G! Festival í Færeyjum í blússandi gangi Stefán Þór Hjartarson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Úlfur Úlfur í sumarblíðunni í Færeyjum. Kapteinn Per Jakobsen skutlaði drengjunum út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá þeim áður. Fréttablaðið/Stefán Þór Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“ Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira
Um þessar mundir fer fram tónlistarhátíðin G! Festival í Færeyjum, sem er nokkurs konar Iceland Airwaves og Þjóðhátíð í Eyjum slegið saman í eina hátíð. Blaðamaður Lífsins er á svæðinu til að skrásetja það sem fram fer á þessari færeysku hátíð. Hljómsveitin Úlfur Úlfur er fulltrúi Íslands á hátíðinni þetta árið enda vinsæl hjá frændum vorum, sem geta sungið með Brennum allt eins og það væri Stál og hnífur í týpískri tjaldútilegu. Sólin hefur ekki látið sig vanta á hátíðinni, annað en er á sunnanverðu Fróni, og því ekki vitlaust fyrir Sunnlendinga að renna út á Reykjavíkurflugvöll og taka þetta stutta flug suður til Færeyja þar sem hægt er að ná smá lit. Fróðustu menn hér í Færeyjum tala um að þetta sé eitt besta veður sem komið hefur langa lengi og því um að gera að drífa í að panta miða. „Það er geggjað að vera hérna, ég er ógeðslega peppaður,“ segir Arnar Freyr, sem er annars kátur yfir því að fá loksins smá lit eftir grátt sumarið á Íslandi.Það beit ekkert á hjá Helga en hann lét það ekki stoppa sig í að njóta G! Festival.Fréttablaðið/Stefán Þór„Þetta er auðvitað draumur að rætast – ég sótti persónulega um að spila á G! Festival árið 2011 eða 2012. Ég hef lengi vitað af þessari hátíð og alltaf langað til að koma, en nú erum við hér og það er auðvitað frábært. Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu – Færeyingar eru svo góðir gestgjafar, ótrúlega næs og til í að gera allt fyrir mann.“ Strákarnir hituðu upp fyrir giggið með því að skella sér á sjóinn og anda að sér sjávarlofti. Úlfur Úlfur sem er frá Sauðárkróki, þar sem seltan liggur í loftinu, þarf auðvitað á því að halda að taka inn anganina af hafinu sem minnir á æskuslóðirnar til þess að koma sér í gírinn. Reyndar beit ekkert á þennan daginn en það kom ekkert að sök. Náttúrufegurðarinnar í Færeyjum sem er ótrúleg, hrikalegra fjallanna sem liggja snarbrött beint ofan í sjó og fallegra fjarðanna er best að njóta frá þilfari skips úti á spegilsléttum sjónum. „Okkar besti maður, kapteinn Per Jakobsen, skutlaði okkur út á fjörð á trillunni sinni. Spúnarnir voru miklu stærri en nokkur fiskur sem bitið hefur á hjá mér áður í lífinu. Leiðinlegt að við höfum ekki veitt nokkurn skapaðan hlut annað en einhvern þara – en við skemmtum okkur konunglega í góða veðrinu með honum Per – okkar besta manni. Þetta dregur ekkert úr okkur eða hitt þó heldur, við verðum ótrúlega hressir á sviðinu í kvöld.“
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Lífið Að lifa drauminn: Englafjárfestir, uppistandari, móðir, með sér yngri manni og og og... Áskorun „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv Menning Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Fleiri fréttir Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Sjá meira