Segir það lensku að tala niður fjölmiðla Bergþór Másson skrifar 8. júlí 2018 12:45 Auður Jónsdóttir og Brynjar Níelsson Stefán Karlsson / Anton Brink Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Auður Jónsdóttir rithöfundur segir það einhverja lensku að tala niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar. Hún segir að gagnrýni á fjölmiðla einkennist oft af hvatvísi. Auður var gestur í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun ásamt Brynjari Níelssyni, þingmanni Sjálfstæðisflokksins, sem gagnrýndi íslenska fjölmiðla og sagði þá stunda meiri pólitík en stjórnmálamenn á Facebook síðu sinni á dögunum. Auður Jónsdóttir skrifaði nýlega bók um íslenska fjölmiðla, Þjáningarfrelsið, ásamt Steinunni Stefánsdóttur og Báru Huldu Beck. Hún spurði Brynjar hreint út í þættinum hvaða fjölmiðla hann hefði átt við og hvernig þessi meinti pólitíski vilji komi fram. „Þetta blasir við á ákveðnum fjölmiðlum, þú sérð þetta meira á öðrum, þú sérð þetta mjög áberandi á Stundinni, þú sérð þetta svoldið áberandi finnst mér í Kjarnanum og Kvennablaðinu“ sagði Brynjar. Auður kom blaðamönnum til varnar. „Það er einhver lenska að tala mjög niðrandi og alhæfa um fjölmiðla án þess að útskýra það neitt nánar, mér finnst þetta hættulegt af því að þetta er stétt sem má hafa fullt í fangi við að sinna sínu og það er oft verið að vega að æru fólks með einhverjum svona alhæfingum og verið að gefa til kynna að það sé ekki heilt í sínu starfi.“ Margt fólk vinnur í fjölmiðlum af ástríðu sagði Auður og bætti við að stéttin væri illa launuð og lítið starfsöryggi fylgdi starfinu. Brynjar sagði að tilvist RÚV leiddi til þess að aðrir fjölmiðlar væru veikari en ella og vísaði til stærðar RÚV og stöðu á auglýsingamarkaði. Þessu mótmælti Auður og sagði að það sé mikilvægt að hafa óháðan fjölmiðil í eigu samfélagsins. Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Auði og Brynjar í Sprengisandi í tvemur hlutum.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15 Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38 Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Brynjar telur Ásmund ofsóttan Þórhildur Sunna segir Brynjar væla eins og stunginn grís. 26. febrúar 2018 13:15
Auður Jónsdóttir sýknuð af meiðyrðum Greinina ritaði Auður til stuðnings forsetaframboði Andra Snæs Magnasonar rithöfundar en þar gagnrýndi hún ágang hestaleigunnar Laxnes á gróðurfar í Mosfellsdal. 31. janúar 2018 16:38
Brynjar Níelsson aftur á Facebook á morgun Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, býst við því að snúa aftur á Facebook á morgun. 7. janúar 2018 17:57