Óvíst hvort grói um heilt í Eyjum TG skrifar 16. júní 2018 08:00 Páll Magnússon Vísir/Anton Brink „Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“ Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
„Ég hef verið í samskiptum við forystuna,“ segir Jarl Sigurgeirsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. „Við erum með okkar hugmyndir en við viljum aðallega koma okkar hlið á framfæri og heyra í þeim hljóðið og út frá því munum við hugsanlega ræða okkar væntingar til málsins.“ Líkt og Fréttablaðið greindi frá lýsti fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum yfir fullu vantrausti á Pál Magnússon í harðorðri ályktun. Ljóst er að ólga er innan flokksins og óskaði fulltrúaráðið í Eyjum eftir fundi með forystu flokksins. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir ritari staðfesti í samtali við Fréttablaðið að forysta flokksins hefði farið yfir stöðuna og ráðgert sé að eiga fund með Eyjamönnum á næstunni. Eyjamenn og Valhöll leita núna að heppilegum fundartíma en vonast er eftir því að hann verði sem fyrst svo hægt sé að ræða málin. Aðspurður hvort hann haldi að grói um heilt segir Jarl: „Ég sé það ekki fyrir mér, þarna er bara fólk sem er búið að stofna annan flokk. Það eru núna þrír flokkar í Vestmannaeyjum og það er bara fínt fyrir lýðræðið að hafa úr nægu að velja, en maður veit aldrei hvað gerst.“ Jarl segir að viðbrögðin við ályktun fulltrúaráðsins hafi verið blendin og samkvæmt heimildum blaðsins er forystan talin vera í þröngri stöðu. „Menn skiptast í flokka eftir því hvernig þeir taka þessu. Mér finnst flestir hafa skilning á því að við óskum eftir fundi, það er ekki hægt að láta þetta hjá líða án þess að eitthvað sé gert.“
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2018 Tengdar fréttir Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00 Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00 Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Flokksforystan í þröngri stöðu Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér. 15. júní 2018 08:00
Uppgjör við Pál Magnússon í Eyjum Páll Magnússon situr ekki lengur í fulltrúaráði Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. "Fullu vantrausti“ lýst á þingmanninn og oddvita í Suðurkjördæmi á aukaaðalfundi í Eyjum í gær. Krefjast samtals við flokksforystuna vegna stöðunnar í höfuðvígi flokksins á landinu. 14. júní 2018 06:00
Páll segir Sjálfstæðismenn í Eyjum leita að sökudólgi í stað þess að axla ábyrgð Segir mikilvægt að finna leiðir til sátta þegar sjatnar í örvæntingunni og reiðinni. 14. júní 2018 14:36