„Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. júlí 2018 10:45 Það er allt í hnút í deilu ljósmæðra og ríkisins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. Ljósmæður höfnuðu tilboði sem samninganefnd ríkisins lagði fram en nefndarmaður í samninganefnd ljósmæðra segir tilboðið einungis gagnast þeim sem starfa á stærstu vinnustöðunum. „Það gekk ekki upp vegna þess að þetta hefði eingöngu gagnast hluta ljósmæðra en ekki öllum og við erum að semja fyrir allar ljósmæður. Þetta hefði mögulega gagnast ljósmæðrum á stærri stöðum eins og á Landspítalanum og sennilega á Akureyri. Þetta hefði aldrei gagnast fyrir dagvinnuljósmæður. Þær eru á lægstu laununum vegna þess að þær eru á strípuðum dagvinnugrunnlaunum,“ sagði Guðlaug María Sigurðardóttir í Bítinu á Bylgjunni á morgun en hún er í samninganefnd ljósmæðra.Tilboð samninganefndar ríkisins snerist um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu auk þess sem reynt var að koma til móts við þær launahækkanir sem ljósmæður krefjast.„Við vonum svo sannarlega að ráðamenn fari að skoða þetta af einhverri alvöru. Við felldum samning. Við viljum bæta við þann samning. Okkur vantar 110 milljónir. Þá erum við sáttar,“ sagðui Guðlaug.Eins og Vísir greindi frá í gær eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður.Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku.fréttablaðið/ernirSegir að það þurfi hressilega launahækkun til að lokka þær sem hafa sagt upp til baka Boðað yfirvinnubann félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands hefst eftir sex daga, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Þá hefur fjöldi ljósmæðra sagt upp störfum og ljóst er að staðan á heilbrigðisstofnunum er orðin erfið vegna kjaradeilunnar en ljósmæður vantar á allar vaktir á Landspítalanum sem hefur farið í töluverðar hrókeringar til þess að ná manna vaktir.„Eins og deildirnar eru keyrðar núna og þá er ég sérstaklega að hugsa um Landspítalann þá er allt á hvolfi. Það eru ekki litlir eldar lengur, það er risabál. Það þarf virkilega að grípa inn í og gera eitthvað. Þeir eru búnir að gera alls konar hrókeringar innan sinna veggja en það er bara ekki nóg vegna þess að þær ljósmæður sem eru eftir, þær eru hreinlega að bugast,“ sagði Guðlaug.Segir Guðlaug að það séu 146 ljósmæður sem vinni á Landspítalanum í 97 stöðugildum en um þrjátíu af þeim hafi sagt upp. Þá sé hæpið að ætla að senda þá sem þurfi á aðstoð ljósmæðra þegar mikið er að gera á heilbrigðisstofnanir í nærliggjandi sveitarfélög. Þar sé líka mikið að gera og erfitt að taka á móti fleirum. Telur Guðlaug líklegt að fleiri ljósmæður muni segja upp störfum á næstunni.„Það er svo mikil keyrsla og þær eru í svo mikilli vinnu. Það er svo mikið álag að það endist enginn í þessu álagi. Ég á von á því að það séu fleiri sem muni segja upp,“ segir Guðlaug og bendir á að yfir helmingur ljósmæðra í Keflavík hafi sagt upp, sem og á Akranesi í viðbót við þær sem þegar hafa sagt upp á Landspítalanum.„Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega,“ sagði Guðlaug sem segir að ljósmæður muni ekki hvika frá kröfum sínum, þær hafi þegar teygt sig eins langt í átt að samninganefnd ríkisins og þær telji mögulegt.„Við þurfum dálítið hressilega launahækkun núna til þess að þær vilji koma aftur,“ sagði Guðlaug um þær ljósmæður sem þegar hafa sagt upp og eru sumar hverjar komnar í önnur störf. Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Kjaradeila ljósmæðra og íslenska ríkisins virðist vera í algjörum hnút eftir að fundur samninganefnda ljósmæðra ríkisins í gær bar ekki árangur. Ljósmæður höfnuðu tilboði sem samninganefnd ríkisins lagði fram en nefndarmaður í samninganefnd ljósmæðra segir tilboðið einungis gagnast þeim sem starfa á stærstu vinnustöðunum. „Það gekk ekki upp vegna þess að þetta hefði eingöngu gagnast hluta ljósmæðra en ekki öllum og við erum að semja fyrir allar ljósmæður. Þetta hefði mögulega gagnast ljósmæðrum á stærri stöðum eins og á Landspítalanum og sennilega á Akureyri. Þetta hefði aldrei gagnast fyrir dagvinnuljósmæður. Þær eru á lægstu laununum vegna þess að þær eru á strípuðum dagvinnugrunnlaunum,“ sagði Guðlaug María Sigurðardóttir í Bítinu á Bylgjunni á morgun en hún er í samninganefnd ljósmæðra.Tilboð samninganefndar ríkisins snerist um að minnka vinnuálag hjá þeim sem vinna vaktavinnu auk þess sem reynt var að koma til móts við þær launahækkanir sem ljósmæður krefjast.„Við vonum svo sannarlega að ráðamenn fari að skoða þetta af einhverri alvöru. Við felldum samning. Við viljum bæta við þann samning. Okkur vantar 110 milljónir. Þá erum við sáttar,“ sagðui Guðlaug.Eins og Vísir greindi frá í gær eru kröfur ljósmæðra nú að fá sömu launahækkanir og samið var um síðast í kjarasamningi sem ljósmæður felldu, það er 6,9 prósent launahækkun til dagvinnukvenna og 8,1 prósent hækkun til vaktavinnukvenna. Þá vilja þær fá aukið fjármagn frá velferðaráðuneytinu inn í stofnanasamninga til að ná fram leiðréttingu á launasetningu stéttarinnar. Í samningnum sem felldur var í maí síðastliðnum kom velferðarráðuneytið inn með 60 milljóna króna fjárveitingu inn á stofnanir vegna launaleiðréttingar. Ljósmæður segja þá upphæð ekki duga og gera nú kröfur um 170 milljónir króna í leiðréttinguna. Það munar því 110 milljónum króna á því sem ljósmæður krefjast og því sem ríkið býður.Frá samningafundi í deilunni í síðustu viku.fréttablaðið/ernirSegir að það þurfi hressilega launahækkun til að lokka þær sem hafa sagt upp til baka Boðað yfirvinnubann félagskvenna í Ljósmæðrafélagi Íslands hefst eftir sex daga, þann 18. júlí. Frá og með þeim degi munu ljósmæður ekki vinna umfram vinnuskyldu sína. Þá hefur fjöldi ljósmæðra sagt upp störfum og ljóst er að staðan á heilbrigðisstofnunum er orðin erfið vegna kjaradeilunnar en ljósmæður vantar á allar vaktir á Landspítalanum sem hefur farið í töluverðar hrókeringar til þess að ná manna vaktir.„Eins og deildirnar eru keyrðar núna og þá er ég sérstaklega að hugsa um Landspítalann þá er allt á hvolfi. Það eru ekki litlir eldar lengur, það er risabál. Það þarf virkilega að grípa inn í og gera eitthvað. Þeir eru búnir að gera alls konar hrókeringar innan sinna veggja en það er bara ekki nóg vegna þess að þær ljósmæður sem eru eftir, þær eru hreinlega að bugast,“ sagði Guðlaug.Segir Guðlaug að það séu 146 ljósmæður sem vinni á Landspítalanum í 97 stöðugildum en um þrjátíu af þeim hafi sagt upp. Þá sé hæpið að ætla að senda þá sem þurfi á aðstoð ljósmæðra þegar mikið er að gera á heilbrigðisstofnanir í nærliggjandi sveitarfélög. Þar sé líka mikið að gera og erfitt að taka á móti fleirum. Telur Guðlaug líklegt að fleiri ljósmæður muni segja upp störfum á næstunni.„Það er svo mikil keyrsla og þær eru í svo mikilli vinnu. Það er svo mikið álag að það endist enginn í þessu álagi. Ég á von á því að það séu fleiri sem muni segja upp,“ segir Guðlaug og bendir á að yfir helmingur ljósmæðra í Keflavík hafi sagt upp, sem og á Akranesi í viðbót við þær sem þegar hafa sagt upp á Landspítalanum.„Ef ætlunin er að útrýma ljósmæðrum, þá gengur það ágætlega,“ sagði Guðlaug sem segir að ljósmæður muni ekki hvika frá kröfum sínum, þær hafi þegar teygt sig eins langt í átt að samninganefnd ríkisins og þær telji mögulegt.„Við þurfum dálítið hressilega launahækkun núna til þess að þær vilji koma aftur,“ sagði Guðlaug um þær ljósmæður sem þegar hafa sagt upp og eru sumar hverjar komnar í önnur störf.
Kjaradeila ljósmæðra og ríkisins Kjaramál Tengdar fréttir Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10 Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17 Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir Sjá meira
Tóku víkingaklappið til stuðnings ljósmæðrum Fundur í kjaradeilu ljósmæðra hófst klukkan 14 í húsakynnum ríkissáttasemjara við Borgartún. 11. júlí 2018 14:10
Sjá enga möguleika á því að koma til móts við kröfur ljósmæðra Fundi milli samninganefnda ljósmæðra og ríkisins lauk laust eftir klukkan fjögur í dag. Fundurinn bar ekki árangur og að óbreyttu verður ekki boðað til nýs fundar að sögn Bryndísar Hlöðversdóttur, ríkissáttasemjara. 11. júlí 2018 20:17
Segir ljósmæður hafa lagt fram sínar lokakröfur sem þær munu ekki hvika frá Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndar ljósmæðra, segir að þær kröfur sem ljósmæður hafi sett fram á síðasta fundi með samninganefnd ríkisins hjá ríkissáttasemjara í liðinni viku séu lægstu kröfur þeirra. Þær séu komnar að sársaukamörkum og muni ekki skrifa undir neitt lægra. 11. júlí 2018 11:45