Kramdi ljósmyndarinn fangaði króatísku klessuna Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. júlí 2018 06:33 Yuri Cortez lét ekki tíu fullvaxta fótboltamenn stoppa sig. Vísir/getty Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Þegar framherji Króatíu, Mario Mandžukić, skoraði í framlengingu gegn Englendingum í undanúrslitum HM í gærkvöldi ætlaði skiljanlega allt um koll að keyra í herbúðum þeirra köflóttu. Þeir vissu sem var að með marki Mandžukić, sem laumað hafði boltanum framhjá enska markmanninum Jordan Pickford eftir skalla frá hinum stórhættulega Ivan Perišić, voru þeir komnir með annan fótinn inn í úrslitaleikinn - en þangað hafði króatíska landsliðið aldrei komist áður. Þeir gáfu því tilfinningunum lausan tauminn í fagnaðarlátunum og hrúguðust ofan á framherjann við endalínuna. Það fór ekki betur en svo að ljósmyndari AFP-fréttastofunnar, Yuri Cortez, kramdist undir hersingunni.Sjá einnig: Mandzukic: Þetta er kraftaverkCortez, fagmaðurinn sem hann er, lét hrúguna þó ekki trufla sig og hélt áfram að smella myndum af kampakátum Króötum. Myndirnar hans má sjá hér að neðan. Eftir að fagnaðarlátunum linnti voru króatísku landsliðsmennirnir þó fljótir að biðja Cortez afsökunar og hjálpuðu honum aftur á fætur - rétt eins og þeir höfðu hjálpað honum að ná frábærum myndum. Króatar mæta svo Frökkum í úrslitaleik heimsmeistaramótsins, sem fram fer í Moskvu á sunnudag.Hetjan Mario Mandžukić brosti sínu breiðast í þvögunni.Vísir/GettyMario Mandžukić rétti hinum kramda Cortez svo hjálparhönd. Króatískt gæðablóð.Vísir/getty
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30 Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15 Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15 Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30 Mest lesið Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Töluðu íslensku við mannhafið Lífið Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Lífið Fárveik í París Lífið Skiptir stærðin raunverulega máli? Lífið Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Lífið Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Bíó og sjónvarp Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Tíska og hönnun Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Lífið Fleiri fréttir Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Patrik kaupir glæsihús frænku sinnar Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sjá meira
Mandzukic hetja Króata sem spila til úrslita í fyrsta skipti Króatar mæta Frökkum í úrslitaleik HM í Rússlandi á sunnudag eftir sigur á Englendingum í framlengdum leik í undanúrslitunum í kvöld. Mario Mandzukic tryggði Króötum sigurinn í seinni hálfleik framlengingar. 11. júlí 2018 20:30
Kane: Mjög sárt en þeir spiluðu betur Englendingar spila um bronsverðlaun á HM í Rússlandi eftir tap gegn Króötum í framlengdum undanúrslitaleik í Moskvu í kvöld. Fyrirliðinn Harry Kane sagði vonbrigðin mikil. 11. júlí 2018 21:15
Mandzukic: Þetta er kraftaverk Mario Mandzukic skoraði sigurmarkið gegn Englendingum í undanúrslitum HM í kvöld og kom Króötum í úrslitaleik HM í fyrsta skipti í sögunni. Hann sagði leikmennina ekki enn átta sig á því hvað þeir hefðu afrekað. 11. júlí 2018 22:15
Southgate: Vorum mjög góðir í fyrri hálfleik en týndumst eftir jöfnunarmarkið England tapaði undanúrslitaleiknum við Króata á HM og mun spila um bronsið á laugardag. Landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate sagðist geta séð jákvæðu punktana seinna, það væri erfitt í kvöld. 11. júlí 2018 21:30