Hafa verið sendar á Akranes vegna álags á Landspítala Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 14. júlí 2018 20:30 Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Dæmi eru um að senda hafi þurft konur frá höfuðborgarsvæðinu í keisaraskurð á Akranesi vegna álags á Landspítalanum. Uppsögnum ljósmæðra fer fjölgandi en ekki hefur verið boðað til nýs fundar í kjaradeilunni. Að sögn Lindu Kristmundsdóttur, framkvæmdastjóra kvenna- og barnasviðs Landspítala, hafa yfir 30 ljósmæður hafa sagt upp störfum á Landspítananum. Tólf þeirra tóku gildi um mánaðamótin og að óbreyttu hefst yfirvinnubann á miðnætti á miðvikudaginn. Neyðaráætlun hefur verið í gangi frá mánaðamótum en á mánudaginn munu stjórnendur spítalans funda um það hvernig bregðast skuli við og útfæra neyðaráætlun þegar yfirvinnubannið skellur á. Það er víðar en á Landspítalanum sem ljósmæður hafa sagt upp. Á Selfossi hefur ein af átta starfandi ljósmæðrum sagt starfi sínu lausu. Þá hafa fjórar af átta skilað uppsagnarbréfi á Suðurnesjum en þar er þjónusta skert í júlí vegna undirmönnunar. Á Akranesi hafa tvær ljósmæður af fjórtán sagt upp en þangað hefur þurft að senda konur frá höfuðborgarsvæðinu vegna álags á Landspítalanum. „Þetta eru konur sem þurfa að fara í fyrirfram ákveðinn keisara útaf einhverju,“ segir Hrafnhildur Ólafsdóttir, ljósmóðir á Akranesi. „Ég veit ekki hvað eru komnir margir keisarar síðan 1. júlí en þetta eru nokkrir sem við höfum verið að taka. Þess utan hafi orðið vart við aukinn áhuga á deildinni á Akranesi. „Það er mikið hringt og spurt og fá upplýsingar og hvort það megi koma og megi koma og skoða,“ segir Hrafnhildur. Þá hafa ljósmæður boðað félagsfund á mánudagskvöldið þar sem farið verður yfir hvað má og hvað ekki þegar yfirvinnubannið tekur gildi. „Rauninni bara að taka stöðuna og undirbúa í rauninni konur fyrir yfirvinnuverkfallið sem hefst á miðvikudaginn og svona fara yfir hvað má og hvað ekki og svona,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður kjaranefndar ljósmæðra. Óheimilt verður að fara framhjá yfirvinnubanninu, án sérstakrar undanþágu. „Það þarf að sækja um undanþágu fyrir hvert tilvik fyrir sig, til sérstakrar undanþágunefndar,“ segir Katrín.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30 „Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00 Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37 Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Fái svigrúm til að líta inn á við og taka utan um fjölskylduna Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Sjá meira
Tekist að manna helgina en óvissa komi til yfirvinnubanns „Róðurinn þyngist með hverjum deginum. Öryggi mæðra og barna er það sem mestu máli skiptir,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra um stöðuna í ljósmæðradeilunni. 14. júlí 2018 07:30
„Stál í stál“ í kjaradeilu ljósmæðra: Ótímabært að ræða lagasetningu að sögn ráðherra Viðræður ríkissins og ljósmæðra eru stál í stál og enn ber of langt í milli til að grundvöllur sé fyrir miðlunartillögu að sögn ríkissáttasemjara. Heilbrigðisráðherra kveðst reiðubúinn að koma aftur að borðinu þegar samningur sé í sjónmáli en segir ótímabært að ræða íþyngjandi aðgerðir á borð við lagasetningu. 12. júlí 2018 19:00
Vildu ekki beita þvingunum en verða að virkja 17. greinina til að tryggja lágmarksmönnun Linda Kristmundsdóttir er framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítalans. Hún segist ekki vilja beita þvingunum en spítalanum sé skylt að tryggja öryggi og lágmarksmönnun. 12. júlí 2018 20:37