Líklega fyrsti 20 pundarinn í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 12. júní 2018 09:00 Bjarki með 97 sm laxinn í Blöndu. Blanda er þekkt fyrir stórlaxa og það var bara spurning um tíma hvenær 20 punda lax veiddist þar í sumar. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumaður við Ytri Rangá var við veiðar fyrir tveimur dögum i Blöndu þegar hann fékk 97 sm lax sem var vigtaður 20 pund. Laxinn í Blöndu er þykkur og sver svo þeir sem hafa séð myndina af þessum laxi segja að hann gæti alveg verið 1-2 pundum þyngri. "Ég fékk fiskinn á Breiðunni norðanmeginn í Blöndu, tók neðst á brotinu lítinn strippaðan sunray, fann strax að þetta var stór fiskur, eins og venjan er í Blöndu á þessun tíma. Tók mjög fast á honum allan tíman til að halda honum frá að snúa sér niður í strenginn og landaði honum síðan með hjálp Jakobs Hinrikssonar. Frábær túr í vorveiði í Blöndu. Allir fiskarnir sem við snertum voru mjög vænir og greinilegt að þeir hafa haft það gott í sjónum í ár." sagði Bjarki í samtali við Veiðivísi. Hann bætti svo öðrum 90 sm við daginn eftir og það er greinilegt að laxinn kemur vel haldinn upp í Blöndu þetta árið. Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði
Blanda er þekkt fyrir stórlaxa og það var bara spurning um tíma hvenær 20 punda lax veiddist þar í sumar. Bjarki Már Jóhannsson leiðsögumaður við Ytri Rangá var við veiðar fyrir tveimur dögum i Blöndu þegar hann fékk 97 sm lax sem var vigtaður 20 pund. Laxinn í Blöndu er þykkur og sver svo þeir sem hafa séð myndina af þessum laxi segja að hann gæti alveg verið 1-2 pundum þyngri. "Ég fékk fiskinn á Breiðunni norðanmeginn í Blöndu, tók neðst á brotinu lítinn strippaðan sunray, fann strax að þetta var stór fiskur, eins og venjan er í Blöndu á þessun tíma. Tók mjög fast á honum allan tíman til að halda honum frá að snúa sér niður í strenginn og landaði honum síðan með hjálp Jakobs Hinrikssonar. Frábær túr í vorveiði í Blöndu. Allir fiskarnir sem við snertum voru mjög vænir og greinilegt að þeir hafa haft það gott í sjónum í ár." sagði Bjarki í samtali við Veiðivísi. Hann bætti svo öðrum 90 sm við daginn eftir og það er greinilegt að laxinn kemur vel haldinn upp í Blöndu þetta árið.
Mest lesið Hvað á rjúpa að hanga lengi? Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Laxárdalurinn sýnir sínar bestu hliðar Veiði Þegjandi á Harley Davidsson í Laugakvörn Veiði Brot á lögum um veiðar á villtum dýrum Veiði Kárastaðir eitt það gjöfulasta í Þingvallavatni Veiði Sjáðu 111 sm lax ganga í Laugardalsá Veiði Eru veiðimenn að upplifa sömu hörmungar og 1984? Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði