Komnir í hóp með stórstjörnum Benedikt Bóas skrifar 2. júlí 2018 06:00 Vintage Caravan er nýbúin að taka upp plötu og er fyrsta lagið farið að hljóma á ljósvakamiðlunum. Verði ljós „Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira
„Við höfum verið hjá sama fyrirtæki síðan 2013, hjá austurrísku fyrirtæki, en við fengum flott tilboð frá X-Ray Touring og okkur langaði að prófa eitthvað nýtt – sérstaklega af því við erum að gefa út nýja plötu,“ segir Óskar Logi Ágústsson, söngvari og gítarleikari rokkhljómsveitarinnar The Vintage Caravan. X-Ray Touring er gríðarlega stórt breskt bókunarfyrirtæki sem er með fjölmarga heimsþekkta tónlistarmenn undir sínum hatti. Rapparinn Eminem er þar á bæ eins og Íslandsvinirnir í Coldplay og Blur auk Robbies Williams svo nokkrir séu nefndir. Þá eru rokkhundar eins og Alice in Chains, Manic Street Preachers og Belle and Sebastian þar einnig. Það skal því engan undra að Óskar bendi á að með þessu skrefi séu þeir komnir upp um eitt þrep í hinum langa tónlistarstiga. „Þetta er virt fyrirtæki sem hefur verið í gangi í langan tíma,“ segir hann. X-Ray Touring hefur heldur ekki setið auðum höndum því á heimasíðuna eru þegar komnir 26 tónleikar víða um heim. Og það er bara byrjunin. „Þetta eru ekki einu sinni allir tónleikarnir sem við spilum á. Það á eftir að tilkynna nokkra og ég held að það verði allt í allt 32 tónleikar sem við spilum á. Við verðum á ferðinni í rúman mánuð í rútu og höfum það kósí.“Coldplay er meðal þeirra hljómsveita sem eru á mála hjá X-Ray TouringMeð því að skrifa undir samning við svo stórt bókunarfyrirtæki er hljómsveitin með betri sambönd og á því auðveldara með að komast að á stórum tónlistarhátíðum eins og Download festival og fleirum. „Það eru um 500 listamenn hjá þeim og þegar við fengum þetta tilboð var ég ekki mikið búinn að skoða þetta fyrirtæki. Þegar ég lagðist yfir samninginn og skoðaði fyrirtækið þá sá ég hvaða listamenn eru þarna og það eru mörg stór nöfn þarna.“ Ný plata er væntanleg frá þeim sem Óskar segir að sé þroskaðri en þetta verður fjórða breiðskífan. The Vintage Caravan kom út árið 2011, Voyage ári síðar og Arrival árið 2015. Fyrsta smáskífan byrjaði að hljóma á X-inu fyrir helgi. „Við vorum í stúdíóinu í 20 daga og við erum stoltir af henni. Við tókum hana upp í Sundlauginni í Mosfellsbæ og þeir sem hafa hlustað segja að hún sé þroskaðri en fyrri verk okkar. Kannski er hún eins og þetta skref okkar með bókunarskrifstofuna. Nýtt þrep á okkar ferli.“Hljómsveitir undir hatti X-Ray Touring Alice in Chains Ash Bad Rabbits Belle and Sebastian Blur The Cardigans Coldplay Courtney Love Cypress Hill The Darkness Echo & The Bunnymen Eminem Fergie Jimmy Eat World Manic Street Preachers The Offspring Pixies Queens of the Stone Age Robbie Williams Snow Patrol
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Lífið Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Úr öskunni í eldinn Gagnrýni Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Menning Laufey á lista Obama Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Pete orðinn pabbi Lífið Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Lífið Fleiri fréttir Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Þriðja stigs krabbameinið það besta sem kom fyrir hann Dúnninn bakaður í fjóra sólarhringa til að drepa allt í honum Heilsu krónprinsessunnar hrakar gríðarlega Pete orðinn pabbi Nýkominn úr meðferð og „sjaldan verið betur nýsleginn túskildingur“ Laufey á lista Obama „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Sjá meira