Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Elísabet Inga Sigurðardóttir og Kjartan Kjartansson skrifar 8. júlí 2018 11:47 Skriðan rann yfir farveg Hítarár sem stíflaðist. Jón G. Guðbrandsson Íbúi í Hítardal segir að Hítará hafi fundið sér nýjan farveg fram hjá skriðunni miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli í gær. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir starfsmenn hennar að störfum í dalnum í dag við mælingar á skriðunni og lóninu sem hefur myndast fyrir ofan hana. Erla Dögg Ármannsdóttir á bænum Hítardal í samnefndum dal segir lónið líta svipað út og í gærkvöldi. Í það minnsta hafi ekki lækkað í því. Skriðan rann yfir farveg Hítarár og stíflaði hana. „Áin hefur fundiðst sér farveg fram hjá skriðunni og kannski þann farveg sem við vorum að vonum að hún myndi finna sér,“ segir hún. Vatnið leitar nú í Tálma, hliðará Hítarár. Erla Dögg segir að vatnið í Tálma sér nú farið að aukast. Leiddar hafa verið líkur að því að vætutíðin undanfarið hafi komið skriðunni af stað. Þannig sagði Finnbogi Rögnvaldsson, jarðfræðingur, að rigningarvatn hefði safnast upp í gömlum jarðskjálftasprungum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þrýstingur af völdum vatnsins hefði valdið því að stór spilda féll úr fjallinu í gærmorgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rúmlega 200 millímetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal, frá 1. apríl. Úrkoman hafi verið nokkuð jöfn á tímabilinu og engar stórrigningar. Hann segir sérfræðinga að störfum á skriðusvæðinu í dag. Þeir ætli að mæla skriðuna, upptök hennar og úthlaupið. Vatnasérfræðingur fylgist einnig með vatnssöfnun fyrir ofan stífluna og rennsli Hítarár. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Íbúi í Hítardal segir að Hítará hafi fundið sér nýjan farveg fram hjá skriðunni miklu sem féll úr Fagraskógarfjalli í gær. Ofanflóðasérfræðingur Veðurstofunnar segir starfsmenn hennar að störfum í dalnum í dag við mælingar á skriðunni og lóninu sem hefur myndast fyrir ofan hana. Erla Dögg Ármannsdóttir á bænum Hítardal í samnefndum dal segir lónið líta svipað út og í gærkvöldi. Í það minnsta hafi ekki lækkað í því. Skriðan rann yfir farveg Hítarár og stíflaði hana. „Áin hefur fundiðst sér farveg fram hjá skriðunni og kannski þann farveg sem við vorum að vonum að hún myndi finna sér,“ segir hún. Vatnið leitar nú í Tálma, hliðará Hítarár. Erla Dögg segir að vatnið í Tálma sér nú farið að aukast. Leiddar hafa verið líkur að því að vætutíðin undanfarið hafi komið skriðunni af stað. Þannig sagði Finnbogi Rögnvaldsson, jarðfræðingur, að rigningarvatn hefði safnast upp í gömlum jarðskjálftasprungum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Þrýstingur af völdum vatnsins hefði valdið því að stór spilda féll úr fjallinu í gærmorgun. Magni Hreinn Jónsson, ofanflóðasérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að rúmlega 200 millímetrar regns hafi mælst í Fíflholti, nærri Hítardal, frá 1. apríl. Úrkoman hafi verið nokkuð jöfn á tímabilinu og engar stórrigningar. Hann segir sérfræðinga að störfum á skriðusvæðinu í dag. Þeir ætli að mæla skriðuna, upptök hennar og úthlaupið. Vatnasérfræðingur fylgist einnig með vatnssöfnun fyrir ofan stífluna og rennsli Hítarár.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45