Vildi vera betri fyrirmynd Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 12. júlí 2018 06:00 Margrét Ýr og dæturnar Katla María og Salka Ýr Ómarsdætur eiga allar heiðurinn af Veröld Míu Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira
„Það hefur alltaf verið draumur hjá mér að skrifa bók – bækur vonandi,“ segir Margrét Ýr Ingimarsdóttir sem var að gefa út bókina Veröld Míu. „Ætli það hafi ekki ýtt við mér að ég er grunnskólakennari og legg mikið upp úr því að hvetja nemendur mína til að reyna að láta drauma sína rætast og finna í hverju þeirra styrkleiki felst. Svo var einn nemandi sem spurði mig: „Hverjir voru þínir draumar, Margrét?“ „Ja, ég hef nú alltaf viljað skrifa bók,“ svaraði ég. „Já, og ertu búin að því?“ Ég gat ekki svarað játandi svo þetta varð pínu vandræðalegt. Eftir það vildi ég vera betri fyrirmynd og skrifaði eitt stykki bók,“ lýsir hún og segir bæði dætur sínar og nemendur hafa veitt henni innblástur. Margrét segir boðskap bókarinnar þann að hver og einn búi yfir styrk á einhverjum sviðum. „Mér finnst börn í dag svolítið skorta sjálfstraust og bera sig of mikið saman við aðra í stað þess að átta sig á sínum eiginleikum. Ég legg mikið upp úr hrósi í kennslunni, samt með jákvæðri gagnrýni þannig að börnin hafi svigrúm til að bæta sig,“ segir Margrét sem kennir 1. til 4. bekk við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Svo á hún sjálf tvær dætur, sex og tíu ára, og kveðst hafa lesið fyrir þær jafnóðum og hún skrifaði. „Stelpurnar komu með hugmyndir að dýrum sem Mía hittir í skóginum,“ segir hún og útskýrir að dýrin hjálpi Míu að átta sig á hver hún er. Líka því að útlit hennar skiptir ekki máli, heldur hún sjálf sem persóna.“ Bókin er ríkulega myndskreytt. Margrét teiknaði myndirnar sjálf og föndraði bakgrunn sem síðan var skannaður inn og tölvugerður. „Það var skemmtilegt ferðalag að skrifa þessa bók og koma henni á koppinn. Mía er líka búin að fá góðar viðtökur og hrós. Maður verður bara meyr.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Sjá meira