„Fuck you all“ sem klæmast á umræðu um áhrif fjölskyldna á landsliðið Kolbeinn Tumi Daðason í Rostov við Don skrifar 25. júní 2018 12:30 Stebba og Birkir Már eftir jafnteflið gegn Argentínu í Moskvu laugardaginn 16. júní. Vísir/Getty Stebba Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonars, er óhress með fólk sem velt hefur því fyrir sér hvort það hafi verið skynsamlegt að leikmenn landsliðsins hittu fjölskyldur sínar daginn fyrir leikinn gegn Nígeríu.Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var spurður að því af erlendum blaðamanni eftir tapið hvers vegna leikmenn hefðu hitt eiginkonur sínar og kærustur eftir leik. Heimir svaraði því til að það væri fátt í lífinu mikilvægara en fjölskyldan og þetta væri hefð hjá landsliðinu. Þá fyndist honum umræðan skrýtin í ljósi þess að svona hefði þetta verið í hans þjálfaratíð hjá landsliðinu og ekki verið að breyta út af neinu. Til samanburðar hittu leikmenn landsliðsins fjölskyldur sínar oftar á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá! — Stebba Sigurðardótti (@StebbaSig) June 25, 2018 Fjölskylda Arons Einars Gunnarssonar dvaldi í næsta nágrenni við hótelið auk þess sem aðrar fjölskyldur litu við og hittu sitt fólk. Leikmenn Íslands hafa mikið frjálsræði í frítíma sínum, mega nýta hann að vild og er mikið traust milli þjálfarateymis og leikmanna. „Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá!“ segir Bolvíkingurinn Stebba um málið á Twitter. Stolt af því að vera í blárri treyju á Heimsmeistaramóti í knattspyrnu.... #worldcup2018 #takkstrákar #fyrirísland A post shared by Jóna Vestfjörð (@jonavestfjord) on Jun 22, 2018 at 11:31am PDT Fjölskyldur leikmanna eru flestar saman í skipulagðri ferð um Rússland. Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, tjáði Vísi á dögunum að ferðin hefði verið afar góð og gengið vel. Eiginkonur, kærustur og fjölskyldur fengu að hitta leikmennina í Volgograd en það var í fyrsta skipti síðan liðið hélt utan frá Íslandi þann 9. júní ef frá eru talin knús og kossar í stúkunni eftir leik. Landsliðið mætir Króötum í Rostov á morgun, þangað sem stuðningsmenn Íslands flykkjast núna. Þar með taldar fjölskyldur leikmanna sem munu styðja strákana sína með ráðum og dáðum.Hafði gaman af partýstandi „Það er allt henni að þakka að ferillinn fór á flug,“ sagði Birkir Már í viðtali við Fréttablaðið í fyrra. Þau Stebba kynntust árið 2006 í íþróttaskólanum á Laugarvatni. Sama ár var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Ég hef alltaf sagt að ef ég hefði ekki hitt hana þá væri ég að spila einhvers staðar í neðri deildunum eða með KH, varaliði Vals. Kannski hefði ég komist í Valsliðið á sínum tíma en hún kom mér á rétta braut. Ég hafði gaman af að fara í partí og vera í miðbænum áður en hún kom til sögunnar.“ HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41 Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Mamma Alfreðs skartar glæsilegri EM-klippingu "Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja Pétursdóttir. 17. júní 2016 10:00 Strembið ár en nýtur hverrar stundar og pínir stelpurnar áfram Kristbjörg Jónasdóttir er komin 30 vikur á leið en flakkar um Rússland með eiginkonum og kærustum landsliðsmannanna í knattspyrnu. 21. júní 2018 13:30 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Sjá meira
Stebba Sigurðardóttir, eiginkona Birkis Más Sævarssonars, er óhress með fólk sem velt hefur því fyrir sér hvort það hafi verið skynsamlegt að leikmenn landsliðsins hittu fjölskyldur sínar daginn fyrir leikinn gegn Nígeríu.Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari var spurður að því af erlendum blaðamanni eftir tapið hvers vegna leikmenn hefðu hitt eiginkonur sínar og kærustur eftir leik. Heimir svaraði því til að það væri fátt í lífinu mikilvægara en fjölskyldan og þetta væri hefð hjá landsliðinu. Þá fyndist honum umræðan skrýtin í ljósi þess að svona hefði þetta verið í hans þjálfaratíð hjá landsliðinu og ekki verið að breyta út af neinu. Til samanburðar hittu leikmenn landsliðsins fjölskyldur sínar oftar á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum.Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá! — Stebba Sigurðardótti (@StebbaSig) June 25, 2018 Fjölskylda Arons Einars Gunnarssonar dvaldi í næsta nágrenni við hótelið auk þess sem aðrar fjölskyldur litu við og hittu sitt fólk. Leikmenn Íslands hafa mikið frjálsræði í frítíma sínum, mega nýta hann að vild og er mikið traust milli þjálfarateymis og leikmanna. „Fuck you all sem eruð að reyna að klæmast á umræðunni um að eiginkonur/kærustur og fjölskyldur leikmanna hafi neikvæð áhrif á þá!“ segir Bolvíkingurinn Stebba um málið á Twitter. Stolt af því að vera í blárri treyju á Heimsmeistaramóti í knattspyrnu.... #worldcup2018 #takkstrákar #fyrirísland A post shared by Jóna Vestfjörð (@jonavestfjord) on Jun 22, 2018 at 11:31am PDT Fjölskyldur leikmanna eru flestar saman í skipulagðri ferð um Rússland. Kristbjörg Jónasdóttir, eiginkona Arons Einars, tjáði Vísi á dögunum að ferðin hefði verið afar góð og gengið vel. Eiginkonur, kærustur og fjölskyldur fengu að hitta leikmennina í Volgograd en það var í fyrsta skipti síðan liðið hélt utan frá Íslandi þann 9. júní ef frá eru talin knús og kossar í stúkunni eftir leik. Landsliðið mætir Króötum í Rostov á morgun, þangað sem stuðningsmenn Íslands flykkjast núna. Þar með taldar fjölskyldur leikmanna sem munu styðja strákana sína með ráðum og dáðum.Hafði gaman af partýstandi „Það er allt henni að þakka að ferillinn fór á flug,“ sagði Birkir Már í viðtali við Fréttablaðið í fyrra. Þau Stebba kynntust árið 2006 í íþróttaskólanum á Laugarvatni. Sama ár var hann valinn efnilegasti leikmaður deildarinnar. „Ég hef alltaf sagt að ef ég hefði ekki hitt hana þá væri ég að spila einhvers staðar í neðri deildunum eða með KH, varaliði Vals. Kannski hefði ég komist í Valsliðið á sínum tíma en hún kom mér á rétta braut. Ég hafði gaman af að fara í partí og vera í miðbænum áður en hún kom til sögunnar.“
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41 Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30 Mamma Alfreðs skartar glæsilegri EM-klippingu "Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja Pétursdóttir. 17. júní 2016 10:00 Strembið ár en nýtur hverrar stundar og pínir stelpurnar áfram Kristbjörg Jónasdóttir er komin 30 vikur á leið en flakkar um Rússland með eiginkonum og kærustum landsliðsmannanna í knattspyrnu. 21. júní 2018 13:30 Mest lesið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Lífið Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Sjá meira
Ekkert kynlífsbann hjá íslenska liðinu Allavega ekki á meðan konurnar eru ekki komnar, segir Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari. 21. júní 2018 10:41
Brotnar ljósakrónur og hurðar á sannkölluðu landsliðsheimili á Akureyri "Ef þeir voru ekki í íþróttahúsinu voru þeir úti á sparkvelli að djöflast,“ segir Gunnar Malmquist faðir landsliðsmannanna Arons Einars og Arnórs Þórs. 20. júní 2016 19:30
Mamma Alfreðs skartar glæsilegri EM-klippingu "Maður er svo stoltur að maður er alveg að springa,“ segir Sesselja Pétursdóttir. 17. júní 2016 10:00
Strembið ár en nýtur hverrar stundar og pínir stelpurnar áfram Kristbjörg Jónasdóttir er komin 30 vikur á leið en flakkar um Rússland með eiginkonum og kærustum landsliðsmannanna í knattspyrnu. 21. júní 2018 13:30