Lónsá er bleikjuperla á norðausturlandi Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2018 10:00 Þær geta orðið vænar bleikjurnar í Lónsá Mynd: Mattías Þór Hákonarson Lónsá á Langanesi er líklega ein af þessum ám sem fáir hafa heyrt nefnda og enn færri veitt sem er synd því þetta er afskaplega skemmtileg á. Áin rennur stutt frá Þórshöfn á Langanesi og í hana gengur mikið magn bleikju og urriða ásamt því að stöku sjóbirtingur og lax lætur sjá sig líka. Veiðin getur verið góð frá fyrsta degi en þá er mest veitt á ósasvæðinu en þegar líður á tímabilið fer bleikjan að ganga upp ánna. Mattías Þór Hákonarson er einn af leigutökum Lónsár og hann lætur vel af tímabilinu þar sem af er liðið. "Veiðin í Lónsá hefur verið virkilega góð uppá síðkastið, bæði sjóbirtingveiðin á ósasvæðinu og bleikjuveiðin uppí á en stærsta bleikjan sem hefur komið á land er 60cm og stærsti birtingurinn 69 cm. Nú styttist í Nýtt tungl og er við því að búast að göngur aukist. Lónsá er lítil perla á Langanesi sem geymir ótrúlegt magn af stórum fiski. Veiðin hefur mest verið á litlar marflær á ósasvæðinu síðustu daga en þurrflugu og púpur uppí á." sagði Mattías við Veiðivísi í morgun. Laus leyfi má skoða á www.veiditorg.is Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
Lónsá á Langanesi er líklega ein af þessum ám sem fáir hafa heyrt nefnda og enn færri veitt sem er synd því þetta er afskaplega skemmtileg á. Áin rennur stutt frá Þórshöfn á Langanesi og í hana gengur mikið magn bleikju og urriða ásamt því að stöku sjóbirtingur og lax lætur sjá sig líka. Veiðin getur verið góð frá fyrsta degi en þá er mest veitt á ósasvæðinu en þegar líður á tímabilið fer bleikjan að ganga upp ánna. Mattías Þór Hákonarson er einn af leigutökum Lónsár og hann lætur vel af tímabilinu þar sem af er liðið. "Veiðin í Lónsá hefur verið virkilega góð uppá síðkastið, bæði sjóbirtingveiðin á ósasvæðinu og bleikjuveiðin uppí á en stærsta bleikjan sem hefur komið á land er 60cm og stærsti birtingurinn 69 cm. Nú styttist í Nýtt tungl og er við því að búast að göngur aukist. Lónsá er lítil perla á Langanesi sem geymir ótrúlegt magn af stórum fiski. Veiðin hefur mest verið á litlar marflær á ósasvæðinu síðustu daga en þurrflugu og púpur uppí á." sagði Mattías við Veiðivísi í morgun. Laus leyfi má skoða á www.veiditorg.is
Mest lesið Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Rýnt í tölur úr Stóru Laxá Veiði 11 ára 20 punda sjóbirtingur Veiði Hausttilboð hjá Veiðiflugum Veiði Norðurá komin yfir 1000 laxa og góður gangur í Langá Veiði Frostastaðavatn frábært fyrir unga veiðimenn Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Verðlaunaflugur Veiðimannsins 2015 Veiði Blautur júní gæti bjargað veiðinni í sumar Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði