15 laxar á fyrsta degi í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2018 08:10 Þessi lax kom á land í morgun af Eyrinni í Norðurá. Mynd: Norðurá lodge FB Norðurá opnaði í gær og það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna eins og alltaf í fyrstu köstunum. Morgunveiðin tókst vel og það var samtals landað ellefu löxum úr ánni ásamt því að nokkrir sluppu eins og gengur og gerist. Eftir hádegi komu fjórir á land svo heildartalan á fyrsta degi er fimmtán laxar sem er mjög góð opnun. Þeir staðir sem gáfu voru til dæmis, Stokkhylsbrot, Brotið, Eyrin, Laugakvörn og Konungsstrengur en þess fyrir utan sáust laxar á mun fleiri stöðum. Það er mikið vatn í Norðurá eða rétt um 46 rúmmetrar og til samanburðar þa´var hún um 27 rúmmetrar við opnun í fyrra. Þetta gefur góð fyrirheit um að vatnsbúskapurinn á heiðinni sé góður enda hafa rigningar maímánaðar bleytt allhressilega í. Ef það detta svo inn reglulegar rigningar í sumar þá verður vonandi gott vatn í Norðurá allt tímabilið. Mest lesið Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Tungufljót komið til Fiská Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Enginn virðisaukaskattur af stangveiðileyfum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði
Norðurá opnaði í gær og það er alveg óhætt að segja að það hafi verið mikil spenna eins og alltaf í fyrstu köstunum. Morgunveiðin tókst vel og það var samtals landað ellefu löxum úr ánni ásamt því að nokkrir sluppu eins og gengur og gerist. Eftir hádegi komu fjórir á land svo heildartalan á fyrsta degi er fimmtán laxar sem er mjög góð opnun. Þeir staðir sem gáfu voru til dæmis, Stokkhylsbrot, Brotið, Eyrin, Laugakvörn og Konungsstrengur en þess fyrir utan sáust laxar á mun fleiri stöðum. Það er mikið vatn í Norðurá eða rétt um 46 rúmmetrar og til samanburðar þa´var hún um 27 rúmmetrar við opnun í fyrra. Þetta gefur góð fyrirheit um að vatnsbúskapurinn á heiðinni sé góður enda hafa rigningar maímánaðar bleytt allhressilega í. Ef það detta svo inn reglulegar rigningar í sumar þá verður vonandi gott vatn í Norðurá allt tímabilið.
Mest lesið Silungurinn er stútfullur af toppflugulirfu Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Tungufljót komið til Fiská Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Enginn virðisaukaskattur af stangveiðileyfum Veiði Bleikjan að vaka í Vifilstaðavatni Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Bandormssýking í silungi: Óþarfi að hringja á prest! Veiði