Rapparinn Drake ásakaður um að afneita eigin syni Bergþór Másson skrifar 4. júní 2018 16:54 Drake og Pusha T, sem hafa átt í útistöðum upp á síðkastið. Metro Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake hefur ekki átt sjö dagana sæla um þessar mundir. Í nýútgefnu lagi rapparans Pusha T, „The Story of Adidon,“ er Drake ásakaður um að afneita syni sínum og barnsmóður, ásamt öðru. Umrætt lag Pusha T þar sem hann kallar Drake öllum illum nöfnum og ávítar hann fyrir slæma frammistöðu í föðurhlutverkinu hefur vakið mikla athygli og valdið mikilli ólgu í rappheimi Vestanhafs. Í lok maí gaf rapparinn Pusha T, sem er best þekktur sem hægri hönd Kanye West, út plötuna „DAYTONA.“ Á plötunni skaut hann föstum skotum í áttina að Drake. Pusha T rifjaði meðal annars upp þann orðróm sem gengið hefur um rappheiminn í nokkur ár, að Drake skrifi ekki sína eigin texta. Textasmíð er tekin alvarlega í heimi hip hops, ólíkt heimi popp tónlistar, og þar af leiðandi er sú ásökun að sinna sinni textasmíð ekki sjálfur, tekin mjög alvarlega. Einnig ber að nefna að rapp kúltúr einkennist af mikilli samkeppni og eru rapparar ófeimnir við að „dissa“ hvorn annan, bæði í formi sérstakra laga tileinkuð andstæðing sínum, og sjálfstæðra rímna í ótengdu lagi. Eftir útgáfu „DAYTONA“ svaraði Drake snöggt um hæl og gaf út lagið „Duppy Freestyle“, rétt undir sólahring eftir fyrstu áras Pusha T. Á „Duppy Freestyle“ lætur Drake bæði Pusha T og sinn fyrrum vin og samstarfsfélaga, Kanye West, heyra það. Drake svarar fyrir sig ásamt því að monta sig af eigin afrekum, samtímis þess sem hann bendir á það sem betur hefði mátt fara í ferli Pusha T. Stuttu eftir útgáfu „Duppy Freestyle,“ gaf Pusha T út lagið sem setti internetið á hliðina og skaðaði hið góða orðspor sem Drake hefur getið sér í gegnum árin, „The Story of Adidon.“ Ekki nóg með það að útgáfu lagsins fylgdi áður óséð, niðurlægjandi ljósmynd af Drake með svokallað „blackface,“ heldur var hann einnig ásakaður um að hylja sinn eigin son frá almenningi og skrifa ekki sína eigin texta. Einnig fengu almennar móðganir gegn honum og samstarfsaðilum hans að fylgja með. Nafnið á laginu, „Saga Adidons“, vísar til nafns meints sonar Drakes, sem er talin vera rétt undir eins árs gamall í dag. Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrst frá meintum syni Drakes og barnsmóður hans í Maí 2017. Hin meinta barnsmóðir er klámstjarnan Sophie Brussaux. Sophie greinir frá því að Adidon hafi verið getinn í Janúar 2017, einmitt um þann tíma sem myndir náðust af henni og Drake saman á veitingastað í Amsterdam. Fyrir útgáfu „The Story of Adidon,“ höfðu sögusagnir af meintum syni Drakes einungis verið orðrómar slúðurblaða, en eftir harðorðar yfirlýsingar Pusha T í rímnaformi, hefur álit almennings breyst. Drake hefur hvorki neitað ásökunum né tjáð sig um málið. Rappaðdáendur víðsvegar um heiminn bíða nú æsispenntir eftir svari Drakes. Tengdar fréttir Yeezús er risinn aftur Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið. 23. apríl 2018 08:00 Sýnishorn af tónlist og lagalistum komandi platna Kanye West Kanye West tísti í gær myndbandi af sér að vinna að nýrri tónlist, en hann hefur farið mikinn á Twitter undanfarið. 16. maí 2018 12:45 Ed Sheeran og Aron Can vinsælastir á Íslandi Ed Sheeran er ótvíræður konungur streymisveitunnar Spotify árið 2017 samkvæmt árslistum sem birtir voru í gær. 6. desember 2017 10:45 Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. 16. mars 2018 12:28 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Kanadíski tónlistarmaðurinn Drake hefur ekki átt sjö dagana sæla um þessar mundir. Í nýútgefnu lagi rapparans Pusha T, „The Story of Adidon,“ er Drake ásakaður um að afneita syni sínum og barnsmóður, ásamt öðru. Umrætt lag Pusha T þar sem hann kallar Drake öllum illum nöfnum og ávítar hann fyrir slæma frammistöðu í föðurhlutverkinu hefur vakið mikla athygli og valdið mikilli ólgu í rappheimi Vestanhafs. Í lok maí gaf rapparinn Pusha T, sem er best þekktur sem hægri hönd Kanye West, út plötuna „DAYTONA.“ Á plötunni skaut hann föstum skotum í áttina að Drake. Pusha T rifjaði meðal annars upp þann orðróm sem gengið hefur um rappheiminn í nokkur ár, að Drake skrifi ekki sína eigin texta. Textasmíð er tekin alvarlega í heimi hip hops, ólíkt heimi popp tónlistar, og þar af leiðandi er sú ásökun að sinna sinni textasmíð ekki sjálfur, tekin mjög alvarlega. Einnig ber að nefna að rapp kúltúr einkennist af mikilli samkeppni og eru rapparar ófeimnir við að „dissa“ hvorn annan, bæði í formi sérstakra laga tileinkuð andstæðing sínum, og sjálfstæðra rímna í ótengdu lagi. Eftir útgáfu „DAYTONA“ svaraði Drake snöggt um hæl og gaf út lagið „Duppy Freestyle“, rétt undir sólahring eftir fyrstu áras Pusha T. Á „Duppy Freestyle“ lætur Drake bæði Pusha T og sinn fyrrum vin og samstarfsfélaga, Kanye West, heyra það. Drake svarar fyrir sig ásamt því að monta sig af eigin afrekum, samtímis þess sem hann bendir á það sem betur hefði mátt fara í ferli Pusha T. Stuttu eftir útgáfu „Duppy Freestyle,“ gaf Pusha T út lagið sem setti internetið á hliðina og skaðaði hið góða orðspor sem Drake hefur getið sér í gegnum árin, „The Story of Adidon.“ Ekki nóg með það að útgáfu lagsins fylgdi áður óséð, niðurlægjandi ljósmynd af Drake með svokallað „blackface,“ heldur var hann einnig ásakaður um að hylja sinn eigin son frá almenningi og skrifa ekki sína eigin texta. Einnig fengu almennar móðganir gegn honum og samstarfsaðilum hans að fylgja með. Nafnið á laginu, „Saga Adidons“, vísar til nafns meints sonar Drakes, sem er talin vera rétt undir eins árs gamall í dag. Slúðurmiðillinn TMZ greindi fyrst frá meintum syni Drakes og barnsmóður hans í Maí 2017. Hin meinta barnsmóðir er klámstjarnan Sophie Brussaux. Sophie greinir frá því að Adidon hafi verið getinn í Janúar 2017, einmitt um þann tíma sem myndir náðust af henni og Drake saman á veitingastað í Amsterdam. Fyrir útgáfu „The Story of Adidon,“ höfðu sögusagnir af meintum syni Drakes einungis verið orðrómar slúðurblaða, en eftir harðorðar yfirlýsingar Pusha T í rímnaformi, hefur álit almennings breyst. Drake hefur hvorki neitað ásökunum né tjáð sig um málið. Rappaðdáendur víðsvegar um heiminn bíða nú æsispenntir eftir svari Drakes.
Tengdar fréttir Yeezús er risinn aftur Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið. 23. apríl 2018 08:00 Sýnishorn af tónlist og lagalistum komandi platna Kanye West Kanye West tísti í gær myndbandi af sér að vinna að nýrri tónlist, en hann hefur farið mikinn á Twitter undanfarið. 16. maí 2018 12:45 Ed Sheeran og Aron Can vinsælastir á Íslandi Ed Sheeran er ótvíræður konungur streymisveitunnar Spotify árið 2017 samkvæmt árslistum sem birtir voru í gær. 6. desember 2017 10:45 Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. 16. mars 2018 12:28 Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Halda tólf tíma löglegt reif í vöruskemmu í Grafarvogi Lífið Láta reyna á heilasellurnar og samvinnuna Leikjavísir Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Sjá meira
Yeezús er risinn aftur Íslandsvinurinn Kanye West vaknaði til lífsins á Twitter í síðustu viku og fór að senda frá sér tíst í gríð og erg. Þar á meðal kynnti hann nýja bók og tvær nýjar plötur, þar á meðal sólóplötuna sem hann hefur verið að vinna að í Wyoming-fylki upp á síðkastið. 23. apríl 2018 08:00
Sýnishorn af tónlist og lagalistum komandi platna Kanye West Kanye West tísti í gær myndbandi af sér að vinna að nýrri tónlist, en hann hefur farið mikinn á Twitter undanfarið. 16. maí 2018 12:45
Ed Sheeran og Aron Can vinsælastir á Íslandi Ed Sheeran er ótvíræður konungur streymisveitunnar Spotify árið 2017 samkvæmt árslistum sem birtir voru í gær. 6. desember 2017 10:45
Drake, Travis Scott og JuJu spiluðu Fortnite með Ninja og slógu áhorfsmet Tónlistarmennirnir Drake og Travis Scott ásamt NFL-leikmanninum JuJu Smith-Schuster gengu óvænt til liðs við tölvuleikjastreymandann Ninja í útsendingu á streymisvefnum Twitch í fyrrinótt. 16. mars 2018 12:28
Hvað er í gangi hjá Kanye West? Tíststormur rapparans hristi hressilega upp í aðdáendum og vinum hans og margir voru furðu lostnir. 27. apríl 2018 16:35