Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 11:32 Skriðan sem féll er að minnsta kosti fimm hundruð metra löng, að mati Erlu Daggar. Mynd/Erla Dögg Ármannsdóttir Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir Skriðufall í Hítardal Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira
Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir
Skriðufall í Hítardal Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Innlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Lögreglan lýsir eftir Arnari Hauki „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Sjá meira