Borgarstjórinn í Moskvu gefur grænt ljós á Íslendingapartý Kolbeinn Tumi Daðason í Kabardinka skrifar 11. júní 2018 20:45 Upphitunin fer fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Wiki Commons Það má búast við rafmagnaðri stemningu þegar sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu laugardaginn 16. júní. Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar sem hið opinbera stuðningsmannasvæði („Fan Fest“) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjórans í Moskvu til að skapa alvöru íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir þennan sögulega leik fer því fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir.Leggja tímanlega af stað á völlinn Afar auðvelt er að komast í Zarayadye-garðinn þar sem flestar neðanjarðarlestarlínur borgarinnar stoppa í grennd við hann. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Það er bæði öruggast og fljótlegast að taka neðanjarðarlest en leikurinn hefst klukkan fjögur. Frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye-garðinum, er hægt að taka línu númer 7 beint á Spartak-leikvanginn og tekur ferðin rúmlega hálftíma að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Það má búast við rafmagnaðri stemningu þegar sendiráð Íslands í Moskvu, Íslandsstofa og Tólfan bjóða stuðningsfólki íslenska landsliðsins, sem og gestum og gangandi, til upphitunar fyrir leik Íslands og Argentínu laugardaginn 16. júní. Þar hitar Tólfan, stuðningsmannafélag íslensku landsliðanna, upp fyrir leikinn með víkingaklappinu víðfræga. Auk þess stíga á svið tónlistarmennirnir og bræðurnir Jón Jónsson og Friðrik Dór samkvæmt því sem segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Þar sem hið opinbera stuðningsmannasvæði („Fan Fest“) er í töluverðri fjarlægð frá Spartak-leikvanginum þar sem leikurinn fer fram, fékk sendiráðið sérstakt leyfi borgarstjórans í Moskvu til að skapa alvöru íslenska stuðningshátíð í miðborginni. Upphitunin fyrir þennan sögulega leik fer því fram í Zaryadye-garðinum í hjarta miðborgarinnar, rétt við Rauða torgið og Kreml. Gleðin hefst klukkan ellefu og stendur í tvær klukkustundir.Leggja tímanlega af stað á völlinn Afar auðvelt er að komast í Zarayadye-garðinn þar sem flestar neðanjarðarlestarlínur borgarinnar stoppa í grennd við hann. Um klukkan eitt þurfa þeir sem ætla á völlinn að leggja af stað enda er mælt er með því að mæta þangað ekki seinna en tveimur tímum fyrir leik. Það er bæði öruggast og fljótlegast að taka neðanjarðarlest en leikurinn hefst klukkan fjögur. Frá Kitay Gorod-stöðinni, sem er í um fimm mínútna fjarlægð frá Zarayadye-garðinum, er hægt að taka línu númer 7 beint á Spartak-leikvanginn og tekur ferðin rúmlega hálftíma að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira