Segir Hannes eiga heima hjá liðum eins og Chelsea eða United Arnar Björnsson í Kabardinka skrifar 17. júní 2018 19:15 Hannes Þór Halldórsson var hetja gærkvöldsins. vísir/vilhelm Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti frábæran leik í gær í jafnteflinu við tvöfalda heimsmeistara Argentínu. Á meðan Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea, skalf eins og hrísla í markinu hjá Messi og félögum var Hannes eins og sovéskur herforingi í seinni heimsstyrjöldinni, stútfullur af sjálfstrausti og tilbúinn að vinna heiminn. Guðmundur Hreiðarsson markmannsþjálfari er búinn að þjálfa Hannes og þekkir vel til hans. Það er ljóst að bæði hann og Hannes unnu heimavinnuna vel fyrir leikinn. Við sáum það eins og svart og hvítt í leiknum í gær, Willie Caballero í vandræðum í markinu hjá Argentínumönnum á meðan Hannes var eins og hershöfðingi í íslenska markinu. „Hannes er að spila með Randers en hinn er að spila með Chelsea. Þess vegna segi ég við þjálfara hjá öðrum liðum um allan heim þennan gæja áttu að vera með í markinu. Mót eftir mót, leik eftir leik á þessu stóra sviði þá er hann að standa sig vel. Hann er með góða unga og efnilega leikmenn sem hjálpa honum að gera hann enn betri á æfingum,“ segir Guðmundur. Sérðu framtíð hann fara eitthvað annað en heim til Randers eftir HM? „Danska deildin er sterkari en menn halda. Í flestum af þessum stóru liðum eins og Chelsea, Bayern München, Manchester United eða Guð má vita hvað eru þrír eða fjórir góðir markmenn og oft eru þeir allir landsliðsmarkmenn. Baráttan er hörð en Hannes á heima þar og það er mitt mat," segir Guðmundsson. „Ég er búinn að segja það lengi. Ég fékk mörg skilaboð í gær frá kollegum sem ég hef unnið með hjá UEFA sem eru markmannsþjálfarar hjá flottum liðum út um allan heim. Þeir sögðu mér að hann hefði ekki bara verið frábær í gær heldur í allri undankeppninni og væri alltaf að koma þeim á óvart. Ef þeir segja það, ekki bara ég, þá er eitthvað til í því,“ sagði stoltur markmannsþjálfari Guðmundur Hreiðarsson.Vísir er með öflugt teymi í Rússlandi sem verður með ítarlegan fréttaflutning af íslenska liðinu á HM. Fylgist með á samfélagsmiðlum okkar - á Facebook, Twitter og Instagram.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30 „Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30 Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport „Fannst þetta verða svartara og svartara“ Handbolti Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Fleiri fréttir Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Burnley - Arsenal | Toppliðið sækir nýliðana heim Nott. Forest - Man. United | Tekst United að vinna fjórða leikinn í röð? Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Hannes: Pressan var öll á Messi enda að skjóta á 34 ára gamlan leikstjóra Hannes Þór Halldórsson fór pressulaus inn í eina af stærstu stundum lífs síns. 17. júní 2018 10:30
„Lítill kubbur“ sem Hannes fékk geymdi leyndarmál Messi á vítapunktinum Hannes Þór Halldórsson var vel undirbúinn og vissi í raun hvert Messi ætlaði að skjóta. 17. júní 2018 11:30