Tónlistarfjölskylda safnar fyrir Jemen Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. júní 2018 06:00 Elín, Sigríður og Elísabet Eyþórsdætur í Sísí Ey og bróðir þeirra, Eyþór, úr Geisha Cartel spila á tónleikunum. T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
T ónleikar verða haldnir á skemmtistaðnum Húrra í kvöld til styrktar neyðarsöfnun UNICEF á Íslandi fyrir börn í Jemen. Á tónleikunum koma fram Sísí Ey, Cell7 og hljómsveitin Geisha Cartel auk þess sem plötusnúðurinn knái DJ Kocoon verður á spilurunum. „Þetta var hugmynd sem kviknaði, þetta er svo skemmtileg blanda af tónlist og okkur fannst sniðugt að fá alla saman og vera með eitt almennilegt partí á Húrra. Svo hugsar maður í kjölfarið hvað maður hefur það gott á Íslandi miðað við hvað er í gangi í heiminum og þannig kom sú hugmynd að styrkja eitthvert gott málefni. Þá lá beint við að það væru börnin í Jemen,“ segir Elísabet Eyþórsdóttir úr Sísí Ey, en það er auðvitað mikil fjölskylduhljómsveit, skipuð systrunum Elísabetu, Elínu og Siggu, auk pródúsentsins Friðfinns Sigurðssonar. Það sem færri kannski vita er að í hljómsveitinni Geisha Cartel er bróðir þeirra, Eyþór Ingi Eyþórsson – og að þeir Jón Múli og Kristján Steinn Kristjánsson úr Geisha Cartel eru svo frændur þeirra systkina.Sjá einnig: Forsaga hörmunganna í Jemen, fyrri og seinni hluti. „Við Ragna, Cell 7, erum að fara að gefa út lag saman og höfum því verið að vinna svolítið saman. Við töluðum um það að það gæti verið skemmtilegt að vera með tónleika þar sem bæði böndin eru. Við verðum þarna öll systkinin – bróðir okkar systranna er í Geisha Cartel og frændur okkar eru líka í Geisha, þannig að við tengjumst öll einhvern veginn, þetta er smá ættarmót. Núna verða samt foreldrarnir bara í salnum en ekki upp á sviði.“ Foreldrarnir eru Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson. Þarna verður því heil tónlistarstórfjölskylda.Nánast hvert barn í Jemen þarf aðstoð Neyðarsöfnun UNICEF fyrir börn í Jemen hófst í vor og gengur undir yfirskriftinni „Má ég segja þér soldið?“ Í Jemen ríkir gífurleg neyð og hefur landinu verið lýst sem einu af því versta í heiminum fyrir barn að búa í. Nánast hvert einasta barn í Jemen þarfnast neyðaraðstoðar. Ástandið er þannig að milljónir barna svelta, hafa ekki aðgang að hreinu drykkjarvatni og deyja úr sjúkdómum á borð við kóleru og niðurgangspestir. Leikar hefjast klukkan níu á Húrra og rennur allur aðgangseyrir til söfnunarinnar en einnig er hægt að leggja henni lið með því að senda SMS-ið JEMEN í númerið 1900 (1.900 krónur). Einnig er hægt að fara inn á vefsíðu UNICEF og styrkja söfnunina þar
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Tengdar fréttir Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15 Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Lífið Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Forsaga hörmunganna í Jemen - seinni hluti Einn af hverjum hundrað bensínlítrum sem þú notar er beinn styrkur við hernað Sáda. 20. júní 2018 15:15
Forsaga hörmunganna í Jemen - fyrri hluti Reglulega berast Íslendingum samhengislitlar fréttir af neyð og skelfingum í Jemen. Þar ríkir stríðsástand og hungursneyð sem gerir landið að versta hörmungasvæði heims um þessar mundir að mati Sameinuðu þjóðanna. 19. júní 2018 12:30
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“