Sálfræðingur hefur áhyggjur af fjölgun ungra barna með tölvufíkn: Dæmi eru um að börn hóti að svipta sig lífi verði tölvur teknar af þeim Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 23. júní 2018 19:15 Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum. Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Þorsteinn Kristján Jóhannsson er óvirkur tölvufíkill. Hann missti öll tök á tölvunotkun fyrir þrjátíu árum síðan. „Í mínu tilfelli byrjaði þetta á Pacman spilakössum. Fíknin var farin að hafa áhrif á námið mitt og ég rétt náði að útskrifast úr grunnskóla. Ég þurfti að flytja aftur heim til foreldra minna, ólærður, stórskuldugur og líkaminn alveg í hönk,“ segir Þorsteinn. Hann hefur náð tökum á fíkninni. Í dag heldur hann fyrirlestra í skólum um tölvufíkn en hann segir forvarnir mikilvægastar. Eyjólfur Örn Jónsson, sálfræðingur segir einkennin fljótt verða alvarleg. „Jafnvel í einhverjum tilfellum sofna börn fram af lyklaborðinu, fara ekki úr tölvustólnum nema þau séu rifin í burtu. Þau gera þarfir sínar í flöskur eða kassa. Þrífa sig aldrei og eiga ekki samskipti við einn né neinn. Í alvarlegustu tilfellunum erum við með einstaklinga sem eru orðnir öryrkjar og sitja öllum stundum inni í herberginu sínu. Hafa jafnvel ekki talað við einstaklinga fyrir utan þá í kerfinu í einverjum tilfellum í meira en ár,“ segir Eyjólfur. Sjálfur hefur hann þjónustað um 3.000 skjólstæðinga. Hann segir aðsóknina aukast hratt, en um 90% sjúklinga hans koma vegna tölufíknar. „Fyrir rúmlega ári sáum við fyrst aukningu meðal yngri krakka. Þá erum við að fá til okkar börn niður í átta ára gömul sem hafa misst áhuga á öllu nema tölvuleikjum. Þau neita að mæta í skólann og taka þátt í daglegum athöfnum, til að geta verið heima í tölvunni,“ segir Eyjólfur. Hann segir að í flestum tilfellum séu það aðstandendur sem leiti hjálpar, en flestir séu þá orðnir langþreyttir. „Þegar vandamál er orðið mjög stórt eru foreldrar þreyttir. Oft búnir að takast á við mjög erfiðar kringumstæður. Erfiðar heimilisaðstæður þar sem barnið þeirra hótar að taka eigið líf í hvert skipti sem foreldrið reynir að fá það úr tölvunni. Barnið öskrar, gargar og brýtur húsgögn þegar foreldrið reynir að ná til þess,“ segir Eyjólfur að lokum.
Börn og uppeldi Tengdar fréttir Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Viðurkenna tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur viðurkennt tölvuleikjafíkn sem geðsjúkdóm. 20. júní 2018 06:00