Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2018 11:32 Skriðan sem féll er að minnsta kosti fimm hundruð metra löng, að mati Erlu Daggar. Mynd/Erla Dögg Ármannsdóttir Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir Skriðufall í Hítardal Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira
Stór öxl féll úr Fagraskógarfjalli í Hítardal á Mýrum snemma í morgun og stíflaði Hítardalsá. Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi á bænum Hítardal, segir stórt fjall í ánni og hún sé alveg stífluð. Stórt lón hafi myndast fyrir ofan skriðuna sem sé að minnsta kosti nokkur hundruð metra löng. Erla Dögg var á sexhjóli með dóttur sinni að kanna aðstæður þegar blaðamaður Vísis náði af henni tali. Hún segir að skriðan hafi líklega fallið á milli klukkan fjögur og sex í morgun en dóttir hennar hafi heyrt drunurnar. Skriðan er gríðarstór og hefur algerlega stíflað farveg Hítarár. „Það fer mjög stór öxl úr Fagraskógarfjalli fyrir neðan eyðibýlið Velli og fyrir neðan Vallargil. Öxlin fer niður fjallið, fer yfir Hítará og það er bara stórt fjall úti í ánni, hún er alveg stífluð. Við gerum okkur ekki alveg grein fyrir hvað þetta eru mörg hundruð metrar sem er bara stórt fjall af skriðu. Þetta eru hundruð metrar, sennilega ekki meira en kílómetri en allavegana fimmhundruð,“ segir hún. Hún þorir ekki skjóta á hversu há skriðan er en hún hlaupi á einhverjum tuga metra. Lónið teygi sig nú um kílómetra upp ánna og fari stækkandi.Skriðan fór yfir veg sem bændur og veiðimenn nota en ekki veginn inn í Hítardal. Þá segir Erla Dögg að lítið sé um skepnur á þessu svæði á þessum árstíma. „Hafi skepnur verið þarna hefur engin skepna lifað af,“ segir hún. Erla Dögg segist muna eftir skriðu sem féll austanmegin í dalnum fyrir um fimmtán árum en sú hafi ekki verið neitt í líkingu við þá sem féll í dag. „Ég hef bara aldrei séð neitt í líkingu við þetta. Ég hefði bara aldrei trúað þessu,“ segir hún.Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, segir að engin byggð sé undir Fagraskógarfjalli og því sé það ekki vaktað. Á loftmyndum af svæðinu megi þó greina eldri skriður í hlíð fjallsins. Hann segir þó að margir rigningardagar hafi verið í sumar hafi lítið verið um stórrigningar. Ekki sé endilega hægt að tengja skriðuna nú við votviðrið í sumar. Ekki sé hægt að segja til um orsakir skriðunnar að svo stöddu.Skriðan er há enda féll heil öxl úr fjallinu, að sögn Erlu Daggar.Erla Dögg ÁrmannsdóttirLón byrjaði strax að myndast í Hítardalsá ofan við skriðuna. Erla Dögg og dóttir hennar voru að kanna umfang lónsins nú fyrir hádegið.Erla Dögg Ármannsdóttir
Skriðufall í Hítardal Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Fleiri fréttir Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Sjá meira