Plötusnúðamenningin tekin alla leið í Sjallanum Stefán Þór Hjartarson skrifar 7. júní 2018 08:00 Strákarnir ætla með ferð sinni til Akureyrar að koma plötusnúðakúltúrnum heldur betur á kortið. Vísir/eyþór „Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Þetta byrjaði allt á Verzlóballi...“ segir Snorri Ástráðsson, plötusnúður, en hann og Arnór Björnsson – Arnór FKN Björns – eru að gíra sig upp í að ferðast norður á Akureyri með tvo troðfulla bíla af leikmunum. Þeir eru að fara að spila á reivi fyrir norðan á laugardaginn, en þetta verður endurtekning á goðsagnakenndu Verzlóballi sem þeir félagar komu fram á fyrir nokkru og innihélt hoppukastala, reykbyssur og slatta af fíflaskap. „…og þetta gerðist eiginlega óvart, ég var spurður hvort strákur úr skólanum mætti hoppa upp á svið með mér og láta eins og hálfviti, þetta reyndist vera hann Arnór – þessu balli var síðan reyndar frestað, þetta var sem sagt hið fræga „Gillz ball“ sem var mikið í fréttum á þessum tíma.“ Ballið sem um ræðir var umtalað ball þar sem DJ Muscleboy, eða Egill Einarsson, Gillzenegger, átti að koma fram en var aflýst eftir þrýsting frá femínistafélagi skólans. Gamalt máltæki segir að upp úr aflýstum böllum spretti oft önnur og jafnvel betri böll. „Það var í apríl að Arnór hafði samband við mig og spurði hvort ég væri til í að taka upp leika frá því árinu áður og ég sagði auðvitað já. Við fengum „budget“ og fórum þá eiginlega að fíflast – þetta var hálfgert maníukast sem varði í þrjá daga þar sem við vorum að leigja hoppukastala, reykbyssur, konfettí og eitthvert bull.“ Ballið sló í gegn og svo mikið að framleidd var hálftíma löng stuttmynd um það. Sirka svona verður stemmingin í Sjallanum á laugardaginn.Þá var úr vöndu að ráða fyrir Snorra og Arnór: Hvað áttu þeir að gera við frægðina og framann? Úr varð að þeir ákváðu að halda í mekka skemmtanalífs Norðurlands, jafnvel landsins alls, Sjallann. „Akureyri er einn af mínum uppáhaldsstöðum að spila á og þangað ætlum við með alls konar leikmuni og hálfvitaskap í farteskinu.“ Og giggið hefur verið kynnt með stuttum leikþætti sem má finna á viðburðinum á Facebook. „Við verðum allir í ákveðnum karakter þarna. Axel, sem er að skipuleggja þetta með okkur, verður í ljónabúningi og ég verð mjög reiður allan tímann. Þetta verður tekið alla leið.“ Snorri segir að hluti af þessu sé viðleitni hans til að taka plötusnúðamenninguna alla leið, að búa til stóra viðburði þar sem plötusnúðar eru á aðalhlutverki eins og tíðkast víða erlendis – en hann segir fyrirmyndir þeirra í þessu reivi vera meira „commercial“ á borð við alla risa plötusnúðana sem til að mynda skemmta reglulega í Las Vegas. „Hér á Íslandi erum við litlu hjálparmennirnir hjá röppurunum… ekki að ég hati það, þvert á móti, en það er bara kominn tími til þess að við upphefjum þennan DJ-kúltúr, og sömuleiðis reivið. Nú er hipphopp aðeins að dala eftir þessa bylgju síðasta sumar og þá ætla ég að koma sterkur inn með reivið í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning