Sixpakk eins og strákarnir í sjónvarpinu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 17. júlí 2018 08:18 Ómar R. Valdimarsson lögmaður tók lífsstílinn í gegn fyrir nokkrum árum og skóf af sér 20 kíló. Hann segir heilsusamlegra mataræði hafa komið af sjálfu sér þegar hann hóf að hreyfa sig relgulega en hann féll fyrir CrossFit. Hér eru Ómar og eiginkonan Margrét Ýr Ingimarsdóttir í hjólatúr í Búdapest. „Ég var sá sem skrópaði í leikfimi í skólanum í gamla daga og fór frekar út að reykja. Í mörg ár vann ég sem blaðmaður og er lögmaður í dag, bæði að mestu leyti kyrrsetustörf. Ég pældi aldrei í því sem ég setti ofan í mig og var borðandi öllum stundum, of mikið, af óhollum mat og var bara orðinn allt of þungur. Einn daginn steig ég á vigtina og sá töluna 99,9. Mig langaði alls ekki að sjá töluna 100,“ segir Ómar R. Valdimarsson. Hann greip því í taumana. Tók upp hollari lífshætti og datt niður á hreyfingu sem hann lýsir sem ávanabindandi en hann hafði aldrei fest sig við íþróttir af neinu tagi fram að því.Þeir sem stunda CrossFit eru yfirleitt mjög spenntir fyrir því að heimsækja aðrar CrossFit stöðvar þegar þeir eru á ferðalagi að sögn Ómars. Þarna er hann að berjast við æfinguna „Clean & Jerk“ á CrossFit stöð í Búdapest í fyrravor.„Systur mínar voru svo elskulegar að gefa mér þriggja vikna grunnnámskeið í CrossFit. Ég dreif mig á námskeiðið og smitaðist algerlega. Hafði prófað ýmislegt sem unglingur, karate og júdó, hestamennsku, skíði og mætti jafnvel á eina fótboltaæfingu en svo fann ég mig bara í þessu, á gamals aldri,“ segir hann. Það sé ekki síst uppörvunin í hópnum sem haldi honum við efnið. „CrossFit er einstaklingsíþrótt en samt hópíþrótt. Félagsskapurinn er svo sterkur og sami hópur sækir sömu tímana. Þeir sem eru fljótari að klára æfingarnar hvetja hina áfram. Allir eru saman í baráttunni þennan klukkutíma og það myndast mikil stemming. Á fullorðinsárum er maður ekkert endilega að mynda ný vinatengsl en það hef ég gert í gegnum CrossFit.“Gott er að byrja æfingu á róðrarvélinni til þess að koma pumpunni í gang, segir Ómar.Meðvitaðri um mataræðið Ómar segir heilsusamlegra mataræði hafa komið af sjálfu sér eftir að hann fór að æfa reglulega. Hann telji ekki ofan í sig kaloríurnar en er meðvitaður um það sem hann borðar. Það haldist í hendur að velja frekar hollari kost samhliða stífum æfingum. Að sama skapi sé auðvelt að missa tökin þegar slaknar á æfingaplaninu. „Ég fæ mér yfirleitt hafragraut með próteindufti út á í morgunmat. Í hádeginu er það nánast alltaf burrito eða kjúklingur og sætar kartöflur og milli mála fæ ég mér eitthvað próteinríkt. Í kvöldmatinn reyni ég að fá mér eitthvað sem inniheldur lítið af kolvetnum. Ef ég vel mér eitthvað óhollt að borða í dag er það meðvituð ákvörðun meðan áður var algjört hugsunarleysi í matarvenjum hjá mér. Ég fór úr 99,9 niður í 80 kíló, ég er því greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Ómar.„Þarna er ég með tveimur góðum vinum mínum sem ég eignaðist eftir að ég fór að stunda CrossFit.“ Frá vinstri, Benedikt Bjarnason, forstjóri Global Call á Íslandi, Mark Weinberg, frá Bandaríkjunum sem settist ungur í helgan stein og flakkar um veröldina að prófa nýjar CrossFit æfingarstöðvar, og Ómar.„En, ég hef reyndar verið meiddur í öxl um tíma eftir að hafa þurft í uppskurð. Í kjölfarið hef ég ekki getað æft eins stíft og þá finn ég hversu auðveldlega ég get misst tökin á mataræðinu. Það eru enn þá 3 – 4 mánuðir í að ég geti farið „all in“ í CrossFit æfingarnar aftur. Ég þarf að passa mig, engin spurning,“ segir hann sposkur en hefur þó ekki stórkostlegar áhyggjur af því að fara út af sporinu. „Maður býr að því að hafa verið duglegur mánuðina á undan. Þá er maður fljótur að ná sér á strik,“ segir hann. Enda stjórni hann því hvað er í matinn á heimilinu. „Ég er svo heppinn, eða óheppinn eftir því hvernig á það er litið, að við hjónin erum sammála um að ég sjái um matinn. Reyndar hefur hún reynt að benda mér á að stundum vilji börnin bara eitthvað einfalt, eins og kjötbollur, en ekki eitthvað sætkartöflurugl,“ segir hann hlæjandi. Hann telji sig betri fyrirmynd en áður hvað varðar mataræði og lífsstíl og passar sig á að stunda engan öfgakenndan áróður. „Þetta má auðvitað ekki fara að snúast um eitthvert ákveðið útlit heldur heilsusamlega lífshætti,“ segir hann. „Innst inni langar mig samt bara til þess að hafa sixpakk, eins og strákarnir í sjónvarpinu.“„Þarna er ég með fjölskyldunni í Taílandi um síðustu jól, sæmilega ánægður með lífið og tilveruna og með það að þurfa ekki að skammast mín á ströndinni,“ segir Ómar glettinn en hann hafi lengi dreymt um „sixpakk“.Ómar ásamt Davíð Erni Kjartanssyni og Guðjóni Jónssyni, að lokinni æfingu í CrossFit Reykjavík. „Þeir tveir eru á meðal fjölmargra góðra vina sem maður hefur eignast í hópnum sem æfir kl. 11.00 alla virka daga.“ Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
„Ég var sá sem skrópaði í leikfimi í skólanum í gamla daga og fór frekar út að reykja. Í mörg ár vann ég sem blaðmaður og er lögmaður í dag, bæði að mestu leyti kyrrsetustörf. Ég pældi aldrei í því sem ég setti ofan í mig og var borðandi öllum stundum, of mikið, af óhollum mat og var bara orðinn allt of þungur. Einn daginn steig ég á vigtina og sá töluna 99,9. Mig langaði alls ekki að sjá töluna 100,“ segir Ómar R. Valdimarsson. Hann greip því í taumana. Tók upp hollari lífshætti og datt niður á hreyfingu sem hann lýsir sem ávanabindandi en hann hafði aldrei fest sig við íþróttir af neinu tagi fram að því.Þeir sem stunda CrossFit eru yfirleitt mjög spenntir fyrir því að heimsækja aðrar CrossFit stöðvar þegar þeir eru á ferðalagi að sögn Ómars. Þarna er hann að berjast við æfinguna „Clean & Jerk“ á CrossFit stöð í Búdapest í fyrravor.„Systur mínar voru svo elskulegar að gefa mér þriggja vikna grunnnámskeið í CrossFit. Ég dreif mig á námskeiðið og smitaðist algerlega. Hafði prófað ýmislegt sem unglingur, karate og júdó, hestamennsku, skíði og mætti jafnvel á eina fótboltaæfingu en svo fann ég mig bara í þessu, á gamals aldri,“ segir hann. Það sé ekki síst uppörvunin í hópnum sem haldi honum við efnið. „CrossFit er einstaklingsíþrótt en samt hópíþrótt. Félagsskapurinn er svo sterkur og sami hópur sækir sömu tímana. Þeir sem eru fljótari að klára æfingarnar hvetja hina áfram. Allir eru saman í baráttunni þennan klukkutíma og það myndast mikil stemming. Á fullorðinsárum er maður ekkert endilega að mynda ný vinatengsl en það hef ég gert í gegnum CrossFit.“Gott er að byrja æfingu á róðrarvélinni til þess að koma pumpunni í gang, segir Ómar.Meðvitaðri um mataræðið Ómar segir heilsusamlegra mataræði hafa komið af sjálfu sér eftir að hann fór að æfa reglulega. Hann telji ekki ofan í sig kaloríurnar en er meðvitaður um það sem hann borðar. Það haldist í hendur að velja frekar hollari kost samhliða stífum æfingum. Að sama skapi sé auðvelt að missa tökin þegar slaknar á æfingaplaninu. „Ég fæ mér yfirleitt hafragraut með próteindufti út á í morgunmat. Í hádeginu er það nánast alltaf burrito eða kjúklingur og sætar kartöflur og milli mála fæ ég mér eitthvað próteinríkt. Í kvöldmatinn reyni ég að fá mér eitthvað sem inniheldur lítið af kolvetnum. Ef ég vel mér eitthvað óhollt að borða í dag er það meðvituð ákvörðun meðan áður var algjört hugsunarleysi í matarvenjum hjá mér. Ég fór úr 99,9 niður í 80 kíló, ég er því greinilega að gera eitthvað rétt,“ segir Ómar.„Þarna er ég með tveimur góðum vinum mínum sem ég eignaðist eftir að ég fór að stunda CrossFit.“ Frá vinstri, Benedikt Bjarnason, forstjóri Global Call á Íslandi, Mark Weinberg, frá Bandaríkjunum sem settist ungur í helgan stein og flakkar um veröldina að prófa nýjar CrossFit æfingarstöðvar, og Ómar.„En, ég hef reyndar verið meiddur í öxl um tíma eftir að hafa þurft í uppskurð. Í kjölfarið hef ég ekki getað æft eins stíft og þá finn ég hversu auðveldlega ég get misst tökin á mataræðinu. Það eru enn þá 3 – 4 mánuðir í að ég geti farið „all in“ í CrossFit æfingarnar aftur. Ég þarf að passa mig, engin spurning,“ segir hann sposkur en hefur þó ekki stórkostlegar áhyggjur af því að fara út af sporinu. „Maður býr að því að hafa verið duglegur mánuðina á undan. Þá er maður fljótur að ná sér á strik,“ segir hann. Enda stjórni hann því hvað er í matinn á heimilinu. „Ég er svo heppinn, eða óheppinn eftir því hvernig á það er litið, að við hjónin erum sammála um að ég sjái um matinn. Reyndar hefur hún reynt að benda mér á að stundum vilji börnin bara eitthvað einfalt, eins og kjötbollur, en ekki eitthvað sætkartöflurugl,“ segir hann hlæjandi. Hann telji sig betri fyrirmynd en áður hvað varðar mataræði og lífsstíl og passar sig á að stunda engan öfgakenndan áróður. „Þetta má auðvitað ekki fara að snúast um eitthvert ákveðið útlit heldur heilsusamlega lífshætti,“ segir hann. „Innst inni langar mig samt bara til þess að hafa sixpakk, eins og strákarnir í sjónvarpinu.“„Þarna er ég með fjölskyldunni í Taílandi um síðustu jól, sæmilega ánægður með lífið og tilveruna og með það að þurfa ekki að skammast mín á ströndinni,“ segir Ómar glettinn en hann hafi lengi dreymt um „sixpakk“.Ómar ásamt Davíð Erni Kjartanssyni og Guðjóni Jónssyni, að lokinni æfingu í CrossFit Reykjavík. „Þeir tveir eru á meðal fjölmargra góðra vina sem maður hefur eignast í hópnum sem æfir kl. 11.00 alla virka daga.“
Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning