Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. nóvember 2024 20:00 Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir mál sem hefur verið fjallað um í Heimildinni um stöðuveitingu þingmanns hugarburð. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað. Vísir/Einar Forsætisráðherra segir ekkert hæft í fréttum byggðum á leynilegri upptöku um að Jón Gunnarsson hafi fengið stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Píratar vilja að málið verði rannsakað. Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna. Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Heimildin birti í gær umfjöllun sem byggir á leynilegri upptöku huldumanns við Gunnar Bergmann, fasteignasala og son Jóns Gunnarssonar. Þar kom fram að Jón hafi sett fram kröfu á forsætisráðherra að fá stöðu í matvælaráðuneytinu gegn því að hann tæki aftur sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins. Í Heimildinni kom fram að með nýju stöðunni gæti Jón afgreitt vinargreiða, sem væri fólginn í grænu ljósi á hvalveiðar. Jón Gunnarsson sagði í kvöldfréttum í gær að málið ætti sér enga stoð í raunveruleikanum. Þá sagði Jón að málið lægi þungt á allri fjölskyldu hans og að sonur hans íhugaði nú að leita réttar síns vegna þess. Segist aðeins hafa verið með vangaveltur Gunnar Bergmann sonur Jóns sagðist í samtali við fréttastofu í dag hafa hitt huldumanninn svokallaða 31. október á Reykjavík Edition hóteli í þeim tilgangi að ræða um stór fasteignaviðskipti á atvinnuhúsnæði. Samtalið hafi borist að hvalveiðum, pólitík og Jóni Gunnarssyni föður hans. Gunnar segir að í samtali hans og huldumannsins hafi hann aðeins verið með vangaveltur um mál sem tengdust föður hans. Hann segist ekki hafa vitað neitt meira um málin en það sem þá þegar hafði komið fram í fjölmiðlum. „Þetta er allt saman hugarburður“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir ekkert til í frétt Heimildarinnar um samskipti hans og Jóns Gunnarssonar. „Þetta er allt saman hugarburður og ég hafna því alfarið að þetta eigi sér einhverja stoð í raunveruleikanum,“ segir Bjarni. Jón Gunnarsson tapaði fyrir varaformanni Sjálfstæðisflokksins í baráttu um annað sæti á lista flokksins í Kraganum í október og sagði þá að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér á listann fyrir komandi kosningar. Bjarni segir að hann hafi svo rætt við Jón á sama fundi um að taka sæti á lista Sjálfstæðisflokksins og gegna stöðu í matvælaráðuneytinu, aðspurður segir hann ekkert óeðlilegt við það. „Ég er á sama tíma að ræða þetta tvennt við hann. Ég var að hvetja hann til að taka boði uppstillingarnefndarinnar um að taka fimmta sætið og hann var jákvæður fyrir því. Í því samhengi ræddi ég við hann að það myndi gagnast mér ef hann gæti gefið sér tíma til koma með mér í matvælaráðuneytið,“ segir Bjarni. Hann segist hins vegar hafa ákveðið að Jón Gunnarsson komi ekki að ráðgjöf varðandi hvalveiðar eins og áður hafði verið ráðgert. Þá ákvörðun hafi hann tekið áður en málið kom upp í Heimildinni. „Ég hef ákveðið að Jón Gunnarsson sé ekki að vinna að málum sem tengjast þessari ákveðnu umsókn í ráðuneytinu. Hún fer í sitt lögboðna ferli,“ segir hann. „Ég hef lesið að það standi til að kæra þessar hleranir og njósnir um son Jóns Gunnarssonar. Ég lít það alvarlegum augum þegar menn eru að beita ólöglegum aðferðum sem eru bannaðar að íslenskum lögum til að grennslast fyrir um þingmenn sem eru kjörnir á Alþingi. Ég lít það líka mjög alvaralegum augum þegar menn markvisst dreifa slíkru efni til fjölmiðla til að óska eftir fjölmiðlaumfjöllun í aðdraganda kosninga. Mér finnst það bera fingraför þess að menn vilji hafa áhrif á niðurstöðu kosninga í lýðræðissamfélagi,“ segir Bjarni. Píratar vilja rannsókn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingmaður Pírata vill að málið verði rannsakað sem mögulegt mútumál. „Ég tel rétt að það verði farið vel ofaní saumanna á þessu máli og hvort að hér geti verið um mútubrot að ræða. Þá brot á 109. grein Almennra hegningarlaga. Það væri gott að sjá að yfirvöld hér á landi takisvona uppljóstrunum mjög alvarlega og fara strax af stað með rannsókn,“ segir Þórhildur Sunna.
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Píratar Upptökur á Reykjavík Edition Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira