Óska eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvalsins Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 13. júlí 2018 19:30 Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur. Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð í greiningu á erfðasýni hvals sem veiddur var um helgina. Sérfræðingar telja ýmist að um friðaða steypireyð eða blending sé að ræða. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur, segir hvalinn líkjast blendingi langreyðar og steypireyðar. Ef slíkt reynist satt er þetta fimmti blendingurinn sem kemur að landi en sá fyrsti uppgötvaðist árið 1986 „Líkt og hinir blendingarnir, þá svipar hann meira til langreyðar á bakinu en steypireiðar kviðlagt. Það er ástæða þess að hann er skotinn sem langreyður. Á sjónum sést einungis efri hluti líkamans,“ segir Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur.Stærðamunur er á tegundunum tveimur sem um ræðir en steypireyður er stærsta dýr heims. Þyngdarmunur dýranna nemur um 60-80 tonnum. Hvalurinn sem veiddur var um helgina ber einkenni beggja tegunda. Að sögn Gísla er hann er með bakugga og dökkan baklit langreyðar en kviðurinn svipar til steypireyðar. Þá séu öll skíðin í kjaftinum svört líkt og á steypireyð. Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um málið af kappi en í umfjöllun BBC segjast nokkrir sérfræðingar handvissir um að steypireyð sé að ræða. Í sömu umfjöllun kveðst Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf. engan vafa leika á því að um blending sé að ræða. Þá segir Gísli að ef rétt reynist að um blending sé að ræða hafi lögbrot ekki verið framið. Enda séu engin lög til um blendinga þar sem þeir tilheyri ekki ákveðinni tegund dýra. En steypireyður er friðuð og er því ólöglegt að skjóta slík dýr. „Nú erum við að gera ráðstafanir til að setja sýni í erfðagreiningu. Við erum að vinna að því að semja við rannsóknarstofu um að skoða sýnið sem fyrst því við erum ekki með slíka rannsóknarstofu sjálfir. Venjulega rannsökum við þetta á haustin en við ætlum að flýta ferlinu núna,“ segir Gísli. Ef frumrannsókn nægir verður komin niðurstaða um tegund hvalsins innan 10 daga að sögn Gísla, en ef vafi verður á tegund dýrsins að frumrannsókn lokinni þarf að ráðast í frekari rannsóknir sem gætu tekið fleiri vikur.
Hvalveiðar Tengdar fréttir Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31 „Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Sjá meira
Kristján handviss um að hvalurinn sé blendingur Ég er algjörleg viss um það að þetta sé blendingshvalur segir Kristján Loftsson forstjóri Hvals. 12. júlí 2018 16:31
„Hversu oft langar ykkur að sjá þetta?“ Náttúruverndarsamtökin Sea Shepard hafa sent frá sér áróðursmyndband gegn hvalveiðum Hvals hf., sem endurvaktar voru í sumar. 6. júlí 2018 08:04