Myndbandið er unnið gegnum svokallaða stop motion tækni og er þar af leiðandi ekki unnið á hefðbundinn hátt heldur eingöngu úr ljósmyndum. 10 rammar eru á hverri sekúndum og eru um 3000 ljósmyndir í myndbandinu sem er fimm mínútna langt.
Gerð myndbandsins var í höndum Andvara þar sem Guðný Rós Þórhallsdóttir sá um leikstjórn og Birta Rán Björgvinsdóttir og Arnór Einarsson sáu um upptökur. Stílisti var Kristbjörg Lára Gunnarsdóttir og sá hún einnig um förðun.
Myndbandið má sjá hér að neðan.