjúpnahelgin framundan Veiði Selja veiðileyfi til styrktar félagi krabbameinssjúkra barna Veiði Frostastaðavatn komið í Veiðikortið Veiði VSK á veiðileyfi? Veiði