Súperstjarna Breiðholtsins með sitt fyrsta lag Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. júní 2018 08:00 Birgir Hákon er algjör stjarna í Breiðholtinu að sögn leikstjóra myndbandsins og hann ákvað að fanga stemminguna sem því fylgir í myndbandinu. Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira
Rapparinn Birgir Hákon sendi frá sér lagið og myndbandið Sending á fimmtudaginn síðasta. Lagið og myndbandið hefur vakið töluverða athygli og farið víða – mátti sjá brot úr því Instagram-aðgöngum elítu íslensks rapps og víðar. Glöggir kannast kannski við Birgi Hákon úr myndböndum nokkurra íslenskra rappara, til dæmis Já ég veit myndbandinu með Birni og Herra Hnetusmjöri og fleirum. Jafnvel hafa einhverjir enn gleggri lesendur sem eru með eyrun á götunni heyrt af því að tónlistar væri að vænta frá Birgi, jafnvel séð hann taka lagið á Prikinu. Hvort sem það er, þá er hann allavegana búinn að senda frá sér sitt fyrsta lag. „Ég er búinn að vera að fikta við það að rappa síðan ég var svona ellefu ára gamall, eða að skrifa texta allavegana,“ segir Birgir en hann hefur verið að vinna tónlist í svolítinn tíma með pródúsernum BnGrbOy, en hann hefur unnið með mörgum af stærstu röppurum landsins, til að mynda GKR, en Birgir hefur líka verið að gera rapp með Tiny. „Ég er með einhver fimm til tíu lög til, ókláruð. Ég er ekki alveg viss hvenær þetta fær að heyrast – ég er samt að vinna í þessu eins og ég get og ætla svo að sjá til með það. Ég stefni á plötu bráðlega og það kemur líklegast eitthvað út á meðan.“ Aðspurður út í það hvernig viðbrögðin við laginu hafi verið segir Birgir að þau hafi verið mjög góð. „Það er allt að verða vitlaust sko. Fólk er að fíla þetta.“ Birgir Hákon spilaði á Solstice-hátíðinni nú um helgina en hann segist ekki vera með neitt planað í framhaldinu annað en að einbeita sér að plötunni sinni og gera meiri tónlist.Ghetto Superstar „Birgir er uppalinn í 111 og er í raun súperstjarna í Breiðholtinu. Allir þekkja hann. „Ghetto superstar“ með sanni. Svo það kom ekkert annað til greina en að taka upp mest af vídeóinu þar. Allar senur í því eru bara spuni og við fórum ekki eftir hefðbundnar leiðir í gerð svona myndbanda. Venjulegur tökudagur var þannig að hann pikkaði mig upp og svo tókum við einhverjar rispur í upptökum, smá spuni og alveg „random“. Meira að „observa“ hans lífsstíl en að gera einhvern gerviveruleika með handriti. Svo vídeóið er í heimildarmyndastíl ef hægt er að segja það og þannig sker það sig úr nánast öllu sem er verið að vinna með í hefðbundnum tónlistarmyndböndum,“ segir Þórsteinn Sigurðsson eða Xdeathrow, leikstjóri myndbandsins við Sending, en eins og hann segir frá sökkti hann sér að segja má niður í líf Birgis til að ná fram réttri stemmingu í myndbandinu sem gerist að stórum hluta í Breiðholtinu. Ásamt Þórsteini komu þau Sigurður Ýmir og Eyrún Helga að myndbandinu – Sigurður gerði grafík og Eyrún klippti herlegheitin.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Lífið Fleiri fréttir Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Sjá meira