Hundruð studdu við bakið á ljósmæðrum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 19:00 Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Hundruð mættu til mótmæla til stuðnings ljósmæðrum á Austurvelli í dag. Deilan virðist í hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur. Mótmælendur sendu ríkisstjórninni skýr skilaboð og gáfu henni rauða spjaldið. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Þá munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Hátt í þrjátíu ljósmæður hafa sagt upp störfum og segja forsvarsmenn landspítalans ástandið þungt og hafði fólk ýmis skilaboð til ríkisstjórnarinnar í dag. „Ef þið þarna inni væruð raunverulega klók, færu meirihluti fjármunir okkar sem þið spilið með í börnin og fólkið sem hugsar um börnin okkar,” sagði Andrea Eyland fundarstjóri í ræðu sinni. Oddný, Helga Ýr og Berglind sem allar eiga von á barni segja kvíða einkenna meðgönguna og óviðunandi sé að deilan dragist svona á langinn. Áhyggjurnar eru aðallega að það verði engar starfandi ljósmæður. „Mínar stærstu áhyggjur eru að það verði engar vinnandi ljósmæður enn þá. Það verður kannski enginn til að taka á móti börnunum okkar,” sagði Berglind Bjarnadóttir um ástandið og Oddný Arnarsdóttir bætir við; „ég á að fara í gangsetningu í næstu viku og samkvæmt því sem er í gangi núna þá voru tvær sendar heim í dag sem áttu planaða gangsetningu. Án þess að vita hvenær þær ættu að koma næst,” sagði hún og er áhyggjufull um hvernig fer hjá sér. Helga Ýr Erlendsdóttir tekur undir með þeim og segist ekki lítast á blikuna. Ljósmæður segja stuðninginn sýna hversu réttlát barátta þetta er sem þær eiga í. Þær ávörpuðu fundinn; „Takk takk fyrir stuðninginn,” sögðu þær. „Lausnin er vissulega sú að það verði bara samið við okkur. Peningarnir eru til það vantar bara viljann. Við bíðum bara eftir símtalinu og erum tilbúnar til að mæta til fundar til að skrifa undir samninga hvenær sem er,” segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra. Forstjóri Landspítalans segir stöðu deilunnar verða enn alvarlegri þegar yfirvinnubannið bætist við. Þetta er nú þegar mikið álag á starfsfólk spítalans og hann bendir á að deiluaðilar þurfi að leggja nótt við dag til að leysa málið. “Við erum alltaf að uppfæra okkar neyðaráætlanir. Það er þó ákveðin kostur í verkfalli að það er verklag og það er undanþágunefnd. Þá er hægt að kalla inn fólk. En þetta er allt mjög tæpt nú þegar vegna þess hversu fáliðuð við erum. Auk þess eru allar þessar aðgerðir í júlí sem er álagsmánuður á kvennadeild,” segir Páll Matthíasson.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira