Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá telja sitt verksvið að kæra tilraun til kosningaspjalla Kristján Már Unnarsson skrifar 4. júní 2018 21:00 Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. Fulltrúar þeirra sem strikaðir voru út af kjörskrá hafa hins vegar kært kosningarnar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Átökin um Árneshrepp halda áfram þrátt fyrir heitstrengingar fulltrúa andstæðra fylkinga í síðustu viku um að nú skyldu allir verða vinir og standa saman. Andstæðingar Hvalárvirkjunar, undir forystu Ólafs Valssonar, sem hlutu engan mann kjörinn í hreppsnefndina, hafa nú kært úrslit kosninganna. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins snýst kæran um þær ákvarðanir Þjóðskrár og hreppsnefndar sem leiddu til þess að sextán manns voru strikaðir út af kjörskrá.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, fékk flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Málið komst fyrst í fréttirnar fyrir mánuði þegar lögmenn Árneshrepps fullyrtu í minnisblaði að lögheimilisflutningarnir bæru það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Lögmannsstofan benti jafnframt á alvarleika málsins; að kosningaspjöll, með því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu, gætu varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Við spurðum oddvita Árneshrepps, Evu Sigurbjörnsdóttur, hvort þessir lögheimilisflutningar hafi verið tilraun til þess að ná völdum með ólögmætum hætti: „Hvað heldur þú?“ -Ég spyr þig. „Já, ég held það hljóti að vera.“ -En þarf þá ekki að fylgja því eftir með lögreglurannsókn og ákæru? „Það er ekki mitt að skera úr um það. Það voru ekki við í sveitarstjórn sem settu þetta fólk út af kjörskrá hér. Það var Þjóðskrá í Reykjavík, Þjóðskrá Íslands. Það er eina stofnunin, eini aðilinn, sem hefur leyfi til að gera slíkt. Og ég held að það hljóti að vera í höndunum á þeirri stofnun að ákveða hvað verði gert í framhaldinu,“ svarar Eva.Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Talsmaður Þjóðskrár, Ástríður Jóhannesdóttir, sagði hins vegar fyrir tveimur vikum á Stöð 2 að það væri ekki á þeirra sviði að vísa málinu til lögreglu. „Það er ekki okkar hlutverk að taka ákvörðun um það,“ sagði Ástríður. Samkvæmt lögum er það hlutverk ákæruvaldsins að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. Þær upplýsingar fengust frá ríkissaksóknara í dag að málefni Árneshrepps væru ekki á borði embættisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Árneshreppur Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Hvorki Árneshreppur né Þjóðskrá Íslands telja það á sínu verksviði að kæra umdeilda lögheimilisflutninga í aðdraganda sveitarstjórnarkosninganna sem tilraun til kosningaspjalla. Fulltrúar þeirra sem strikaðir voru út af kjörskrá hafa hins vegar kært kosningarnar. Frá þessu var greint í fréttum Stöðvar 2. Átökin um Árneshrepp halda áfram þrátt fyrir heitstrengingar fulltrúa andstæðra fylkinga í síðustu viku um að nú skyldu allir verða vinir og standa saman. Andstæðingar Hvalárvirkjunar, undir forystu Ólafs Valssonar, sem hlutu engan mann kjörinn í hreppsnefndina, hafa nú kært úrslit kosninganna. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins snýst kæran um þær ákvarðanir Þjóðskrár og hreppsnefndar sem leiddu til þess að sextán manns voru strikaðir út af kjörskrá.Ólafur Valsson, kaupmaður og dýralæknir í Norðurfirði, fékk flest atkvæði andstæðinga Hvalárvirkjunar í kosningunum í Árneshreppi en náði ekki kjöri.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Málið komst fyrst í fréttirnar fyrir mánuði þegar lögmenn Árneshrepps fullyrtu í minnisblaði að lögheimilisflutningarnir bæru það með sér að vera málamyndaskráningar vegna væntanlegra sveitarstjórnarkosninga. Lögmannsstofan benti jafnframt á alvarleika málsins; að kosningaspjöll, með því að afla sér eða öðrum ólöglega færis á að taka þátt í atkvæðagreiðslu, gætu varðað allt að tveggja ára fangelsi eða sektum. Við spurðum oddvita Árneshrepps, Evu Sigurbjörnsdóttur, hvort þessir lögheimilisflutningar hafi verið tilraun til þess að ná völdum með ólögmætum hætti: „Hvað heldur þú?“ -Ég spyr þig. „Já, ég held það hljóti að vera.“ -En þarf þá ekki að fylgja því eftir með lögreglurannsókn og ákæru? „Það er ekki mitt að skera úr um það. Það voru ekki við í sveitarstjórn sem settu þetta fólk út af kjörskrá hér. Það var Þjóðskrá í Reykjavík, Þjóðskrá Íslands. Það er eina stofnunin, eini aðilinn, sem hefur leyfi til að gera slíkt. Og ég held að það hljóti að vera í höndunum á þeirri stofnun að ákveða hvað verði gert í framhaldinu,“ svarar Eva.Ástríður Jóhannesdóttir, sviðsstjóri stjórnsýslusviðs Þjóðskrár Íslands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Talsmaður Þjóðskrár, Ástríður Jóhannesdóttir, sagði hins vegar fyrir tveimur vikum á Stöð 2 að það væri ekki á þeirra sviði að vísa málinu til lögreglu. „Það er ekki okkar hlutverk að taka ákvörðun um það,“ sagði Ástríður. Samkvæmt lögum er það hlutverk ákæruvaldsins að tryggja, í samvinnu við lögreglu, að þeir sem afbrot fremja verði beittir lögmæltum viðurlögum. Þær upplýsingar fengust frá ríkissaksóknara í dag að málefni Árneshrepps væru ekki á borði embættisins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Árneshreppur Tengdar fréttir Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43 Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15 Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45 Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15 Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45 Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30 Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fleiri fréttir Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún mætast í Pallborðinu í beinni í dag Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Sjá meira
Búið að strika sextán út af kjörskrá í Árneshreppi Hreppsnefnd Árneshrepps samþykkti í gærkvöldi að taka út fjóra einstaklinga af kjörskrá en bæta einum einstaklingi inn. Þar með er hreppsnefndin búin að ógilda sextán lögheimilsflutninga en samþykkja tvo. 25. maí 2018 11:43
Lögheimilisskráningar á Ströndum taldar tilraun til kosningasvindls Óvænt stórfjölgun á íbúaskrá Árneshrepps á Ströndum tengist átökum um Hvalárvirkjun. Málið gæti endað sem lögreglumál, sem tilraun til kosningasvindls. 11. maí 2018 21:15
Aðför sem lýsir virðingarleysi og fádæma dómgreindarleysi Formaður Fjórðungssambands Vestfirðinga segir atburðina í Árneshreppi grófa aðför að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélags. Þetta sé sambærilegt því ef 40 þúsund íbúar á landsbyggðinni myndu skrá sig til málamynda í Reykjavík til að hafa áhrif á flugvöllinn í Vatnsmýri. 17. maí 2018 12:45
Segir ótrúlegt að til sé fólk sem geri árás á Árneshrepp Kærumál vegna lögheimilisflutninga í Árneshrepp hafa streymt inn í dag fyrir fund sem hreppsnefndin áformar í kvöld þar sem leiðrétta á kjörskrána. 22. maí 2018 20:15
Skráðu lögheimili á afskekktu eyðibýli í óþökk landeiganda Talsmaður Saving Iceland, baráttusamtaka gegn virkjunum, er meðal þeirra sem flutt hafa lögheimili sitt á eyðibýli í Árneshreppi í óþökk landeiganda. 14. maí 2018 21:45
Hrafn segir ögurstund í Árneshreppi og ekki annað í boði en að standa saman Eftir hatrammar deilur í Árneshreppi tóku fulltrúar andstæðra fylkinga hver utan um annan í dag, staðráðnir í að standa saman, þótt menn séu áfram ósammála um Hvalárvirkjun. 29. maí 2018 20:30
Vilja ógilda úrslit kosninganna í Árneshreppi Jónasi Guðmundssyni, sýslumanninum á Vestfjörðum, hefur borist kæra vegna gildis kjörskrár hreppsnefndarkosningum í Árneshreppi á Ströndum. 4. júní 2018 05:57