Útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 20:00 Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi. Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, útilokar ekki að gjaldtaka hefjist að nýju í Hvalfjarðargöngum eftir að henni verður hætt þegar ríkið tekur við rekstri þeirra í september. Óljóst er þó hvenær það gæti orðið. Öll lán verða að fullu greidd í september og göngin afhent ríkinu til eignar. Gjaldtöku verður þá hætt og mun Vegagerðin annast rekstur þeirra, að minnsta kosti til áramóta. „Stóra málið er þetta: Ríkið ákvað að fara í þetta fyrir 20 árum með sérstakri löggjöf og gjaldtöku og þegar væri búið að greiða upp lánin þá yrði gjaldtökunni hætt. Það erum við að standa við núna,” segir Sigurður Ingi. Hversu lengi frítt verður í göngin er þó óráðið. „Hvað svo sem gerist síðar meir í einhverri framtíð, þegar menn þurfa að tvöfalda Hvalfjarðargöngin eða fara í einhverjar aðrar framkvæmdir, en núna mun þessi gjaldtaka, vegna þessarar framkvæmdar hætta enda búið að greiða hana.” Þannig verði gjaldfrjáls í göngin um óákveðinn tíma. Hvenær ákvörðun tvöföldun ganganna verður tekin er einnig nokkuð á reiki en kann að skýrast betur þegar samgönguáætlun verður kynnt í haust. „Það hafa satt best að segja verið aðeins mismunandi skoðanir, áherslur, á hvenær þarf að hefjast handa. Ég hef bara beðið Vegagerðina um að fara vel yfir það og leggja slík minnisblöð fyrir okkur,” segir Sigurður Ingi. Fyrir liggur að þegar ríkið tekur við göngunum muni starfsfólk Spalar missa vinnuna. „Það er auðvitað gallinn við það að þessu verkefni sé lokið og gjaldtöku hætt að það er auðvitað fólk sem missir vinnuna. Það er reyndar þó þannig að það hefði hvort eð er þurft að fara að breyta um hugbúnað og væntanlega fara í svona beinar myndavélatökur og væntanlega verður gjaldtaka framtíðarinnar byggð á einhverju slíku,” segir Sigurður Ingi.
Hvalfjarðargöng Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53 Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15 Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Sjá meira
Forsætisráðherra útilokar ekki gjaldtöku í vegakerfinu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, kveðst ekki útiloka gjaldtöku í vegakerfinu á leiðum þar sem aðrar leiðir eru í boði, það er að segja þar sem hægt er að komast á áfangastað á annarri leið en þeirri sem þarf að borga fyrir, líkt og er raunin með Hvalfjarðargöng. 9. apríl 2018 15:53
Styttist í að öll sautján missi vinnuna Átta starfsmenn í gjaldskýlinu við Akranesenda Hvalfjarðarganga missa vinnuna þegar hætt verður að rukka í göngunum í haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um dagsetningu en stefnt er á september. 10. júlí 2018 09:15
Spölur hættir að rukka í Hvalfjarðargöng í september Umferð um göngin hefur aldrei verið meiri en í fyrra. 24. mars 2018 11:45