Hitamet sumarsins slegið í Reykjavík: 14,2 gráður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. júlí 2018 12:14 Ófáar fréttir hafa verið sagðar af áhyggjum borgarbúa yfir sólarleysi, en íbúar á Norðausturlandinu hafa verið heldur heppnari. Í morgun var slegið hitamet í Reykjavík þar sem mældust heilar 14,2 gráður. Hæstur hafði hitinn mælst 13,4 stig í borginni. Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að frá og með morgundeginum muni birta til í flestum landshlutum. Þó sé ekki tímabært að henda regnhlífinni þar sem búist er við rigningu á öllu landinu á föstudag. „Í næstu viku er spáð hæglætisveðri á öllu landinu. Þá er útlit fyrir að það verði væta til að byrja með á Norðausturlandinu á mánudag. Svo verður hægviðri og bjart með köflum. Það ætti að sjást til sólar í flestum landshlutum frá þriðjudegi og fram á fimmtudag. Svo er útlit fyrir rigningu á öllu landinu á föstudag,“ segir Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þá eru veðurfregnirnar sérstaklega ánægjulegar fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að minna verður um lægðargang. „Útlit er fyrir að það verði bjart og fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu frá og með morgundeginum og fram eftir viku. Þá gæti orðið hlýtt í innsveitum, sérstaklega þar sem er skjól,“ segir Elín Björk. Þó segir hún ekki útlit fyrir miklar breytingar, en ólíklegt er að ný hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu. Þó mun sjást til sólar sem gleðja muni eflaust ófáa borgarbúa. „Það er ekki útlit fyrir stórar breytingar. Við sjáum ekki fram á mjög hlýtt loft yfir landinu. En það er vissulega minna um lægðargang í spánum núna næstu vikur en verið hefur,“ segir Elín Björk. Veður Tengdar fréttir Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. 14. júlí 2018 23:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Ófáar fréttir hafa verið sagðar af áhyggjum borgarbúa yfir sólarleysi, en íbúar á Norðausturlandinu hafa verið heldur heppnari. Í morgun var slegið hitamet í Reykjavík þar sem mældust heilar 14,2 gráður. Hæstur hafði hitinn mælst 13,4 stig í borginni. Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að frá og með morgundeginum muni birta til í flestum landshlutum. Þó sé ekki tímabært að henda regnhlífinni þar sem búist er við rigningu á öllu landinu á föstudag. „Í næstu viku er spáð hæglætisveðri á öllu landinu. Þá er útlit fyrir að það verði væta til að byrja með á Norðausturlandinu á mánudag. Svo verður hægviðri og bjart með köflum. Það ætti að sjást til sólar í flestum landshlutum frá þriðjudegi og fram á fimmtudag. Svo er útlit fyrir rigningu á öllu landinu á föstudag,“ segir Elín Björk Jónsdóttir, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þá eru veðurfregnirnar sérstaklega ánægjulegar fyrir þá sem búa á höfuðborgarsvæðinu að því leyti að minna verður um lægðargang. „Útlit er fyrir að það verði bjart og fallegt veður á höfuðborgarsvæðinu frá og með morgundeginum og fram eftir viku. Þá gæti orðið hlýtt í innsveitum, sérstaklega þar sem er skjól,“ segir Elín Björk. Þó segir hún ekki útlit fyrir miklar breytingar, en ólíklegt er að ný hitamet verði slegin á höfuðborgarsvæðinu. Þó mun sjást til sólar sem gleðja muni eflaust ófáa borgarbúa. „Það er ekki útlit fyrir stórar breytingar. Við sjáum ekki fram á mjög hlýtt loft yfir landinu. En það er vissulega minna um lægðargang í spánum núna næstu vikur en verið hefur,“ segir Elín Björk.
Veður Tengdar fréttir Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. 14. júlí 2018 23:15 Mest lesið Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Erlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Innlent Hættir á þingi vegna deilna við Trump Erlent Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ Erlent Fleiri fréttir Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Sjá meira
Jafnvel fleiri sólskinsdagar á suðvesturhorninu í næstu viku en gert var ráð fyrir Hlé verður á úrkomu um stund og ef fram fer sem horfir mun ekki byrja aftur að rigna í landshlutanum fyrr en framundir næstu helgi. 14. júlí 2018 23:15