Slá í gegn með handunnu súkkulaði Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. júní 2018 21:55 Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“ Matur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira
Súkkulaðiframleiðslan Sætt og salt í Súðavík hefur slegið í gegn síðasta árið með handunnu súkkulaði. Fyrir utan vinsælar súkkulaðiplötur eru árstíðarbundnir súkkulaðimolar búnir til úr því besta í nánasta umhverfi. Fyrir tæpu ári síðan hófst reksturinn formlega í bílskúrnum hjá henni Elsu, sem tekur sex skref frá heimilinu í vinnuna á hverjum degi og er með einn starfsmann í vinnu. Hún gerir sex til sjö hundruð súkkulaðiplötur daglega en hugmyndin að framleiðslunni kom þegar hún tók við rekstri kaupfélagsins í Súðavík og fannst vanta eitthvað með kaffinu. „Kaupfélagið hér í svona litlu þorpi er félagsmiðstöð. Byrjaði að búa til smá, svo jókst það og fólk vildi kaupa og svo óx það eitt skref í einu.“ Og nú er súkkulaðið selt á tuttugu sölustöðum en stærstu sölustaðirnir eru Bláa lónið og Rammagerðin enda súkkulaðið vinsælt hjá ferðamönnum en einnig hjá Íslendingum sem gjafavara og þá ekki síst blönduðu öskjurnar sem Elsa segir vera dekurmolana sína. Mikil leynd hvílir yfir súkkulaðiuppskrift Elsu.Vísir/Egill„Hver og einn moli er lítið listaverk. Til dæmis þessi, hvítt súkkulaði og inni í er blóðberg sem er tínt í hlíðunum og þurrkað. Eins og blóðbergið komi upp úr snjónum, litast aurinn og leðjan appelsínugul.“ Elsa vinnur með umhverfið, notar hráefni úr náttúrunni og myndin á umbúðunum er af fjallinu Korfa, sem er beint fyrir ofan húsið. Þetta er sannkallað Súðavíkursúkkulaði. „Við erum fá, við erum 120 sem búum í þorpinu. Þetta er okkar, ekki bara ég heldur okkar og það er unnið með það,“ segir Elsa.En hvernig nálgast maður uppskriftina?„Þú nálgast hana ekkert. Ekki nema þú brjóstist inn í bankahólfið í Landsbankanum á Ísafirði.“Kann enginn að gera þetta súkkulaði nema þú?„Nei.“
Matur Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Sjá meira