Rafbílar valda deilum í fjöleignahúsum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. júní 2018 13:25 Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Aukin rafbílavæðing hefur valdið illdeilum og ósætti meðal íbúa í fjöleignahúsum. Í óefni stefnir ef lögum um fjöleignarhús verður ekki breytt hið fyrsta að sögn formanns Húseigendafélagsins. Í mörgum eldri fjöleignahúsum er erfitt að koma fyrir heimtengingu fyrir hleðslu rafbíla. Að sögn Sigurðar Helga Guðjónssonar, formanns Húseigendafélagsins er þetta farið að valda verulegum vandræðum og jafnvel illdeilum meðal íbúa í fjölbýli. „Það veldur alls konar vandræðum, menn eru með leiðslur út um glugga og þetta veldur illdeilum og tortryggni. Einhver heldur að einhver sé að stela rafmagni frá sameigninni eða öðrum og þetta er að verða sífellt meiri vandræði því sem rafbílum fjölgar og þarna er flöskuháls varðandi rafbílavæðinguna,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson í samtali við fréttastofu. Þetta skjóti skökku við þar sem stjórnvöld hafi almennt hvatt til aukinnar rafbílavæðingar. Samkvæmt núgildandi lögum er óheimilt að veita sérréttindi til bílastæða í fjöleignahúsum. „Það eru allir jafnir og allir þurfa að samþykkja úthlutun á bílastæðum og það þarf að breyta lögunum til þess að bjóða rafbíla velkomna í fjöleignarhús,” segir Sigurður. Þá segir Sigurður þetta vera farið að hafa áhrif á ákvarðanatöku margra kaupenda sem leggja það til grundvallar að tenging og hleðsla fyrir rafbíla sé fyrir hendi við kaup fasteignar. Þá hafi þetta einnig áhrif á hvort fólk kaupir sér rafbíla eða annars konar bíla. „Þetta hefur valdið deilum og óróa í fjöleignarhúsum og ástandið á eftir að verða mjög slæmt og illviðráðanlegt ef lagabreyting nær ekki inn hið fyrsta,” segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins.
Samgöngur Tengdar fréttir Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00 Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00 Mest lesið Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Fleiri fréttir Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Sjá meira
Íslendingar forpanta rafbíl í stórum stíl Nissan Leaf hefur verið vinsælasti og mest seldi rafbíll heims síðan hann kom fyrst á markað og hefur nýrrar kynslóðar verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 24. janúar 2018 06:00
Hringvegurinn allur orðinn fær rafbílum Með nýrri hleðslustöð á Mývatni eru ekki meira en 100 kílómetrar á milli hleðslustöðva á hringveginum. Flestir rafbílar geta ekið hringveginn án teljandi vandræða. Umhverfisráðherra segir þetta mikilvægt skref í átt að orkuskiptum 26. mars 2018 08:00