Innipúkinn á sínum stað í ár Stefán Þór Hjartarson skrifar 28. júní 2018 08:00 Frá uppsetningu útitorgsins í fyrra þar sem myndast alltaf góð stemming. Fréttablaðið/laufey Innipúkinn er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins en hún var fyrst haldin árið 2002. Öll þessi ár hefur hátíðin verið ákveðið skjól fyrir þá sem nenna ekki að standa í neinum ferðalögum um verslunarmannahelgina og einnig mikilvægur vettvangur fyrir innlenda tónlistarmenn. „Innipúkinn er þannig hátíð að það vilja allir spila á henni og spyrja engra spurninga – þetta er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins og skipulagið á hátíðinni er eiginlega sjálfseignarstofnun þannig að það á enginn Innipúkann og öllum hagnaði er skipt jafnt á milli allra bandanna sem þar koma fram og þá skiptir engu hvort þú ert Mugison eða GDRN. Miðaverði er stillt í hóf og við erum með frábæra styrktaraðila. Svo eru þessir tónleikastaðir tveir sem mér að minnsta kosti finnst skipta mestu máli í miðbænum – Húrra og Gaukur á Stöng sem hjálpa okkur mjög mikið. Vegna allra þessara atriða og hvernig allir koma saman þá myndast þetta skemmtilega andrúmsloft sem gerir okkur tónleikahöldurum mjög auðvelt fyrir, “ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda Innipúkans. Ásgeir segir hátíðina verða með svipuðu sniði og áður – enda segir hann Innipúkann ekki hafa áhuga á því að breyta því sem þarf ekki að breyta. Hátíðin fer fram á Húrra og Gauki á Stöng og stendur í þrjá daga – föstudag, laugardag og sunnudag og grasrótinni verður gefið sitt pláss.Rari boys, Geisha Cartel og Yung Nigo Drippin spila saman. Fréttablaðið/eyþór„Grasrótinni er alltaf gefinn góður séns og við höfum reynt að hafa það þannig. Fyrir mjög marga hefur þetta verið hátíðin sem hefur fyrsta „breikið“ – fyrsta hátíðin sem margir spila á áður en lengra er haldið.“ Síðustu ár hefur Innipúkanum fylgt útisvæði – Naustunum, götunni fyrir framan tónleikastaði hátíðarinnar, er lokað og grasþökum rúllað yfir malbikið. Þarna hafa verið haldnar myndlistarsýningar, bingó og myndast fjölskyldustemming á daginn. Þó hefur ekki borist leyfi fyrir þessari lokun í ár. „Við erum búin að sækja um að loka aftur þessari götu. Það hefur auðvitað myndast góð og þversagnakennd stemming þar – útisvæði á Innipúkanum. En við lendum hins vegar núna í því að fyrstu viðbrögð frá umhverfis- og skipulagssviði, sem sér um að deila út þessum afnotaleyfum, eru bara „nei.“ Þetta er smá svona „computer says no“ vegna þessara framkvæmda sem eru þarna við enda Hafnarstrætisins við Lækjargötu. Vegna þess að það er einhver lokun þar þá þurfi að beina umferð um þessa götu, sem ég er ekki sammála að þurfi. Þetta er frekar vélrænt svar sem ég er náttúrulega búinn að andmæla og gerði fyrir löngu, borgin er með þetta í skoðun, við erum bjartsýn á að þetta komi í gegn.“ Ásgeir segist vonast til þess að þessu svari verði snúið við enda séu að hans mati sterk rök fyrir því að torgið fái að standa akkúrat þessa helgi. „Við vonumst nú bara til þess að þetta séu fyrstu viðbrögð, sérstaklega í ljósi mikilvægis þess að vinna með okkur og öðrum sem vilja standa að því að gæða borgina lífi þessa helgi þar sem er kannski ekki mikið að frétta í þessari borg – það eru svo margir sem af einhverjum ástæðum kjósa að fara út á land á sama tíma og allir aðrir gera það. Innipúkatorgið hefur verið ansi mikilvægur partur af þessari stemmingu.“ Miðasala hefst í dag klukkan 10 á tix.is. Listamenn sem eru kynntir til sögunnar í dag: JóiPé og Króli GDRN Bjartar sveiflur HATARI Girl Power Svala Björgvinsdóttir Logi Pedro Une misère Mugison Sykur BRÍET Yung Nigo Drippin, RARI BOYS og Geisha Cartel (í sameiningu) Prins Póló Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira
Innipúkinn er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins en hún var fyrst haldin árið 2002. Öll þessi ár hefur hátíðin verið ákveðið skjól fyrir þá sem nenna ekki að standa í neinum ferðalögum um verslunarmannahelgina og einnig mikilvægur vettvangur fyrir innlenda tónlistarmenn. „Innipúkinn er þannig hátíð að það vilja allir spila á henni og spyrja engra spurninga – þetta er orðin ein elsta tónlistarhátíð landsins og skipulagið á hátíðinni er eiginlega sjálfseignarstofnun þannig að það á enginn Innipúkann og öllum hagnaði er skipt jafnt á milli allra bandanna sem þar koma fram og þá skiptir engu hvort þú ert Mugison eða GDRN. Miðaverði er stillt í hóf og við erum með frábæra styrktaraðila. Svo eru þessir tónleikastaðir tveir sem mér að minnsta kosti finnst skipta mestu máli í miðbænum – Húrra og Gaukur á Stöng sem hjálpa okkur mjög mikið. Vegna allra þessara atriða og hvernig allir koma saman þá myndast þetta skemmtilega andrúmsloft sem gerir okkur tónleikahöldurum mjög auðvelt fyrir, “ segir Ásgeir Guðmundsson, einn skipuleggjenda Innipúkans. Ásgeir segir hátíðina verða með svipuðu sniði og áður – enda segir hann Innipúkann ekki hafa áhuga á því að breyta því sem þarf ekki að breyta. Hátíðin fer fram á Húrra og Gauki á Stöng og stendur í þrjá daga – föstudag, laugardag og sunnudag og grasrótinni verður gefið sitt pláss.Rari boys, Geisha Cartel og Yung Nigo Drippin spila saman. Fréttablaðið/eyþór„Grasrótinni er alltaf gefinn góður séns og við höfum reynt að hafa það þannig. Fyrir mjög marga hefur þetta verið hátíðin sem hefur fyrsta „breikið“ – fyrsta hátíðin sem margir spila á áður en lengra er haldið.“ Síðustu ár hefur Innipúkanum fylgt útisvæði – Naustunum, götunni fyrir framan tónleikastaði hátíðarinnar, er lokað og grasþökum rúllað yfir malbikið. Þarna hafa verið haldnar myndlistarsýningar, bingó og myndast fjölskyldustemming á daginn. Þó hefur ekki borist leyfi fyrir þessari lokun í ár. „Við erum búin að sækja um að loka aftur þessari götu. Það hefur auðvitað myndast góð og þversagnakennd stemming þar – útisvæði á Innipúkanum. En við lendum hins vegar núna í því að fyrstu viðbrögð frá umhverfis- og skipulagssviði, sem sér um að deila út þessum afnotaleyfum, eru bara „nei.“ Þetta er smá svona „computer says no“ vegna þessara framkvæmda sem eru þarna við enda Hafnarstrætisins við Lækjargötu. Vegna þess að það er einhver lokun þar þá þurfi að beina umferð um þessa götu, sem ég er ekki sammála að þurfi. Þetta er frekar vélrænt svar sem ég er náttúrulega búinn að andmæla og gerði fyrir löngu, borgin er með þetta í skoðun, við erum bjartsýn á að þetta komi í gegn.“ Ásgeir segist vonast til þess að þessu svari verði snúið við enda séu að hans mati sterk rök fyrir því að torgið fái að standa akkúrat þessa helgi. „Við vonumst nú bara til þess að þetta séu fyrstu viðbrögð, sérstaklega í ljósi mikilvægis þess að vinna með okkur og öðrum sem vilja standa að því að gæða borgina lífi þessa helgi þar sem er kannski ekki mikið að frétta í þessari borg – það eru svo margir sem af einhverjum ástæðum kjósa að fara út á land á sama tíma og allir aðrir gera það. Innipúkatorgið hefur verið ansi mikilvægur partur af þessari stemmingu.“ Miðasala hefst í dag klukkan 10 á tix.is. Listamenn sem eru kynntir til sögunnar í dag: JóiPé og Króli GDRN Bjartar sveiflur HATARI Girl Power Svala Björgvinsdóttir Logi Pedro Une misère Mugison Sykur BRÍET Yung Nigo Drippin, RARI BOYS og Geisha Cartel (í sameiningu) Prins Póló
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Lífið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Lífið Tíu smart kósýgallar Lífið Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Lífið Fleiri fréttir Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Sjá meira