Presturinn óskaði eftir viðhaldi á prestsbústaðnum fyrir útleigu Sigurður Mikael Jónsson skrifar 23. júní 2018 07:45 Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, er kominn í ferðaþjónustubransann. Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Engin dæmi eru um að kirkjuráð hafi veitt prestum leyfi til að reka gistiþjónustu í prestsbústöðum sínum. Einhver dæmi eru þó um að prestar hafi stundað slíkt án þess að fá til þess tilskilin leyfi. Þetta segir Oddur Einarsson, framkvæmdastjóri kirkjuráðs. Fréttablaðið greindi frá því í gær að sóknarpresturinn í Holtsprestakalli hefði opnað gistiheimili í prestsbústað sínum að Holti í Önundarfirði í síðasta mánuði. Oddur staðfesti þá að presturinn, Fjölnir Ásbjörnsson, hefði ekki sótt um leyfi til kirkjuráðs fyrir rekstri heimagistingar í bústaðnum líkt og starfsreglur gera ráð fyrir. Miðað við reglur um leigugreiðslu og það þak sem sett er á leigu sem prestar greiða fyrir afnot af bústöðum sínum má áætla að sóknarpresturinn í Holti þurfi aðeins að leigja hjónaherbergi bústaðarins í um fjórar nætur á mánuði til að koma út á sléttu. Allt umfram það er hagnaður sem rennur í hans vasa. Fréttablaðið hafði samband við rekstraraðila annarra gistiheimila á og í nágrenni við Flateyri sem vildu lítið tjá sig um hinn nýja samkeppnisaðila og það forskot sem hann hefur. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur presturinn enn búsetuskyldu í prestsbústaðnum en heldur þó tvö heimili, annað á Flateyri og hitt í bústaðnum. Hann kvaðst í samtali við Fréttablaðið í vikunni búa á báðum stöðum. Oddur segir að gert sé ráð fyrir að hann búi í prestsbústaðnum og hafi þar lögheimili. Presturinn greiði hins vegar leigu af prestsbústaðnum og búi í prestakallinu og því lítið við þessu að gera. Samkvæmt fundargerð kirkjuráðs frá því í síðasta mánuði var beiðni séra Fjölnis um viðhald á bústaðnum tekin fyrir, en hann taldi bústaðinn ekki vera í nógu góðu standi. Ljóst er að beiðnin kom í aðdraganda þess að hann hugðist opna þar gistiþjónustu. Kirkjuráð komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að umbeðið viðhald á bústaðnum væri ekki forgangsmál og var presti því synjað um það.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Tengdar fréttir Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fleiri fréttir Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Sjá meira
Kirkjuráð snuprar prest vegna heimagistingar á prestssetrinu Séra Fjölnir Ásbjörnsson, sóknarprestur í Holtsprestakalli, hefur verið minntur á það af kirkjuráði að leyfi ráðsins þurfi til að reka heimagistingu í prestsbústaðnum í Holti í Önundarfirði. Presturinn telur málið misskilning. 22. júní 2018 07:00