Katrín: „Ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík” Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. júlí 2018 20:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra að loknum fundi ríkisstjórnarinnar með sveitarstjórnafulltrúum á Vesturlandi sem fram fór að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi. Snæfellsbær Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Langaholti í Snæfellsbæ í dag og þá var settur í loftið nýr þjónustuvefur fyrir almenning. „Það er eiginlega ákvörðun mín að ríkisstjórnin eigi stundum að fara út fyrir 101 Reykjavík að funda og það var okkar niðurstaða að funda hér á þessum sólríka og fallega degi,” sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við fréttastofu að fundi loknum með fulltrúum sveitarstjórna á Vesturlandi. „Við fengum aðeins að heyra hvað brennur mest á þeim,” segir Katrín. Farið hafi verið um víðan völl en samgöngumál, landbúnaður og umhverfismál voru meðal annars ofarlega á baugi. Á undan fundinum með fulltrúum sveitarstjórna fór fram hefðbundinn ríkisstjórnarfundur þar staða vinnu starfshóps um endurskoðun eignarhalds á bújörðum og kaup útlendinga á jarðnæði á Íslandi voru meðal annars til umræðu. Þá kynnti Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnaráðherra” nýjan vef til sögunnar, svokallað þjónustukort. „Hugmyndin er að setja á laggirnar svona vefsjá þar sem að annars vegar almenningur getur séð þjónustu, bæði hins opinbera og líka einkaaðila, hvað er í boði á tilteknu landsvæði,” segir Sigurður Ingi. „En fyrir okkur stjórnvöld, ríki og sveitarfélög, þá er þetta líka tæki til þess að sjá á myndrænan hátt hvaða þjónusta er í boði, hvaða þjónustu vantar í samanburði við önnur svæði og geta þá brugðist við, til dæmis í byggðaáætlunum eða öðrum slíkum verkefnum.” Fyrsti áfangi vefsjárinnar fór í loftið í dag en ætlunin er að þar verði í framtíðinni hægt að nálgast upplýsingar um nær alla þá þjónustu sem í boði er á hverju svæði. „Það þarf oft á tíðum að breyta aðgenginu að upplýsingunum til að geta nýtt þær,” segir Sigurður Ingi.
Snæfellsbær Mest lesið Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira