Hundruð boða komu sína á mótmæli á Austurvelli vegna ljósmæðradeilunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 11:03 Stuðningsfólk ljósmæðra hefur mætt að húsakynnum ríkissáttasemjara undanfarnar vikur þegar þar hefur verið fundað í deilunni. Vísir/Elín Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Yfir 800 manns hafa boðað komu sína á mótmæli á Austurvelli klukkan 15 í dag vegna ljósmæðradeilunnar. Yfirskrift mótmælanna er Vaknið ríkisstjórn! en til þeirra er boðað á sama tíma og áætlað er að fundur standi yfir á Alþingi. Þingfundur hefst klukkan 13:30. Það er Jæja-hópurinn sem stendur fyrir mótmælunum og hafa um 830 manns boðað komu sína á Facebook-síðu viðburðarins. Þá hafa 3500 manns merkt sig áhugasama um viðburðinn.Meiri baráttuhugur í fólki núna en oft áður Sara Oskarsson í Jæja-hópnum segir að það sé meiri baráttuhugur í fólki núna heldur en oft áður. Andrea Eyland mun stýra fundi og ræðumenn verða þær Sæunn Kjartansdóttir, sálgreinir, og Þórdís Klara Ágústsdóttir, ljósmóðir. „Ég held að það hafi hleypt svolítið illu blóði í fólk þegar það sá fréttir í morgun um að hátíðarfundurinn á Þingvöllum mun kosta meira en gert var ráð fyrir. Ég vona að verði nokkuð vel mætt. Það er verið að útbúa kröfuspjöld og það er mikill baráttuhugur í fólki, meiri en oft áður,“ segir Sara í samtali við Vísi. Yfirvinnubann ljósmæðra hefst á miðnætti. Frá og með þeim tíma munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína en kjaradeila þeirra og ríkisins er í algjörum hnút eftir að samningafundur í síðustu viku bar ekki árangur.Hafa lagt fram sínar lokakröfur Ljósmæður höfðu á fundi viku áður lagt fram sínar lokakröfur og segjast þær ekki ætla að hvika frá þeim. Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, sagði hins vegar eftir fundinn í síðustu viku að ríkið sæi enga mökuleika á að koma til móts við kröfur ljósmæðra. Í kröfum þeirra felst þegar allt er talið 17 til 18 prósenta hækkanir, annars vegar launahækkun og hins vegar 170 milljónir króna sem kæmu frá velferðarráðuneytinu í gegnum stofnanasamninga til að leiðrétta launasetningu ljósmæðra. Boðað hefur verið til næsta fundar í deilunni hjá ríkissáttasemjara klukkan 10 næstkomandi mánudag.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Tengdar fréttir Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30 Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23 Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. 14. júlí 2018 20:30
Lagasetning á ljósmæður hefur ekki verið til umræðu Samninganefndin hefur fullt svigrúm til að semja svo lengi sem það ógnar ekki stöðugleika á vinnumarkaði. 16. júlí 2018 17:23
Boðað til fundar í ljósmæðradeilunni Boðað hefur verið til fundar í kjaradeilu ljósmæðra og ríkisins næstkomandi mánudag í húsnæði ríkissáttasemjara klukkan 10. 16. júlí 2018 15:28