Góðar laxagöngur í Gljúfurá Karl Lúðvíksson skrifar 7. júlí 2018 12:00 Fínar göngur hafa veið í Gljúfurá síðsustu daga Mynd: SVFR Nú eru vatnið loksis tekið að sjatna í Borgarfjarðaránum og veiðitölurnar farnar að taka góðann kipp. Gljúfurá fór ekki varhluta af því mikla vatni sem hefur hækkað yfirborð hennar mikið og gert hana mjög erfiða á köflum. Samhliða þessu var vatnið í henni mjög kalt sem gerir veiðina ennþá erfiðari. Það er þó loksins búið að sjatna í henni og veiðin fer í kjölfarið að taka kipp. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er nokkuð mikið fyrir ánna miðað við árstíma. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið. Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm. Þegar samanburður er gerður nokkur ár aftur í tímann á stærð göngunnar miðað við árstíma gætu veiðimenn í Gljúfurá átt mjög gott sumar í vændum svo ekki meira sé sagt. Mest lesið Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði
Nú eru vatnið loksis tekið að sjatna í Borgarfjarðaránum og veiðitölurnar farnar að taka góðann kipp. Gljúfurá fór ekki varhluta af því mikla vatni sem hefur hækkað yfirborð hennar mikið og gert hana mjög erfiða á köflum. Samhliða þessu var vatnið í henni mjög kalt sem gerir veiðina ennþá erfiðari. Það er þó loksins búið að sjatna í henni og veiðin fer í kjölfarið að taka kipp. Í ánna hafa gengið um 275 fiskar sem er nokkuð mikið fyrir ánna miðað við árstíma. Fiskur er enn að ganga á fullu og það verður spennandi að fylgjast með hvort áframhald verði á þessum sterku göngum. Veiðin hefur að sama skapi gengið vel en í ánni er veitt á 3 stangir. Hollin hafa verið að fá allt upp í 10 laxa og mest á neðra svæðinu fyrir neðan veiðihúsið. Stærsti fiskurinn sem við höfum heyrt af þar var 81 cm. Þegar samanburður er gerður nokkur ár aftur í tímann á stærð göngunnar miðað við árstíma gætu veiðimenn í Gljúfurá átt mjög gott sumar í vændum svo ekki meira sé sagt.
Mest lesið Laxveiðisumarið hafið - frábær opnun við Urriðafoss Veiði Vefsala SVFR opnuð Veiði Afar dræmt í vatnslítilli Selá í Álftafirði Veiði Öflugar göngur í Langá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Veiðimenn farnir að kíkja á Skagaheiði Veiði Elliðaárnar: 31 lax á fyrsta degi Veiði Köld byrjun á hlýrri veiðihelgi? Veiði Góður gangur í Korpu Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði