Barnaverndarstofa sýknuð í máli Freyju Haralds Kolbeinn Tumi Daðason og Kristín Ólafsdóttir skrifa 6. júní 2018 13:11 Freyja Haraldsdóttir í dómssal í dag. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks. Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Taldi Freyja brotið á mannréttindum sínum.Dómur var kveðinn upp klukkan eitt í héraðsdómi í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, sagði að lokinni dómsuppkvaðningu að niðurstaðan væri mikil vonbrigði.„Nú förum við að kynna okkur á hvaða forsendum niðurstaðan byggir og taka ákvörðun um næstu skref. Við vonuðumst auðvitað eftir annarri niðurstöðu.“ Sigrún sagði ekki búið að taka ákvörðun um það hvort dómnum verði áfrýjað. Freyja gaf ekki kost á viðtali í dag en hún var auðsjáanlega í nokkru uppnámi eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Þá var tiltölulega fjölmennt í héraðsdómi nú eftir hádegi þar sem vinir Freyju voru mættir til að styðja hana.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Málið snýst ekki um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. 19. október 2017 14:57 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur, fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir bættum réttindum fatlaðs fólks. Freyja stefndi Barnaverndarstofu vegna ákvörðunar stofnunarinnar um að neita henni um að gerast fósturforeldri. Taldi Freyja brotið á mannréttindum sínum.Dómur var kveðinn upp klukkan eitt í héraðsdómi í dag en hefur ekki verið birtur á vef dómstólanna. Sigrún Ingibjörg Gísladóttir, lögmaður Freyju, sagði að lokinni dómsuppkvaðningu að niðurstaðan væri mikil vonbrigði.„Nú förum við að kynna okkur á hvaða forsendum niðurstaðan byggir og taka ákvörðun um næstu skref. Við vonuðumst auðvitað eftir annarri niðurstöðu.“ Sigrún sagði ekki búið að taka ákvörðun um það hvort dómnum verði áfrýjað. Freyja gaf ekki kost á viðtali í dag en hún var auðsjáanlega í nokkru uppnámi eftir að dómurinn hafði verið kveðinn upp. Þá var tiltölulega fjölmennt í héraðsdómi nú eftir hádegi þar sem vinir Freyju voru mættir til að styðja hana.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Málið snýst ekki um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. 19. október 2017 14:57 Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00 Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Freyju var hafnað áður en mat hafði verið lagt á hæfni hennar Málið snýst ekki um hvort Freyja megi taka barn í fóstur, heldur hvernig henni var mismunað þegar ákvörðunin var tekin án þess að Freyja hafði farið í gegnum mat líkt og aðrir umsækjendur. 19. október 2017 14:57
Formaður Sjálfsbjargar hvetur Freyju áfram í baráttunni Bergur Þorri Benjamínsson, formaður Sjálfsbjargar, segir mál Freyju Haraldsdóttur gegn Barnaverndarstofu gríðarlega mikilvægt fyrir réttindi fatlaðs fólks. Hann hefur rætt málið við Bjarna Benediktsson forsætisráðherra og telur enn nokkurra fordóma gæta í íslenskri stjórnsýslu gagnvart fötluðu fólki. 20. október 2017 06:00
Freyja fær ekki að vera fósturforeldri og stefnir Barnaverndarstofu Freyja Haraldsdóttir, fyrrverandi varaþingmaður, höfðar mál gegn Barnaverndarstofu sem synjaði henni um stöðu fósturforeldris. Úrskurðarnefnd velferðarmála er sammála Barnaverndarstofu en Freyja telur á sér brotið. 19. október 2017 05:00