Síminn braut fjölmiðlalög með því að takmarka dreifingu Sjónvarps Símans Kjartan Kjartansson skrifar 3. júlí 2018 16:26 Síminn var sektaður um níu milljónir króna vegna brotsins. Vísir/Vilhelm Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone. Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira
Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hafi brotið fjölmiðlalög með því að beina viðskiptum Sjónvarps Símans að dótturfélagi sínu Mílu. Stofnunin sektaði Símann um níu milljónir króna vegna brotsins. Forsaga málsins er sú að Síminn stöðvaði dreifingu á ólínulegu efni Sjónvarps Símans yfir kerfi Vodafone 1. október árið 2015. Í ákvörðun PFS er rakið að þeir sem vildu kaupa aðgang að ólínulegu sjónvarpsefni Símans, svonefndu Sjónvarpi Símans Premium, hafa því síðan þurft að vera með myndlykil frá Símanum. Áskrift að efninu varð þar með eingöngu í boði í gegnum dreifikerfi Símans og nær eingöngu á neti Mílu. Sýn hf., eigandi Vodafone, og Gagnaveita Reykjavíkur kvörtuðu yfir þessu til PFS. Síminn og Míla mótmæltu því að hafa brotið af sér. PFS átelur Símann fyrir skort á samningsvilja gagnvart Vodafone til að semja um lausn á dreifingu efnisins frá því að fyrirtækið stöðvaði hana fyrir tæpum þremur árum. Síminn hefði að einhverju leyti getað takmarkað skaðleg áhrif á Gagnaveituna í samkeppni við Mílu með því að ná samningi um aðgang að ljósleiðaraneti hennar áður en Síminn réðst í breytingarnar. Síminn hafi ekki komið fram með sanngjarna og eðlilega aðgangsbeiðni að neti Gagnaveitunnar. Með því að takmarka dreifingu sjónvarpsefnisins við tengt fjarskiptafyrirtæki taldi PFS að Síminn hefði brotið gegn bannákvæði 45. greinar fjölmiðlalaga. Ákvæðinu væri ætlað að gera notendum kleift að velja bæði myndefni og fjarskiptafyrirtæki án þess að binda sig í viðskiptum við eitt tiltekið fjarskiptafyrirtæki með því að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem hafa bæði yfir að ráða myndefni og fjarskiptanetum misnoti þá aðstöðu sína. Þá væri markmiðið að brjóta upp slíkt lóðrétt eignarhald á efni og dreifingu, þar sem hvati gæti verið fyrir einstaka fjölmiðlaþjónustuveitendur að reyna að beina viðskiptavinum sínum að tengdu fjarskiptafyrirtæki.Aðeins deilt um ólínulegt efni Í ákvörðun PFS kemur fram að aðeins hafi verið deilt um ólínulega myndmiðlun; tímaflakk, frelsi og leigu á myndefni. Línulegt sjónvarp Símans nái til allra sjónvarpsdreifikerfa og er tiltækt á fjarskiptanetum allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. Síminn taldi að bannið við því að beina viðskiptum að tengdu fjarskiptafyrirtæki ætti aðeins við um línulega miðlun en PFS hafnaði þeirri túlkun. PFS taldi jafnframt að þó að Síminn hefði flutt þjónustu sína yfir net Gagnaveitunnar hefði það eitt og sér hefði ekki komið í veg fyrir brotið, því ólínulega myndefnið, Sjónvarp Símans Premium, væri enn einungis dreift yfir IPTV-kerfi og myndlykla Símans. Þar hefði með nokkrum hætti brot Símans verið yfirfært á net Gagnaveitunnar. Níu milljón króna stjórnvaldssektin rennur í ríkissjóðs. Hámarks sektarheimild vegna brotins er tíu milljónir króna.Vísir er í eigu Sýnar hf. sem einnig á Vodafone.
Mest lesið Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Sjá meira