„Beitti öllum brögðum“ gegn föður langveiks drengs Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Drengurinn sem um ræðir fæddist í október 2005. Fréttablaðið/Stefán Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi synjun Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á umsókn föður langveiks barns um tekjutengdar greiðslur til foreldra á vinnumarkaði. Dómurinn taldi synjunina andstæða stjórnarskrá. Árið 2006 tóku gildi ný lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Þau taka aðeins til barna sem fæddust 1. október 2007 eða síðar. Drengurinn sem um ræðir fæddist í október 2005. Föður hans var synjað um greiðslurnar í tvígang vegna þessa auk þess sem Hæstiréttur vísaði máli hans frá árið 2016. Því var málið fært í nýjan búning, úr kröfu um greiðslu í ógildingarmál. Dómurinn taldi að það stæðist ekki málefnalega skoðun að gera greinarmun á rétti til félagslegrar aðstoðar til fjölskyldna barna sem eru fötluð eða alvarlega veik eftir því hvenær fötlun þeirra eða sjúkdómur er greindur. Synjunin var því felld úr gildi. Þá gerir dómurinn athugasemdir við framgöngu ríkisins. „Við gæslu hagsmuna ríkisvaldsins eða einstakra þátta þess í skiptum við almenna borgara getur það ekki verið hlutverk stjórnvalda að leita allra leiða eða beita öllum brögðum til að fá sýknu fyrir hið opinbera eða til að fá málum vísað frá dómi. Þeim sem falið er að koma fram fyrir hönd ríkisvaldsins í dómsmáli er ekki tækt að verjast með öllum sömu ráðum og einkaaðilum. Þeim sem fara með opinbert vald eða sem falið er að gæta hagsmuna hins opinbera er trúað fyrir hlutverki sem þeir verða að sinna í almannaþágu og af virðingu fyrir skyldu sinni til að stuðla að réttmætri niðurstöðu,“ segir í niðurstöðukafla dómsins. „Við eigum eftir að sjá hvort TR unir dómnum. Krafan gæti verið fyrnd en þá gæti hafa myndast réttur til skaðabóta,“ segir Júlí Ósk Antonsdóttir, lögmaður föðurins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur fellt úr gildi synjun Tryggingastofnunar ríkisins (TR) á umsókn föður langveiks barns um tekjutengdar greiðslur til foreldra á vinnumarkaði. Dómurinn taldi synjunina andstæða stjórnarskrá. Árið 2006 tóku gildi ný lög um greiðslur til foreldra langveikra eða alvarlega fatlaðra barna. Þau taka aðeins til barna sem fæddust 1. október 2007 eða síðar. Drengurinn sem um ræðir fæddist í október 2005. Föður hans var synjað um greiðslurnar í tvígang vegna þessa auk þess sem Hæstiréttur vísaði máli hans frá árið 2016. Því var málið fært í nýjan búning, úr kröfu um greiðslu í ógildingarmál. Dómurinn taldi að það stæðist ekki málefnalega skoðun að gera greinarmun á rétti til félagslegrar aðstoðar til fjölskyldna barna sem eru fötluð eða alvarlega veik eftir því hvenær fötlun þeirra eða sjúkdómur er greindur. Synjunin var því felld úr gildi. Þá gerir dómurinn athugasemdir við framgöngu ríkisins. „Við gæslu hagsmuna ríkisvaldsins eða einstakra þátta þess í skiptum við almenna borgara getur það ekki verið hlutverk stjórnvalda að leita allra leiða eða beita öllum brögðum til að fá sýknu fyrir hið opinbera eða til að fá málum vísað frá dómi. Þeim sem falið er að koma fram fyrir hönd ríkisvaldsins í dómsmáli er ekki tækt að verjast með öllum sömu ráðum og einkaaðilum. Þeim sem fara með opinbert vald eða sem falið er að gæta hagsmuna hins opinbera er trúað fyrir hlutverki sem þeir verða að sinna í almannaþágu og af virðingu fyrir skyldu sinni til að stuðla að réttmætri niðurstöðu,“ segir í niðurstöðukafla dómsins. „Við eigum eftir að sjá hvort TR unir dómnum. Krafan gæti verið fyrnd en þá gæti hafa myndast réttur til skaðabóta,“ segir Júlí Ósk Antonsdóttir, lögmaður föðurins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fleiri fréttir Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Sjá meira