Vilja koma norskum kollegum til aðstoðar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Sumarið hefur reynst norskum bændum mjög erfitt. Vísir/Getty Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Til skoðunar er hvort íslenskir bændur geti komið skandinavískum starfsbræðrum sínum til aðstoðar vegna uppskerubrests. Nær engin úrkoma hefur verið á hinum Norðurlöndunum það sem af er sumri. „Ég er nýbúinn að setja mig í samband við formenn allra systursamtaka Bændasamtaka Íslands (BÍ) og kanna hvort áhugi sé fyrir því að við hlaupum undir bagga,“ segir Sindri Sigurgeirsson, formaður BÍ.Fréttablaðið greindi frá því fyrr í mánuðinum að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefði hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey til Noregs. Fjölmargir bændur sýndu því áhuga. Danmörk, Finnland og Svíþjóð eiga öll aðild að ESB og þar á bæjum er viðbúnaðarpakki í undirbúningi. Noregur, sem er EFTA-ríki líkt og Ísland, nýtur þess ekki. Sindri segir að hann hafi verið í sambandi við Norðmenn um mögulega heyöflun handa þeim hér heima. Það muni allt skýrast betur eftir helgi. Fordæmi eru fyrir því að Norðurlöndin aðstoði hvert annað á slíkum tímum en Norðmenn seldu hingað hey í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli.Sindri Sigurgeirsson er formaður Bændasamtaka Íslands.„Staðan er grafalvarleg og hljóðið í kollegum mínum er mjög vont. Uppskerubresturinn er gríðarlegur. Það sem við getum gert er að kanna hvort við getum notað gott sumar og mikla sprettu til að aðstoða þá.“ Dr. Christian Smedshaug, framkvæmdastjóri hjá norska greiningarfyrirtækinu Agri Analyse, segir að staðan í landinu sé misjöfn. Sumir bændur búi við þann munað að eiga veitukerfi. Annars staðar sé staðan hins vegar svört. „Framan af sumri voru menn bjartsýnir og bjuggust við því að rigningin myndi koma. Nú er hins vegar útlit fyrir að júlí verði þurr, líkt og júní, og fyrsta rigningin komi ekki fyrr en í ágúst,“ segir Smedshaug. Hann segir að í skásta falli muni byrja að rigna í ágúst og bændur geti bjargað því sem bjargað verður. Á að giska myndi það þýða að menn hefðu um tvo þriðju af þeim forða sem þeir vanalega hafa. Bændur sjálfir eru svartsýnir og eru sumir búnir undir það versta. Þeir sem ekki hafa fjárhagslega burði til að brúa bilið sjá fram á að þurfa að skera niður allt að helming bústofnsins. Offramboð gæti orðið á kjöti og mjólkurframleiðsla gæti minnkað. „Á hluta landsins hefur heyöflun gengið illa vegna vætu en á Norður- og Austurlandi er gríðarlega mikill heyskapur,“ segir Sindri. „Þegar menn eru að hjálpa til held ég að það verði ekki gert með gróðavon í huga heldur verði litið á þetta sem stuðning við bændur í erfiðleikum.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Tengdar fréttir Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kannar nú hvort möguleiki sé á að selja hey frá Íslandi til suðurhluta Noregs þar sem heyskortur er víða. Hér á landi eiga margir bændur nóg af heyi fyrir næsta vetur. Margir bændur sýna málinu áhuga. 7. júlí 2018 10:12