Leikur Íslands og Nígeríu á HM verður auðvitað sýndur á stórum skjá klukkan þrjú. Á stærsta sviðinu koma meðal annars fram Flóni, Aron Can, Gísli Pálmi, IAMDDB, Goldlink og Gucci Mane.

Í dag hefst Secret Solstice tónlistarhátíðin í Reykjavík.
Rapparinn Gucci Mane stígur á svið á Secret Solstice í kvöld.
Um 500 manns, þar af 50-100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti, að sögn Jóns. Mikil spenna ríkir í undirbúningshópnum og þá má ætla að gestir hátíðarinnar séu einnig spenntir, nú þegar herlegheitin eru rétt handan við hornið.