Heimsbyggðin hefur staðið á öndinni eftir fregnum af tólf drengjum sem festust ásamt fótboltaþjálfara sínum í helli í Taílandi. Þrátt fyrir að fæstir hafi upplifað viðlíka aðstæður virðast allir geta lifað sig inn í frásagnir af fólki sem situr í sjálfheldu hálfa leið til Heljar. Aðstæðurnar kalla líka oft fram það besta í fólki og samfélögum, þegar mest ríður á að sýna samhent átak. Fræg er för Hermóðs hins hvata til Heljar eftir Baldri í frásögn Snorra Sturlusonar, Gylfaginningu. Hermóður hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að allir hlutir heimsins nema Loki styddu þær björgunaraðgerðir með ráðum, dáðum og tárum. Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi.Hellastríðið mikla í Kentucky Fyrsta dæmið um að almenningur fylgdist spenntur með slíkum björgunaraðgerðum í gegnum fjölmiðla var sennilega árið 1925. Þá áttu sér stað atburðir sem áttu eftir að vera skráðir í söguna sem hellastríðin miklu eða „The Kentucky Cave Wars“. Hellastríðið fólst í átökum hellaskoðunarmanna og fjárfesta í Kentucky sem hugðust gera út á gósentíð í hellaferðamennsku sem þá stóð yfir í ríkinu. Stríður straumur ferðamanna lá þangað til að skoða Mammútahellinn svonefnda, „Mammoth cave“, sem hafði verið dásamaður í bandarískum fjölmiðlum árin áður. Hann er hluti af umfangsmiklu hellakerfi. Menn svifust einskis í að villa fyrir samkeppnisaðilum og túristum á þessum tíma. Blekkingarnar fólust meðal annars með því að breyta vegaskiltum og öðrum merkingum til að lokka fólk frá Mammútahellinum og inn á svæði þar sem óprúttnir aðilar sýndu þeim aðra innganga í hellakerfið. Sumir gengu svo langt að nota dýnamít til að sprengja sér leið inn í hellana.Maður nokkur að nafni Floyd Collins var þekktur hellakönnuður og ferðaþjónustufrömuður í Kentucky á þessum tíma. Hann varð fyrir því óláni snemma árs 1925 að misstíga sig í einni hellaferðinni með þeim afleiðingum að hann festi annan fótinn undir grjóthellu og komst hvergi. Collins var aðeins 50 metrum frá hellismunninum. Þegar vinir fóru að leita hans daginn eftir komust þeir ekki til hans vegna grjóthruns. Þeir slökuðu fötu með matarbita og vasaljósi til vinar sína og létu yfirvöld og fjölmiðla vita. Fréttirnar voru sendar með símskeyti um öll Bandaríkin og vöktu strax mikla athygli dagblaðanna, sem þá voru í harðri samkeppni um lesendur. Útvarpið, sem var nýr fjölmiðill á þessum tíma, flutti fréttirnar til heimsbyggðarinnar og fljótlega var maðurinn í hellinum á allra vörum í öllum heimshornum. Fræðimenn eru í dag almennt sammála um að málið hafi verið þriðja stærsta fjölmiðlafár allra millistríðsáranna. Aðeins fréttir af flugi Charles Lindbergh yfir Atlantshafið, og af mannráni sonar hans, fengu meiri umfjöllun á þessum tíma. Dvergvaxni verðlaunablaðamaðurinn Fjölmiðlar settu upp búðir við hellinn og fluttu stöðugar fréttir af gangi mála. Fljótlega fór túrista að bera að garði og íbúar á svæðinu seldu þeim veitingar, gistingu og þjónustu. Allt iðaði nú af lífi í kringum hellinn og sérfræðingar voru kallaðir til að skipuleggja björgunaraðgerðirnar. Svo heppilega vildi til að einni fyrsti blaðamaðurinn á vettvang var dvergvaxinn. Hann hét Skeet Miller og gat skriðið inn í hellinn í gegnum þröng göng og komist alla leið til Collins. Blaðamaðurinn var of smár að vexti til að geta komið að gagni við að ná hellunni af fæti Collins en hann gat færst honum mat og tekið við hann viðtal. Miller varð tengiliður Collins við umheiminn. Næstu tvær vikur lýsti Miller daglegum ferðum sínum í hellinn til Collins, hvernig hann varð sífellt meira veikburða og vonin dvínaði. Ítrekaðar tilraunir björgunarmanna til að grafa sér leið til Collins báru engan árangur. Jarðvegurinn var óstöðugur og grjóthrun mikið í hellinum. Eftir sautján daga í hellinum dó Collins, þrekaður og kaldur. Minningarathöfn fór fram við hellismunninn. Þessar greinar Millers, þar sem hann lýsti samtölum sínum við manninn í hellinum, fönguðu hug almennings og áttu stóran þátt í því að fréttin fór svo víða. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir greinabálkinn.Harmleikir í beinni útsendingu Þessir atburðir voru mönnum enn í fersku minni árið 1949 þegar fréttir bárust af þriggja ára stúlku sem féll ofan í brunn í Kaliforníu. Sjónvarpið var þá nýkomið til sögunnar og björgunaraðgerðunum var sjónvarpað í beinni útsendingu. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að stúlkan féll í brunninn var búið að reisa stóra krana, stillansa, flóðljós og vinnubúðir fyrir björgunarmenn. Jarðýtur og gröfur voru kallaðar út strax. Hollywood kvikmyndaverin lánuðu flóðljósin, allir fjölmiðlar komu á vettvang og meira en tíu þúsund manns söfnuðust saman til að fylgjast með í eigin persónu. Eftir tvo daga var boðað til blaðamannafundar þar sem viðstöddum var tilkynnt að stúlkan væri látin. Mannfjöldinn var beðinn um að yfirgefa svæðið og fjölmiðlar sömuleiðis. Þetta var í fyrsta sinn í fjölmiðlasögunni sem sent var út beint frá vettvangi fréttar svo dögum skipti. Atburðirnir voru innblástur nokkurra kvikmynda næsta áratugi. Þeirra á meðal má nefna Woody Allen myndina Radio Days frá 1987 og Ace in the Hole með Kirk Douglas sem kom út 1951. Síðarnefnda myndin innihélt líka margar vísanir í fyrrnefnda atburði í Kentucky, þegar blaðamaðurinn skreið til Collins í hellinum. Ace in the Hole varpar upp mörgum siðferðislegum spurningum varðandi umfjöllun fjölmiðla um sorgaratburði í beinni útsendingu.Við sendum ást okkar ofan í brunninn Þessar spurningar urðu aftur áleitnar sumarið 1981 þegar ítalskur drengur féll ofan í brunn skammt frá heimabæ sínum og athygli heimspressunar beindist að björgunaraðgerðunum. Milljónir fylgdust með útsendingunni í þrjá daga á meðan lífslíkur drengsins fóru minnkandi. Sú ákvörðun, að senda allt út í beinni útsendingu, var tekin á meðan enn voru taldar góðar líkur á að drengurinn lifði af. Þann 13. júní 1981, þremur dögum eftir slysið, lést drengurinn af sárum sínum á meðan þyrlur fréttastöðva sveimuðu yfir brunninum þar sem hann lá. Málið vakti mikið uppnám á Ítalíu og víðar en engin niðurstaða náðist í umræðunni um ábyrgð fjölmiðla. Það var síðan í október 1987 að heimurinn kynntist stúlkunni sem framvegis var kölluð „Baby Jessica“ og loksins fengu fjölmiðlar sögu sem endaði vel. Fréttastöðvar, sem sendu fréttir allan sólarhringinn, voru þá nýjar af nálinni og ekki vitað hvort þær myndu festa sig í sessi. CNN var ein fyrsta stöðin til að grípa mál Jessicu á lofti og sparaði engu til við beinar útsendingar af björgun hennar. Eftir 58 klukkustunda sleitulausa vinnu tókst björgunarmönnum að opna rifu sem var nógu stór til að björgunarmaður gæti losað stúlkuna og dregið hana upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði síðar að allir landsmenn hafi litið á Jessicu sem sitt barn á meðan á útsendingunni stóð. Ljósmyndir af björguninni voru fréttamyndir ársins, Michael Jackson notaði upptökur af atburðinum í tónlistarmyndband við lagið „Man in the Mirror“, Simpsons fjölskyldan gerði heilan þátt byggðan á málinu árið 1992 og svo mætti lengi telja. Björgun Jessicu er í dag hluti af dægurmenningu Bandaríkjanna.69 dagar í helvíti Síðast en ekki síst ber að nefna námamennina í Chile fyrir átta árum. Þeir sátu fastir, 33 talsins, tæpum kílómetra neðanjarðar í 69 daga. Raunum þeirra var sjónvarpað um allan heim og daglegar fréttir bárust af flóknum aðgerðum til að bjarga þeim. Um tíma var talið að mennirnir yrðu að vera neðanjarðar í einhverja mánuði til viðbótar og fjölskyldur þeirra bjuggu um tíma í tjaldborg sem var slegið upp við námuna. Björgunin sjálf var ótrúlegur viðburður. Í beinni sjónvarpsútsendingu voru mennirnir ferjaðir upp, einn í einu, í gegnum mjótt rör. Björgun hvers manns tók um klukkustund. Þegar námamennirnir skutu upp kollinum beið sjálfur forseti landsins eftir þeim og var fyrstur til að taka í hönd hvers manns sem kom upp. Sebastian Pinera var í daglegum samskiptum við fjölda annarra þjóðarleiðtoga vegna málsins og margar þjóðir buðu fram aðstoð sína. Alþjóðasamfélagið var sömuleiðis fljótt að bregðast við aðstæðunum í Taílandi. Sérhæfðir hellakönnuðir og björgunarmenn frá Bretlandi voru strax sendir á vettvang. Þeir hafa æft köfun í þessum sömu hellum í Taílandi og hafa mun meiri reynslu af slíku en kafarar taílenska hersins. Það má slá því föstu að þetta verði örugglega ekki í síðasta sinn sem heimsbyggðin stendur á öndinni yfir fréttum af því að einhver sé heimtur úr helju. Chile Fastir í helli í Taílandi Fréttaskýringar Tengdar fréttir Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25 Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30 Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Heimsbyggðin hefur staðið á öndinni eftir fregnum af tólf drengjum sem festust ásamt fótboltaþjálfara sínum í helli í Taílandi. Þrátt fyrir að fæstir hafi upplifað viðlíka aðstæður virðast allir geta lifað sig inn í frásagnir af fólki sem situr í sjálfheldu hálfa leið til Heljar. Aðstæðurnar kalla líka oft fram það besta í fólki og samfélögum, þegar mest ríður á að sýna samhent átak. Fræg er för Hermóðs hins hvata til Heljar eftir Baldri í frásögn Snorra Sturlusonar, Gylfaginningu. Hermóður hafði ekki erindi sem erfiði þrátt fyrir að allir hlutir heimsins nema Loki styddu þær björgunaraðgerðir með ráðum, dáðum og tárum. Nokkur dæmi eru í nútímasögunni um að fólk hafi verið heimt úr helju í fjölmiðlafári eins og því sem ríkt hefur vegna drengjanna í Taílandi.Hellastríðið mikla í Kentucky Fyrsta dæmið um að almenningur fylgdist spenntur með slíkum björgunaraðgerðum í gegnum fjölmiðla var sennilega árið 1925. Þá áttu sér stað atburðir sem áttu eftir að vera skráðir í söguna sem hellastríðin miklu eða „The Kentucky Cave Wars“. Hellastríðið fólst í átökum hellaskoðunarmanna og fjárfesta í Kentucky sem hugðust gera út á gósentíð í hellaferðamennsku sem þá stóð yfir í ríkinu. Stríður straumur ferðamanna lá þangað til að skoða Mammútahellinn svonefnda, „Mammoth cave“, sem hafði verið dásamaður í bandarískum fjölmiðlum árin áður. Hann er hluti af umfangsmiklu hellakerfi. Menn svifust einskis í að villa fyrir samkeppnisaðilum og túristum á þessum tíma. Blekkingarnar fólust meðal annars með því að breyta vegaskiltum og öðrum merkingum til að lokka fólk frá Mammútahellinum og inn á svæði þar sem óprúttnir aðilar sýndu þeim aðra innganga í hellakerfið. Sumir gengu svo langt að nota dýnamít til að sprengja sér leið inn í hellana.Maður nokkur að nafni Floyd Collins var þekktur hellakönnuður og ferðaþjónustufrömuður í Kentucky á þessum tíma. Hann varð fyrir því óláni snemma árs 1925 að misstíga sig í einni hellaferðinni með þeim afleiðingum að hann festi annan fótinn undir grjóthellu og komst hvergi. Collins var aðeins 50 metrum frá hellismunninum. Þegar vinir fóru að leita hans daginn eftir komust þeir ekki til hans vegna grjóthruns. Þeir slökuðu fötu með matarbita og vasaljósi til vinar sína og létu yfirvöld og fjölmiðla vita. Fréttirnar voru sendar með símskeyti um öll Bandaríkin og vöktu strax mikla athygli dagblaðanna, sem þá voru í harðri samkeppni um lesendur. Útvarpið, sem var nýr fjölmiðill á þessum tíma, flutti fréttirnar til heimsbyggðarinnar og fljótlega var maðurinn í hellinum á allra vörum í öllum heimshornum. Fræðimenn eru í dag almennt sammála um að málið hafi verið þriðja stærsta fjölmiðlafár allra millistríðsáranna. Aðeins fréttir af flugi Charles Lindbergh yfir Atlantshafið, og af mannráni sonar hans, fengu meiri umfjöllun á þessum tíma. Dvergvaxni verðlaunablaðamaðurinn Fjölmiðlar settu upp búðir við hellinn og fluttu stöðugar fréttir af gangi mála. Fljótlega fór túrista að bera að garði og íbúar á svæðinu seldu þeim veitingar, gistingu og þjónustu. Allt iðaði nú af lífi í kringum hellinn og sérfræðingar voru kallaðir til að skipuleggja björgunaraðgerðirnar. Svo heppilega vildi til að einni fyrsti blaðamaðurinn á vettvang var dvergvaxinn. Hann hét Skeet Miller og gat skriðið inn í hellinn í gegnum þröng göng og komist alla leið til Collins. Blaðamaðurinn var of smár að vexti til að geta komið að gagni við að ná hellunni af fæti Collins en hann gat færst honum mat og tekið við hann viðtal. Miller varð tengiliður Collins við umheiminn. Næstu tvær vikur lýsti Miller daglegum ferðum sínum í hellinn til Collins, hvernig hann varð sífellt meira veikburða og vonin dvínaði. Ítrekaðar tilraunir björgunarmanna til að grafa sér leið til Collins báru engan árangur. Jarðvegurinn var óstöðugur og grjóthrun mikið í hellinum. Eftir sautján daga í hellinum dó Collins, þrekaður og kaldur. Minningarathöfn fór fram við hellismunninn. Þessar greinar Millers, þar sem hann lýsti samtölum sínum við manninn í hellinum, fönguðu hug almennings og áttu stóran þátt í því að fréttin fór svo víða. Hann hlaut Pulitzer verðlaunin fyrir greinabálkinn.Harmleikir í beinni útsendingu Þessir atburðir voru mönnum enn í fersku minni árið 1949 þegar fréttir bárust af þriggja ára stúlku sem féll ofan í brunn í Kaliforníu. Sjónvarpið var þá nýkomið til sögunnar og björgunaraðgerðunum var sjónvarpað í beinni útsendingu. Aðeins örfáum klukkustundum eftir að stúlkan féll í brunninn var búið að reisa stóra krana, stillansa, flóðljós og vinnubúðir fyrir björgunarmenn. Jarðýtur og gröfur voru kallaðar út strax. Hollywood kvikmyndaverin lánuðu flóðljósin, allir fjölmiðlar komu á vettvang og meira en tíu þúsund manns söfnuðust saman til að fylgjast með í eigin persónu. Eftir tvo daga var boðað til blaðamannafundar þar sem viðstöddum var tilkynnt að stúlkan væri látin. Mannfjöldinn var beðinn um að yfirgefa svæðið og fjölmiðlar sömuleiðis. Þetta var í fyrsta sinn í fjölmiðlasögunni sem sent var út beint frá vettvangi fréttar svo dögum skipti. Atburðirnir voru innblástur nokkurra kvikmynda næsta áratugi. Þeirra á meðal má nefna Woody Allen myndina Radio Days frá 1987 og Ace in the Hole með Kirk Douglas sem kom út 1951. Síðarnefnda myndin innihélt líka margar vísanir í fyrrnefnda atburði í Kentucky, þegar blaðamaðurinn skreið til Collins í hellinum. Ace in the Hole varpar upp mörgum siðferðislegum spurningum varðandi umfjöllun fjölmiðla um sorgaratburði í beinni útsendingu.Við sendum ást okkar ofan í brunninn Þessar spurningar urðu aftur áleitnar sumarið 1981 þegar ítalskur drengur féll ofan í brunn skammt frá heimabæ sínum og athygli heimspressunar beindist að björgunaraðgerðunum. Milljónir fylgdust með útsendingunni í þrjá daga á meðan lífslíkur drengsins fóru minnkandi. Sú ákvörðun, að senda allt út í beinni útsendingu, var tekin á meðan enn voru taldar góðar líkur á að drengurinn lifði af. Þann 13. júní 1981, þremur dögum eftir slysið, lést drengurinn af sárum sínum á meðan þyrlur fréttastöðva sveimuðu yfir brunninum þar sem hann lá. Málið vakti mikið uppnám á Ítalíu og víðar en engin niðurstaða náðist í umræðunni um ábyrgð fjölmiðla. Það var síðan í október 1987 að heimurinn kynntist stúlkunni sem framvegis var kölluð „Baby Jessica“ og loksins fengu fjölmiðlar sögu sem endaði vel. Fréttastöðvar, sem sendu fréttir allan sólarhringinn, voru þá nýjar af nálinni og ekki vitað hvort þær myndu festa sig í sessi. CNN var ein fyrsta stöðin til að grípa mál Jessicu á lofti og sparaði engu til við beinar útsendingar af björgun hennar. Eftir 58 klukkustunda sleitulausa vinnu tókst björgunarmönnum að opna rifu sem var nógu stór til að björgunarmaður gæti losað stúlkuna og dregið hana upp við mikinn fögnuð viðstaddra. Ronald Reagan, þáverandi Bandaríkjaforseti, sagði síðar að allir landsmenn hafi litið á Jessicu sem sitt barn á meðan á útsendingunni stóð. Ljósmyndir af björguninni voru fréttamyndir ársins, Michael Jackson notaði upptökur af atburðinum í tónlistarmyndband við lagið „Man in the Mirror“, Simpsons fjölskyldan gerði heilan þátt byggðan á málinu árið 1992 og svo mætti lengi telja. Björgun Jessicu er í dag hluti af dægurmenningu Bandaríkjanna.69 dagar í helvíti Síðast en ekki síst ber að nefna námamennina í Chile fyrir átta árum. Þeir sátu fastir, 33 talsins, tæpum kílómetra neðanjarðar í 69 daga. Raunum þeirra var sjónvarpað um allan heim og daglegar fréttir bárust af flóknum aðgerðum til að bjarga þeim. Um tíma var talið að mennirnir yrðu að vera neðanjarðar í einhverja mánuði til viðbótar og fjölskyldur þeirra bjuggu um tíma í tjaldborg sem var slegið upp við námuna. Björgunin sjálf var ótrúlegur viðburður. Í beinni sjónvarpsútsendingu voru mennirnir ferjaðir upp, einn í einu, í gegnum mjótt rör. Björgun hvers manns tók um klukkustund. Þegar námamennirnir skutu upp kollinum beið sjálfur forseti landsins eftir þeim og var fyrstur til að taka í hönd hvers manns sem kom upp. Sebastian Pinera var í daglegum samskiptum við fjölda annarra þjóðarleiðtoga vegna málsins og margar þjóðir buðu fram aðstoð sína. Alþjóðasamfélagið var sömuleiðis fljótt að bregðast við aðstæðunum í Taílandi. Sérhæfðir hellakönnuðir og björgunarmenn frá Bretlandi voru strax sendir á vettvang. Þeir hafa æft köfun í þessum sömu hellum í Taílandi og hafa mun meiri reynslu af slíku en kafarar taílenska hersins. Það má slá því föstu að þetta verði örugglega ekki í síðasta sinn sem heimsbyggðin stendur á öndinni yfir fréttum af því að einhver sé heimtur úr helju.
Ætla að reyna að koma strákunum út næsta sólarhringinn Starfsmaður björgunarliðs í Taílandi segir að vonast sé til að að hægt verði að ná taílensku strákunum tólf og þjálfara þeirra út úr Tham Luang-hellakerfinu í héraðinu Chuang Rai í dag eða á morgun. 5. júlí 2018 10:25
Sviðsstjóri köfunar hjá Gæslunni: Ekki aðstæður sem vanir kafarar færu alla jafna í nema með sérþjálfun Jónas Karl Þorvaldsson, sviðsstjóri köfunar hjá Landhelgisgæslunni, segir að aðstæðurnar í hellinum í Taílandi þar sem fótboltastrákarnir tólf og þjálfarinn þeirra sitja fastir séu erfiðar. 4. júlí 2018 19:30
Ný leið til strákanna í hellinum mögulega fundin Ríkisstjóri Chiang Rai-héraðs í Taílandi segir nú að búið að sé að finna nýtt hellisop sem kunni að leiða til staðarins þar sem drengirnir hafa nú verið fastir í ellefu daga. 4. júlí 2018 11:47