Persónuvernd of fáliðuð til að takast á við breytingarnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 16. júlí 2018 06:00 Ný persónuverndarlög tóku gildi í gær á fimmtugsafmælisdegi Helgu Þórisdóttur, forstjóra Persónuverndar. VÍSIR/VILHELM „Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
„Það má búast við að einhverjir hnökrar verði í byrjun, þannig hefur það verið annars staðar í Evrópu,“ segir Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, um gildistöku nýrra persónuverndarlaga í gær. Unnið hefur verið að undirbúningi fyrir hina nýju löggjöf hjá flestum fyrirtækjum landsins, sveitarfélögum og stofnunum ríkisins og það á eftir að koma í ljós hve vel stofnanir og fyrirtæki verða undirbúin þegar einstaklingar fara að herja á um réttindi sín. Helga segir algera sprengju hafa orðið í kvörtunum hjá Persónuverndarstofnunum víða um Evrópu eftir gildistöku laga þar og dæmi séu um að yfir þúsund mál hafi borist á fyrstu vikum eftir gildistöku laganna, bæði í Danmörku og Írlandi. Í Frakklandi hafi aukningin verið 50 prósent samanborið við árið á undan.Sjá einnig: Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Helga segir að þótt Persónuvernd hafi verið efld til muna og starfsfólki fjölgað úr sjö í tólf dugi það engan veginn. „Ég þyrfti helst að fá fimm nýja lögfræðinga strax á morgun til að takast á við þennan gríðarlega verkefnahala sem fyrir er auk allra þessara nýju verkefna,“ segir Helga og nefnir nýjar eftirlitsskyldur stofnunarinnar, þrengri tímafrest og aukið erlent samstarf sem kemur til vegna nýrra kæruleiða þvert á landamæri. Helga segir að skoða þurfi hvort og hvernig megi klára málahalann, mögulega með lagasetningu. Í Svíþjóð hafi stofnunin til dæmis heimild til að vísa málum frá ef úrskurður liggur fyrir í sambærilegu máli. Þá hafi Samkeppniseftirlitið heimild til að forgangsraða málum og taka ekki öll mál fyrir. „Það gefur augaleið að með mjög takmarkaðan fjölda starfsmanna að fást við 750 mál og svo kemur kannski sprengja af nýjum málum, þá verður að bregðast við því.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00 Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00 Mest lesið Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Konan er fundin Innlent „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Fleiri fréttir Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Sjá meira
Segir ekki kjöraðstæður að fást við nýja persónuverndarlöggjöf vegna mikils álags Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að ekki séu kjöraðstæður hjá stofnuninni til að takast á við þann mikla málafjölda sem gera má ráð fyrir að fylgi nýrri persónuverndarlöggjöf sem tekur gildi á sunnudag. 11. júlí 2018 09:00
Miklir hagsmunir í húfi með nýju persónuverndarlögunum Ný persónuverndarlöggjöf sem tók gildi í dag er lítt gagnleg ef einstaklingar nýta ekki réttindin sem þeir öðlast með lögunum. Þetta segir framkvæmdastjóri fyrirtækis sem sérhæfir sig í hagkerfi persónuupplýsinga. Yfir þrettán hundruð manns hafa skráð sig í hóp á Facebook sem ber yfirskriftina "ég vil fá persónugögnin mín.“ 15. júlí 2018 20:00