Rocky Horror heldur áfram í haust Benedikt Bóas skrifar 7. júní 2018 06:00 Hópurinn að baki Rocky Horror skemmti landsmönnum og gestum Grímuhátíðarinnar í gær en sýningin var tilnefnd til tvennra verðlauna. Meðal annars Páll Óskar í hlutverki sínu sem Frank-N-Furter. Vísir/sigtryggur „Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
„Það er búið að vera uppselt og sýningin átti að vera númer 49. Við vorum að ákveða að halda áfram og hún verður sýnd 8. september. Það er mikill áhugi og við erum ánægð með að geta haldið áfram,“ segir Vignir Egill Vigfússon, markaðs- og kynningarfulltrúi Borgarleikhússins. Fella þurfti niður sýningu á Rocky Horror í gær vegna veikinda og verður síðasta sýning þann 10. júní. Þá fara leikarar í sumarfrí frá sýningunni en þráðurinn verður tekinn upp aftur í september. Sýningin fékk tvær tilnefningar á Grímunni, Páll Óskar sem söngvari ársins og Brynhildur Guðjónsdóttir sem leikkona í aukahlutverki. Sýningin hefur gengið fyrir fullu húsi en forsölumet var slegið á fyrsta degi forsölunnar forðum daga þegar um 4.500 miðar seldust á einum sólarhring. Páll Óskar Hjálmtýsson fer með hlutverk Frank-N-Furter í sýningunni eins og hann gerði síðast fyrir um 27 árum í uppfærslu MH á verkinu. Baksviðs er oft mikill handagangur í öskjunni og að mörgu að hyggja. Hér er Páll Óskar í sminkstólnum að gera sig kláran. Vísir/AntonAuk hans eru í leikhópnum söngvarinn Valdimar Guðmundsson sem fer með hlutverk Eddie, Arnar Dan Kristjánsson sem Rocky, Björn Stefánsson sem Riff Raff, Brynhildur Guðjónsdóttir sem Magenta, Haraldur Ari Stefánsson sem Brad Majors, Katla Margrét Þorgeirsdóttir sem dr. Scott, Vala Kristín Eiríksdóttir sem Columbia, Valur Freyr Einarsson sem er sögumaður og Þórunn Arna Kristjánsdóttir sem Janet Weiss. Listrænir stjórnendur eru Marta Nordal leikstjóri, Jón Ólafsson tónlistarstjóri, Lee Proud danshönnuður, Ilmur Stefánsdóttir leikmyndahönnuður, Filippía Elísdóttir, búninga- og leikgervahönnuður, og Björn Bergsteinn Guðmundsson ljósahönnuður. Það er því einvalalið sem stendur á sviðinu og einnig þau sem eru baksviðs. „Þetta fer í 53 sýningar og verður byrjað aftur í september og mikil spenna fyrir því. Ég veit að leikararnir eru spenntir fyrir að gera þetta áfram. Það er gaman að sýna þetta og Páll Óskar verður með. Þetta gerist ekki án hans,“ segir Vignir kátur þrátt fyrir að hafa þurft að fella niður sýningu í gær.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30 Mest lesið Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Lífið Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Lífið Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Lífið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Ógleymanleg upplifun á klósetti í norskum kastala Tíska og hönnun Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Lífið Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Lífið Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Væb-strákarnir stíga á svið í Basel Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Krókódíllinn úr Happy Gilmore allur Bjarni Ara í íslensku dómnefndinni Berglind Festival og Jón Geir njóta lífsins á Tenerife Sterkar vísbendingar um að Céline Dion mæti í kvöld Seldu allt sem þau áttu og sigla um heiminn Fréttatía vikunnar: VÆB, lögreglueftirlit og lúxusþota Kranavatn á þúsund krónur en slapp við mína verstu martröð Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sjá meira
Miðasölumet á Rocky Horror Aldrei hafa fleiri miðar verið seldir á eina sýningu á einum degi í Borgarleikhúsinu eins og af er degi eftir að forsalan á söngleikinn Rocky Horror, sem frumsýndur verður 16. mars, hófst á miðnætti. 1. febrúar 2018 13:30