Heita betri umgengni á Secret Solstice með sérhæfðu tiltektarfyrirtæki Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júní 2018 13:45 Frá Secret Solstice-hátíðinni í Laugardalnum í fyrra. Secret Solstice/Solovov „Undirbúningurinn hefur gengið vel. Við erum „on track“ og það er allt að rísa í dalnum. Það hjálpar til að þetta er í fyrsta skipti sem við breytum ekki svæðinu milli hátíða þannig að svæðið er eins og í fyrra. Þetta er þannig séð búið að vera stresslausasta vikan fyrir hátíð sem ég hef upplifað,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem hefst formlega í Laugardalnum á morgun. „Þetta er allt eins og það á að vera.“Jói Pje og Króli fluttir til í dagskránni Um 500 manns, þar af 50-100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti, að sögn Jóns. Mikil spenna ríkir í undirbúningshópnum og þá má ætla að gestir hátíðarinnar séu einnig spenntir, nú þegar herlegheitin eru rétt handan við hornið. „Hliðið opnar klukkan fimm á morgun og fyrsta dagskráratriðið byrjar klukkan hálf sex, það er Sylvía Erla sem opnar,“ segir Jón. Ein breyting hefur orðið á dagskránni sem aðgengileg er á netinu en dúóið JóiPé og Króli munu ekki koma fram á morgun, fimmtudag, heldur stíga þeir í staðinn á stokk á laugardaginn. Önnur atriði standa og munu gestir geta hlýtt á heimsfræga plötusnúðurinn Steve Aoki, Jet Black Joe og goðsögnina Bonnie Tyler. Þá segir Jón enn til miða á opnunarkvöldið á morgun. Stakir miðar á laugardagskvöldið eru hins vegar uppseldir og ekki er í boði að fjárfesta í miðum á önnur stök kvöld á hátíðinni.Frá tónleikum Prodigy á Secret Solstice í fyrra.Secret Solstice/Damien GilbertSérhæft breskt fyrirtæki ráðið til að ganga frá Undanfarin ár hafa íbúar í Laugardalnum, þar sem Secret Solstice-hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan árið 2014, gagnrýnt umgengni og frágang í kringum hátíðina. Aðspurður segir Jón að skipuleggjendur hafi gert sérstakar ráðstafanir í umgengnismálum í ár. „Í fyrsta lagi gerðum við samning við Reykjavíkurborg um að þau myndu halda hreinu fyrir utan hátíðarsvæðið og við höldum hreinu inni á hátíðarsvæðinu. Í öðru lagi réðum við breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að hreinsa til á hátíðum. Þau munu sjá um að ganga frá og flokka rusl og halda hreinu.“ Jón segir að grindverk í kringum hátíðarsvæðið hafi verið tekin niður of snemma í fyrra, auk þess sem brast á með roki skömmu síðar, og því hafi frágangi verið ábótavant. Hann segir undirbúningsaðila ekki hyggjast leika sama leik í ár. Eins og áður segir hefst Secret Solstice-tónlistarhátíðin í Laugardalnum á morgun. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru áðurnefnd Bonnie Tyler, Gucci Mane, Slayer, Stormzy og Clean Bandit. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér. Secret Solstice Tengdar fréttir Milljón dollara miðinn kominn í sölu Dýrasti tónleikamiði heims, gullni miðinn á tónlistarhátíðina Secret Solstice, er kominn í sölu. Aðeins eitt stykki er í boði en kaupandinn verður sóttur á einkaþotu, fær endalaust kampavín í fyrsta partíinu, hár og make up alla daga og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. 26. apríl 2018 06:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Undirbúningurinn hefur gengið vel. Við erum „on track“ og það er allt að rísa í dalnum. Það hjálpar til að þetta er í fyrsta skipti sem við breytum ekki svæðinu milli hátíða þannig að svæðið er eins og í fyrra. Þetta er þannig séð búið að vera stresslausasta vikan fyrir hátíð sem ég hef upplifað,“ segir Jón Bjarni Steinsson, einn skipuleggjenda tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice, sem hefst formlega í Laugardalnum á morgun. „Þetta er allt eins og það á að vera.“Jói Pje og Króli fluttir til í dagskránni Um 500 manns, þar af 50-100 sjálfboðaliðar, koma að undirbúningi hátíðarinnar með einum eða öðrum hætti, að sögn Jóns. Mikil spenna ríkir í undirbúningshópnum og þá má ætla að gestir hátíðarinnar séu einnig spenntir, nú þegar herlegheitin eru rétt handan við hornið. „Hliðið opnar klukkan fimm á morgun og fyrsta dagskráratriðið byrjar klukkan hálf sex, það er Sylvía Erla sem opnar,“ segir Jón. Ein breyting hefur orðið á dagskránni sem aðgengileg er á netinu en dúóið JóiPé og Króli munu ekki koma fram á morgun, fimmtudag, heldur stíga þeir í staðinn á stokk á laugardaginn. Önnur atriði standa og munu gestir geta hlýtt á heimsfræga plötusnúðurinn Steve Aoki, Jet Black Joe og goðsögnina Bonnie Tyler. Þá segir Jón enn til miða á opnunarkvöldið á morgun. Stakir miðar á laugardagskvöldið eru hins vegar uppseldir og ekki er í boði að fjárfesta í miðum á önnur stök kvöld á hátíðinni.Frá tónleikum Prodigy á Secret Solstice í fyrra.Secret Solstice/Damien GilbertSérhæft breskt fyrirtæki ráðið til að ganga frá Undanfarin ár hafa íbúar í Laugardalnum, þar sem Secret Solstice-hátíðin hefur verið haldin ár hvert síðan árið 2014, gagnrýnt umgengni og frágang í kringum hátíðina. Aðspurður segir Jón að skipuleggjendur hafi gert sérstakar ráðstafanir í umgengnismálum í ár. „Í fyrsta lagi gerðum við samning við Reykjavíkurborg um að þau myndu halda hreinu fyrir utan hátíðarsvæðið og við höldum hreinu inni á hátíðarsvæðinu. Í öðru lagi réðum við breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því að hreinsa til á hátíðum. Þau munu sjá um að ganga frá og flokka rusl og halda hreinu.“ Jón segir að grindverk í kringum hátíðarsvæðið hafi verið tekin niður of snemma í fyrra, auk þess sem brast á með roki skömmu síðar, og því hafi frágangi verið ábótavant. Hann segir undirbúningsaðila ekki hyggjast leika sama leik í ár. Eins og áður segir hefst Secret Solstice-tónlistarhátíðin í Laugardalnum á morgun. Á meðal tónlistarmanna sem koma fram eru áðurnefnd Bonnie Tyler, Gucci Mane, Slayer, Stormzy og Clean Bandit. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Secret Solstice Tengdar fréttir Milljón dollara miðinn kominn í sölu Dýrasti tónleikamiði heims, gullni miðinn á tónlistarhátíðina Secret Solstice, er kominn í sölu. Aðeins eitt stykki er í boði en kaupandinn verður sóttur á einkaþotu, fær endalaust kampavín í fyrsta partíinu, hár og make up alla daga og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. 26. apríl 2018 06:00 Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30 Mest lesið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Stjörnulífið: Ástin og ævintýrin svifu yfir vötnum Lífið Þelamerkurskóli tekur brenniboltaáskorun UMFÍ með trompi Lífið samstarf Tvö fjölbýlishús í byggingu Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
Milljón dollara miðinn kominn í sölu Dýrasti tónleikamiði heims, gullni miðinn á tónlistarhátíðina Secret Solstice, er kominn í sölu. Aðeins eitt stykki er í boði en kaupandinn verður sóttur á einkaþotu, fær endalaust kampavín í fyrsta partíinu, hár og make up alla daga og endalausar pylsur á Bæjarins beztu. 26. apríl 2018 06:00
Bonnie Tyler kemur fram á Secret Solstice Söngkonan fræga Bonnie Tyler mun koma frá á tónlistarhátíðinni Secret Solstice í sumar en hátíðin fer fram í Laugardalnum 21.-24. júní. 7. febrúar 2018 12:30