123 laxar komnir á land á níu dögum Karl Lúðvíksson skrifar 7. júní 2018 09:00 Tekist á við lax í Urriðafossi. Mynd: Iceland Outfitters Það er óhætt að segja að veiðisumarið fari vel af stað og það svæði sem opnaði fyrst er jafnframt það sem er að slá í gegn. Veiðisvæðið við Urriðafoss var það veiðisvæði sem var með hæstu meðalveiði á stöng síðasta sumar en þá veiddust 755 laxar á tvær stangir yfir sumarið. Stöngunum verður svo fjölgað í 3-4 eftir dögum og það var alveg í lagi því það er mjög rúmt um veiðimenn á þessu svæði. Nú hefur verið opið fyrir veiðimenn í níu daga og er heildarveiðin komin í 123 laxa. Stærstu göngurnar ekki einu sinni komnar og það stefnir allt í að annað árið í röð verði veiðin þarna ekkert minna en frábær. Meðalfjöldi laxa á stöng er 13.4 á þessum níu dögum og á líklega eftir að hækka. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þarna hafi aldrei verið veitt á stöng fyrr en í fyrra, alla vega ekki neinu sem nemur, og að sá lax sem kom upp úr ánni hafi allur verið veiddur í net. Þarna hefur verið að koma í ljós eitt allra besta veiðisvæði landsins og er þaðstrax orðið vinsælt eftir því vegna þess að aðeins nokkrar stangir eru eftir þetta sumarið. Mest lesið Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
Það er óhætt að segja að veiðisumarið fari vel af stað og það svæði sem opnaði fyrst er jafnframt það sem er að slá í gegn. Veiðisvæðið við Urriðafoss var það veiðisvæði sem var með hæstu meðalveiði á stöng síðasta sumar en þá veiddust 755 laxar á tvær stangir yfir sumarið. Stöngunum verður svo fjölgað í 3-4 eftir dögum og það var alveg í lagi því það er mjög rúmt um veiðimenn á þessu svæði. Nú hefur verið opið fyrir veiðimenn í níu daga og er heildarveiðin komin í 123 laxa. Stærstu göngurnar ekki einu sinni komnar og það stefnir allt í að annað árið í röð verði veiðin þarna ekkert minna en frábær. Meðalfjöldi laxa á stöng er 13.4 á þessum níu dögum og á líklega eftir að hækka. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að þarna hafi aldrei verið veitt á stöng fyrr en í fyrra, alla vega ekki neinu sem nemur, og að sá lax sem kom upp úr ánni hafi allur verið veiddur í net. Þarna hefur verið að koma í ljós eitt allra besta veiðisvæði landsins og er þaðstrax orðið vinsælt eftir því vegna þess að aðeins nokkrar stangir eru eftir þetta sumarið.
Mest lesið Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði