Hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi Stefán Þór Hjartarson skrifar 27. júní 2018 06:00 Stemmingin í fyrra var nánast óbærilega kósí eins og sjá má hér. Sigurður Guðmundsson Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Hljómsveitin GÓSS bregður undir sig gönguskónum og stingur stráinu í munninn og ætlar að ferðast um landið annað árið í röð. „Við förum bara nokkuð góðan hring og tökum nokkur gigg. Þetta er endurtekning frá því í fyrra en þá tókum við aðeins færri gigg, líklega um fjórtán. Við verðum á einhverjum sömu stöðum. Við ætlum að keyra hringinn, stilla upp á hverjum stað og halda tónleika. Þetta er bara einfalt,“ segir Sigríður Thorlacius en ásamt henni eru það Sigurður Guðmundsson og Guðmundur Óskar sem skipa GÓSS. „Það var aðeins styttri atrenna í fyrra – við ákváðum þetta einhvern veginn og keyrðum bara af stað. Við fengum Steinþór Helga til að hjálpa okkur við að hafa samband við staði og búa til lógískan rúnt. Svo vorum við með gott fólk með okkur, fjölskyldur voru að stökkva inn og út og koma með í parta af túrnum. Þetta er svona sumarfrí?… með smá vinnu. Reyndar aðeins meiri vinna en frí en eins ljúfur vinnutími og hægt er að fá og auðvitað geggjað að fara á nýja staði og hitta nýtt fólk. Það er vonandi að veðrið verði gott í þetta sinn en ef ekki þá skiptir það engu máli – ég er á því að það sé hvergi betra að vera á sumrin en á Íslandi, ég er svo gamaldags – ég er bara með strá í munninum og í gönguskóm.“Það virðist vera orðið smá trend hjá tónlistarmönnum að ferðast innanlands og spila á tónleikum á kaffihúsum og matsölustöðum úti á landi – sveitaballið gamla góða virðist vera liðið undir lok og hafa verið andvana í svolítinn tíma. „Gamla góða sveitaballið, það er svolítið dáið – þessi gamli sveitaballarúntur sem hljómsveitir tóku hér einu sinni. Fólk var kannski búið að sjá að ballið væri búið og fann sér annan „platform“ – fólk fór að halda tónleika í staðinn fyrir ball.“ Sigríður samsinnir því að þetta sé auðvitað ekki bara frábær afsökun fyrir þau til að ferðast innanlands heldur líka borgarbúa og landsmenn alla, til að ferðast um landið og elta GÓSS, að minnsta kosti hluta af ferðinni. „Já, endilega, henda tjaldi í bílinn og stígvélunum og svo bara keyra af stað! Það væri auðvitað frábært að fá einhverja með okkur í lestina.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira