Kippur í veiðinni í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2018 11:00 Fallegur lax af bátsvaðinu í Eystri Rangá Mynd: ranga.is Það er greinilega að koma kippur í veiðina í Eystri Rangá og göngur að aukast enda er það farið að sjást á veiðitölum. Síðustu daga hafa verið að koma nálægt 50 löxum á land á dag og það er alltaf að aukast lífið í ánni. Hún er yfirleitt að hrökkva í gang um þennan tíma og þá fer hún iðullega yfir 50 laxa á dag og jafnvel upp í 70-90 laxa daga þegar vel liggur á henni. Það getur sett strik í veiðitölurnar að hún dettur stundum í lit og verður illveiðanleg en haldist hún nokkuð hrein í lengri tíma er hún ansi fljót að raða sér á topp fimm listann yfir aflahæstu ár landins. Veiðimenn sem hafa veið við ánna síðustu daga hafa vel tekið eftir göngum í ána og þá sérstaklega þegar vaktin hefur verið staðinn við Bátsvaðið sem er einn neðsti veiðistaðurinn í Eystri Rangá. Í síðustu viku þegar tölur komu út fyrir veiðina í laxveiðiánum voru komnir 216 laxar á land en hún er núna að teygja sig í 500 laxa og á klárlega eftir að renna í sitt besta tímabil. Mest lesið Tungufljót komið til Fiská Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði
Það er greinilega að koma kippur í veiðina í Eystri Rangá og göngur að aukast enda er það farið að sjást á veiðitölum. Síðustu daga hafa verið að koma nálægt 50 löxum á land á dag og það er alltaf að aukast lífið í ánni. Hún er yfirleitt að hrökkva í gang um þennan tíma og þá fer hún iðullega yfir 50 laxa á dag og jafnvel upp í 70-90 laxa daga þegar vel liggur á henni. Það getur sett strik í veiðitölurnar að hún dettur stundum í lit og verður illveiðanleg en haldist hún nokkuð hrein í lengri tíma er hún ansi fljót að raða sér á topp fimm listann yfir aflahæstu ár landins. Veiðimenn sem hafa veið við ánna síðustu daga hafa vel tekið eftir göngum í ána og þá sérstaklega þegar vaktin hefur verið staðinn við Bátsvaðið sem er einn neðsti veiðistaðurinn í Eystri Rangá. Í síðustu viku þegar tölur komu út fyrir veiðina í laxveiðiánum voru komnir 216 laxar á land en hún er núna að teygja sig í 500 laxa og á klárlega eftir að renna í sitt besta tímabil.
Mest lesið Tungufljót komið til Fiská Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Ferðamálaskóli Íslands með námskeið í veiðileiðsögn Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Úlfarsá komin til SVFR Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Ein mest krefjandi en skemmtilegsta veiði sem þú finnur Veiði