YouTube sætir harðari reglum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2018 08:45 Elfa Ýr Gylfadóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira
Persónuvernd YouTube er gagnrýnt af hagsmuna- og neytendahópum og af foreldrum víða um heim fyrir að bregðast siðferðislegum skyldum sínum, sem meðal annars snúa að óviðeigandi efni sem ætlað er börnum á veitunni. En foreldrar geta senn andað léttar. Með nýjum lögum um persónuvernd sem tóku gildi í lok síðustu viku hafa reglur verið hertar fyrir fyrirtæki á borð við YouTube. „Nú er að koma ný hljóð- og myndmiðlunartilskipun sem verður samþykkt á þessu ári og þarf að innleiða hana í öllum EES-ríkjum, þar á meðal á Íslandi. YouTube, og aðrir samfélagsmiðlar sem bjóða upp á myndefni, munu þá falla undir gildissvið tilskipunarinnar og verða undirorpnir eftirliti fjölmiðlanefnda í álfunni,“ segir Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar, en fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með YouTube til þessa. Tilskipunin hefur verið gefin út og hefst þá innleiðingarferli. Búist er við að ferlið taki 12 til 24 mánuði. „Það sem skiptir máli er hvar fyrirtækið er skráð. YouTube tilheyrir til dæmis írskri lögsögu. Írska fjölmiðlaeftirlitið þarf þá að tryggja að YouTube setji sér reglur um vernd barna og sjá til þess að þeim sé fylgt. YouTube þarf því að tryggja að efni sem talið er óæskilegt börnum sé ekki aðgengilegt þeim,“ segir Elfa Ýr. Umsvif myndbandaveitunnar eru hins vegar svo gríðarlega mikil að með tilskipuninni þarf að finna lausn á því hvernig hægt er að tryggja að börn hafi ekki aðgang að skaðlegu efni í allri álfunni.YouTube hefur lítið látið til sín taka þegar kemur að vernd barna gegn óæskilegu efni á veitunni. Fjölmiðlanefndir hafa ekki haft eftirlit með því sem þar birtist. Það breytist þó með nýrri löggjöf um persónuvernd.NORDICPHOTOS/GETTYHollenska fyrirtækið NICAM hefur fengið það hlutverk að aldursmeta alla tölvuleiki fyrir EES-svæðið. Fyrirtækið hefur einsett sér að finna leiðir til að aldursmeta efni sem aðgengilegt er á samfélagsmiðlum og hefur gert ýmsar tilraunir í þá veru. Hjá NICAM starfar vísindanefnd sem styðst við víðtækar rannsóknir á því hvernig myndefni hefur áhrif á börn, rannsóknir í þroskasálfræði og fleira. FRÍSK, Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði, er með samning við NICAM og er þetta aldursmatskerfi notað hér á landi. „NICAM hefur verið virkt í að taka þátt í verkefnum sem snúa að því að aldursmeta efni. Þeir hafa reynt að vinna með YouTube en það hefur gengið illa. YouTube hefur sýnt áhuga og svarað á jákvæðum nótum en svo ekkert aðhafst frekar né viljað samstarf. Ein af ástæðunum er að YouTube er ekki skuldbundið til að gera slíkt á evrópskum markaði. En nú þegar tilskipunin verður samþykkt getur það varðað við lög ef fyrirtækið tekur sig ekki á,“ segir Elfa Ýr. „Annað til viðbótar almennt um YouTube er að það er verið að framleiða svo gríðarlega mikið af efni. Við erum í auknum mæli farin að sjá fyrirbæri sem nefnist „FakeTube“. Það eru alls kyns aðilar sem búa til falsfréttir, efni sem getur verið skaðlegt og hvað annað sem er. Þetta eru aðilar úti í heimi sem nota gervigreind til að framleiða myndbönd á YouTube og nýleg rannsókn sýnir að slíkar veitur geta verið að dæla út 80.000 myndböndum á nokkrum dögum og hlaðið inn á nokkurra mínútna fresti,“ segir hún. Að sögn Elfu Ýrar er erfitt að ráða við þetta. Efnið getur ekki aðeins verið skaðlegt börnum heldur er líka mikið um hatursorðræðu, sem sé ekki síður alvarlegt. „Þetta er eitt af stóru málunum sem er ekki komin lausn á. Þessu efni hefur fjölgað og hluti af vandamálinu er að YouTube ræður ekki við þetta,“ segir framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Erlent Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Erlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Innlent Trump ekki dæmdur í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Sjá meira